Ástralskur stúdent sakaður um njósnir sleppt úr haldi í Norður-Kóreu Eiður Þór Árnason skrifar 6. júlí 2019 15:59 Faðir hans, sem er prófessor í asískum fræðum við Háskólann í Vestur-Ástralíu, sagði að sonur sinn hafi hlotið góða meðferð í Norður-Kóreu. AP Norður-Kórea gaf út í dag að Alek Sigley, ástralski stúdentinn sem var í haldi norður-kóreskra yfirvalda í heila viku, hafi gerst sekur um að dreifa áróðri gegn stjórnvöldum landsins. Fréttastofa AP greinir frá þessu. Einnig er hann sakaður um að hafa stundað njósnir með því að senda ljósmyndir og annað efni til fréttamiðla sem eru gagnrýnir á stjórnvöld í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu. Sigley var leystur úr haldi síðasta fimmtudag. Norður-kóreska ríkisfréttastofan KCNA sagði Sigley hafa viðurkennt brot sín og gengist við því að hafa safnað gögnum með kerfisbundnum hætti um stöðu mála innanlands. Jafnframt var greint frá því að stjórnvöld í Norður-Kóreu hafi vísað Sigley úr landi eftir að hann baðst ítrekað fyrirgefningar á athæfi sínu. Stjórnvöld í Pyongyang hafa áður verið sökuð um að notfæra sér Vesturlandabúa til þess að fá fram tilslakanir í viðræðum sínum við erlend stjórnvöld. Alex Sigley stundaði nám við háskóla í Pyongyang og starfaði sem leiðsögumaður þegar fjölskylda hans og vinir hættu að geta náð í hann á samfélagsmiðlum. Sigley deildi oft frásögnum af lífi sínu í Norður-Kóreu á samfélagsmiðlum og á heimasíðu ferðaskrifstofu sinnar. Þar greindi Sigley reglulega frá því frelsi sem hann upplifði í borginni og voru frásagnir hans oft í ósamræmi við þá neikvæðu ásýnd sem flestir Vesturlandabúar hafa af Norður-Kóreu. Ekki mátti þar sjá neina augljósa gagnrýni á stjórnvöld í Norður-Kóreu, og eins var með þá pistla sem eftir hann birtust í vestrænum fjölmiðlum. Eftir að Sigley var leystur úr haldi flaug hann til Beijing og fór þaðan til Tókíó þar sem hann hitti loks japanska eiginkonu sína, en þau giftu sig í Pyongyang. Sigley sagði blaðamönnum á flugvellinum að ástand sitt væri mjög gott. Faðir hans, sem er prófessor í asískum fræðum við Háskólann í Vestur-Ástralíu, sagði að sonur sinn hafi hlotið góða meðferð í Norður-Kóreu. Ástralía Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump fyrsti forseti Bandaríkjanna sem fer yfir landamærin til Norður-Kóreu Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hittust í dag á hlutlausu landamærasvæði Kóreuríkjanna 30. júní 2019 07:32 Bönd Kína og Norður-Kóreu órjúfanleg Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu og Xi Jinping, forseti Kína, hafa komist að samkomulagi um að aukin samskipti og sterk tengsl milli ríkjanna, á tímum "alvarlegra og flókinna“ alþjóðasamskipta, séu góð fyrir frið á svæðinu. 21. júní 2019 10:34 Trump segist vilja taka í spaðann á Kim Donald Trump Bandaríkjaforseti segir á Twitter síðu sinni í kvöld að eftir að mikilvægum fundi hans með Xi Jingping, forseta Kína, lýkur muni hann halda frá Japan til Suður-Kóreu ásamt forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in. 28. júní 2019 23:27 Tíu milljónir án matar í Norður-Kóreu Bæði Suður-Kórea og Kína senda Norður-Kóreu tugþúsundir tonna af hrísgrjónum. Dugar skammt því að þörfin er talin vera 1,5 milljónir tonna. Fjörutíu prósent landsmanna sögð búa við sáran skort. 