Tryggvi Hrafn Haraldsson og Viktor Jónsson skoruðu mörkin í sigri Skagamanna. Eftir stórkostlega byrjun fór aðeins að halla undan fæti og sigurinn í dag var sá fyrsti síðan 26. maí.
KR getur hins vegar ekki hætt að vinna fótboltaleiki. Liðið vann sjöunda deildarleikinn í röð er liðið vann botnlið ÍBV, 2-1, í Eyjum í kvöld.
Óskar Örn Hauksson skoraði fyrsta markið sem var einkar laglegt og Arnþór Ingi Kristinsson skoraði annað. Guðmundur Magnússon klóraði í bakkann fyrir ÍBV undir lokin.
Mörkin úr leikjunum má sjá hér að ofan og neðan.