Biden biðst afsökunar á að hafa hreykt sér af því að starfa með aðskilnaðarsinnum Sylvía Hall skrifar 6. júlí 2019 23:45 Sem stendur hefur Biden mikið forskot í forvalinu. Vísir/Getty Joe Biden, frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2020 og fyrrverandi varaforseti, tjáði sig í síðasta mánuði um samstarf sitt við tvo þingmenn Demókrata á áttunda áratugnum. Þingmennirnir, James Eastland og Herman Talmadge, voru báðir aðskilnaðarsinnar. Reuters greinir frá. Biden lét ummælin falla þegar hann sagði stjórnmálamenn nútímans ekki geta starfað saman. Í samfélagi þar sem mikil togstreita væri á milli vinstri og hægri væng stjórnmálanna væri slíkt ólíðandi og tók hann sem dæmi að hann hafði starfað með þingmönnunum tveimur þrátt fyrir að vera ósammála þeim. Ummælin voru harðlega gagnrýnd af andstæðingum Biden í forvalinu og sagði Kamala Harris, mótframbjóðandi hans, að ummæli hans höfðu verið „særandi“ en trúði því að hann væri þrátt fyrir það ekki rasisti. Þá undraði Cory Booker, annar frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins, sig á því að Biden hefði ekki beðist afsökunar. Aðspurður hvort hann ætlaði sér að biðjast afsökunar á ummælunum spurði Biden blaðamenn hvers vegna hann ætti að biðjast afsökunar, hann væri ekki með „rasískt bein í líkama sínum“. Biden var líkt og áður sagði varaforseti Bandaríkjanna í forsetatíð Barack Obama sem var fyrsti þeldökki forseti landsins.Biðst afsökunar á því að hafa gefið það í skyn að hann væri að hrósa þeim Í ræðu sinni á stuðningsmannafundi í Sumter í Suður-Karólínu baðst Biden loks afsökunar. Honum þætti leitt að hafa valdið misskilningi og sært fólk með ummælum sínum. „Var það rangt hjá mér fyrir nokkrum vikum að hafa gefið það í skyn að ég væri að hrósa þessum mönnum sem ég talaði oft gegn með góðum árangri? Já, það var rangt og ég sé eftir því. Og mér þykir það leitt að hafa valdið misskilningi og öðru fólki sársauka,“ sagði Biden í ræðu sinni. Staða Biden í forvalinu þykir nokkuð sterk sem stendur og nýtur hann mest fylgis frambjóðenda. Enn er langt í að flokkurinn velji sinn frambjóðanda en líklegt þykir að það verði þó ljóst í mars hver hlýtur útnefningu flokksins. Bandaríkin Tengdar fréttir Tekist á um heilbrigðis- og innflytjendamál í fyrstu kappræðum demókrata Tíu frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum öttu kappi í sjónvarpi í fyrsta skipti í gærkvöldi. 27. júní 2019 08:24 Firnasterk staða Joes Biden í forvali Demókrata Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna undir Barack Obama, hefur mælst langvinsælastur í forkosningum Demókrata allt árið. 3. júní 2019 08:45 Spjótin stóðu á Biden í kappræðunum Ferilskrá fyrrverandi varaforsetans í málefnum kynþáttanna í Bandaríkjunum var sérstaklega í sviðsljósinu í sjónvarpskappræðum demókrata í gærkvöldi. 28. júní 2019 07:55 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi Sjá meira
Joe Biden, frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2020 og fyrrverandi varaforseti, tjáði sig í síðasta mánuði um samstarf sitt við tvo þingmenn Demókrata á áttunda áratugnum. Þingmennirnir, James Eastland og Herman Talmadge, voru báðir aðskilnaðarsinnar. Reuters greinir frá. Biden lét ummælin falla þegar hann sagði stjórnmálamenn nútímans ekki geta starfað saman. Í samfélagi þar sem mikil togstreita væri á milli vinstri og hægri væng stjórnmálanna væri slíkt ólíðandi og tók hann sem dæmi að hann hafði starfað með þingmönnunum tveimur þrátt fyrir að vera ósammála þeim. Ummælin voru harðlega gagnrýnd af andstæðingum Biden í forvalinu og sagði Kamala Harris, mótframbjóðandi hans, að ummæli hans höfðu verið „særandi“ en trúði því að hann væri þrátt fyrir það ekki rasisti. Þá undraði Cory Booker, annar frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins, sig á því að Biden hefði ekki beðist afsökunar. Aðspurður hvort hann ætlaði sér að biðjast afsökunar á ummælunum spurði Biden blaðamenn hvers vegna hann ætti að biðjast afsökunar, hann væri ekki með „rasískt bein í líkama sínum“. Biden var líkt og áður sagði varaforseti Bandaríkjanna í forsetatíð Barack Obama sem var fyrsti þeldökki forseti landsins.Biðst afsökunar á því að hafa gefið það í skyn að hann væri að hrósa þeim Í ræðu sinni á stuðningsmannafundi í Sumter í Suður-Karólínu baðst Biden loks afsökunar. Honum þætti leitt að hafa valdið misskilningi og sært fólk með ummælum sínum. „Var það rangt hjá mér fyrir nokkrum vikum að hafa gefið það í skyn að ég væri að hrósa þessum mönnum sem ég talaði oft gegn með góðum árangri? Já, það var rangt og ég sé eftir því. Og mér þykir það leitt að hafa valdið misskilningi og öðru fólki sársauka,“ sagði Biden í ræðu sinni. Staða Biden í forvalinu þykir nokkuð sterk sem stendur og nýtur hann mest fylgis frambjóðenda. Enn er langt í að flokkurinn velji sinn frambjóðanda en líklegt þykir að það verði þó ljóst í mars hver hlýtur útnefningu flokksins.
Bandaríkin Tengdar fréttir Tekist á um heilbrigðis- og innflytjendamál í fyrstu kappræðum demókrata Tíu frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum öttu kappi í sjónvarpi í fyrsta skipti í gærkvöldi. 27. júní 2019 08:24 Firnasterk staða Joes Biden í forvali Demókrata Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna undir Barack Obama, hefur mælst langvinsælastur í forkosningum Demókrata allt árið. 3. júní 2019 08:45 Spjótin stóðu á Biden í kappræðunum Ferilskrá fyrrverandi varaforsetans í málefnum kynþáttanna í Bandaríkjunum var sérstaklega í sviðsljósinu í sjónvarpskappræðum demókrata í gærkvöldi. 28. júní 2019 07:55 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi Sjá meira
Tekist á um heilbrigðis- og innflytjendamál í fyrstu kappræðum demókrata Tíu frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum öttu kappi í sjónvarpi í fyrsta skipti í gærkvöldi. 27. júní 2019 08:24
Firnasterk staða Joes Biden í forvali Demókrata Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna undir Barack Obama, hefur mælst langvinsælastur í forkosningum Demókrata allt árið. 3. júní 2019 08:45
Spjótin stóðu á Biden í kappræðunum Ferilskrá fyrrverandi varaforsetans í málefnum kynþáttanna í Bandaríkjunum var sérstaklega í sviðsljósinu í sjónvarpskappræðum demókrata í gærkvöldi. 28. júní 2019 07:55