20. júní 2019 06:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Norður-Kórea gaf út í dag að Alek Sigley, ástralski stúdentinn sem var í haldi norður-kóreskra yfirvalda í heila viku, hafi gerst sekur um að dreifa áróðri gegn stjórnvöldum landsins. Fréttastofa AP greinir frá þessu. Einnig er hann sakaður um að hafa stundað njósnir með því að senda ljósmyndir og annað efni til fréttamiðla sem eru gagnrýnir á stjórnvöld í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu. Sigley var leystur úr haldi síðasta fimmtudag. Norður-kóreska ríkisfréttastofan KCNA sagði Sigley hafa viðurkennt brot sín og gengist við því að hafa safnað gögnum með kerfisbundnum hætti um stöðu mála innanlands. Jafnframt var greint frá því að stjórnvöld í Norður-Kóreu hafi vísað Sigley úr landi eftir að hann baðst ítrekað fyrirgefningar á athæfi sínu. Stjórnvöld í Pyongyang hafa áður verið sökuð um að notfæra sér Vesturlandabúa til þess að fá fram tilslakanir í viðræðum sínum við erlend stjórnvöld. Alex Sigley stundaði nám við háskóla í Pyongyang og starfaði sem leiðsögumaður þegar fjölskylda hans og vinir hættu að geta náð í hann á samfélagsmiðlum. Sigley deildi oft frásögnum af lífi sínu í Norður-Kóreu á samfélagsmiðlum og á heimasíðu ferðaskrifstofu sinnar. Þar greindi Sigley reglulega frá því frelsi sem hann upplifði í borginni og voru frásagnir hans oft í ósamræmi við þá neikvæðu ásýnd sem flestir Vesturlandabúar hafa af Norður-Kóreu. Ekki mátti þar sjá neina augljósa gagnrýni á stjórnvöld í Norður-Kóreu, og eins var með þá pistla sem eftir hann birtust í vestrænum fjölmiðlum. Eftir að Sigley var leystur úr haldi flaug hann til Beijing og fór þaðan til Tókíó þar sem hann hitti loks japanska eiginkonu sína, en þau giftu sig í Pyongyang. Sigley sagði blaðamönnum á flugvellinum að ástand sitt væri mjög gott. Faðir hans, sem er prófessor í asískum fræðum við Háskólann í Vestur-Ástralíu, sagði að sonur sinn hafi hlotið góða meðferð í Norður-Kóreu.
Ástralía Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump fyrsti forseti Bandaríkjanna sem fer yfir landamærin til Norður-Kóreu Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hittust í dag á hlutlausu landamærasvæði Kóreuríkjanna 30. júní 2019 07:32 Bönd Kína og Norður-Kóreu órjúfanleg Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu og Xi Jinping, forseti Kína, hafa komist að samkomulagi um að aukin samskipti og sterk tengsl milli ríkjanna, á tímum "alvarlegra og flókinna“ alþjóðasamskipta, séu góð fyrir frið á svæðinu. 21. júní 2019 10:34 Trump segist vilja taka í spaðann á Kim Donald Trump Bandaríkjaforseti segir á Twitter síðu sinni í kvöld að eftir að mikilvægum fundi hans með Xi Jingping, forseta Kína, lýkur muni hann halda frá Japan til Suður-Kóreu ásamt forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in. 28. júní 2019 23:27 Tíu milljónir án matar í Norður-Kóreu Bæði Suður-Kórea og Kína senda Norður-Kóreu tugþúsundir tonna af hrísgrjónum. Dugar skammt því að þörfin er talin vera 1,5 milljónir tonna. Fjörutíu prósent landsmanna sögð búa við sáran skort. 20. júní 2019 06:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Trump fyrsti forseti Bandaríkjanna sem fer yfir landamærin til Norður-Kóreu Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hittust í dag á hlutlausu landamærasvæði Kóreuríkjanna 30. júní 2019 07:32
Bönd Kína og Norður-Kóreu órjúfanleg Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu og Xi Jinping, forseti Kína, hafa komist að samkomulagi um að aukin samskipti og sterk tengsl milli ríkjanna, á tímum "alvarlegra og flókinna“ alþjóðasamskipta, séu góð fyrir frið á svæðinu. 21. júní 2019 10:34
Trump segist vilja taka í spaðann á Kim Donald Trump Bandaríkjaforseti segir á Twitter síðu sinni í kvöld að eftir að mikilvægum fundi hans með Xi Jingping, forseta Kína, lýkur muni hann halda frá Japan til Suður-Kóreu ásamt forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in. 28. júní 2019 23:27
Tíu milljónir án matar í Norður-Kóreu Bæði Suður-Kórea og Kína senda Norður-Kóreu tugþúsundir tonna af hrísgrjónum. Dugar skammt því að þörfin er talin vera 1,5 milljónir tonna. Fjörutíu prósent landsmanna sögð búa við sáran skort. 20. júní 2019 06:00