HK þurfti bara þrjú skot á markið til þess að vinna Breiðablik Anton Ingi Leifsson skrifar 8. júlí 2019 13:30 Atli Arnarson skorar fyrsta markið. vísir/bára HK vann 2-1 sigur á Breiðablik í Kópavogsslag í 12. umferð Pepsi Max-deildarinnar í gærkvöldi en liðin mættust á Kópavogsvelli. Atli Arnarson skoraði bæði mörk HK en þeir hvítu og rauðu komust í 2-0 forystu í leiknum. Varamaðurinn, Þórir Guðjónsson, minnkaði muninn undir lokin en nær komust þeir ekki og mikilvægur sigur nýliðanna í höfn. Sigurinn verður enn athyglisverðari er litið er á tölfræði leiksins frá tölfræðiveitunni InStat. HK átti í heildina sjö skot í átt að marki Blika og þrjú þeirra fóru á markið. Tvö þeirra enduðu í netinu. Blikarnir skutu hins vegar og skutu. Þeir áttu samtals 25 skot en einungis sex af þeim rötuðu á markið. Arnar Freyr Ólafsson stóð vaktina vel í marki HK en það var einungis skalli Þóris Guðjónssonar sem rataði í netið. Heimamenn í Breiðablik voru einnig mun meira með boltann. Þeir voru 60% með boltann en HK 40%. Það sást einnig í fjölda heppnaðra sendinga en Breiðablik náði að gefa boltann 444 sinnum á milli sín en HK 193 sinnum. Blikarnir unnu líka 71 prósent af tæklingum sínum í leiknum og unnu líka 67 prósent af öllum skallaeinvígum. Með öðrum orðum þeir voru með mikla yfirburði í tölfræðinni. Sú eina tölfræði sem skiptir þó raunverulega máli eru mörk skoruð og þar höfðu HK-ingar betur. Þeir eru komnir með ellefu stig en eru þó enn í ellefta sætinu. Blikarnir eru nú sjö stigum á eftir toppliði KR og róðurinn þyngist hjá þeim í toppbaráttunni.Leikur Breiðabkliks og HK í tölum:Skot í leiknum: Breiðablik +18 (25-7)Tími með boltann: Breiðablik +20% (60%-40%)Heppnaðar sendingar: Breiðablik +251 (444-193)Unnin skallaeinvígi: Breiðablik +23 (46-23)Unnin samstuð: Breiðablik +34 (114-80) Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Aron Bjarnason fer frá Breiðablik 20. júlí Þróttarinn uppaldi er á leið til Ungverjalands. 7. júlí 2019 18:59 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - HK 1-2 │Atli afgreiddi Breiðablik KR er með sjö stiga forskot á toppi deildarinnar eftir tap Blika í kvöld og HK er komið lengra frá botninum. 7. júlí 2019 22:15 Ágúst: Þeir byrjuðu ekki þennan leik og það var mín ákvörðun Var ósammála blaðamanni um að leikurinn hafi spilast svipað og fyrri leikurinn. 7. júlí 2019 21:51 Brynjar Björn: Allir sem eru í kringum fótboltann eru á markaðnum Brynjar Björn Gunnarsson var stoltur af sínum drengjum í kvöld. 7. júlí 2019 21:33 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Í beinni: FH - Veszprém | Aron stígur hinsta dansinn Handbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira
HK vann 2-1 sigur á Breiðablik í Kópavogsslag í 12. umferð Pepsi Max-deildarinnar í gærkvöldi en liðin mættust á Kópavogsvelli. Atli Arnarson skoraði bæði mörk HK en þeir hvítu og rauðu komust í 2-0 forystu í leiknum. Varamaðurinn, Þórir Guðjónsson, minnkaði muninn undir lokin en nær komust þeir ekki og mikilvægur sigur nýliðanna í höfn. Sigurinn verður enn athyglisverðari er litið er á tölfræði leiksins frá tölfræðiveitunni InStat. HK átti í heildina sjö skot í átt að marki Blika og þrjú þeirra fóru á markið. Tvö þeirra enduðu í netinu. Blikarnir skutu hins vegar og skutu. Þeir áttu samtals 25 skot en einungis sex af þeim rötuðu á markið. Arnar Freyr Ólafsson stóð vaktina vel í marki HK en það var einungis skalli Þóris Guðjónssonar sem rataði í netið. Heimamenn í Breiðablik voru einnig mun meira með boltann. Þeir voru 60% með boltann en HK 40%. Það sást einnig í fjölda heppnaðra sendinga en Breiðablik náði að gefa boltann 444 sinnum á milli sín en HK 193 sinnum. Blikarnir unnu líka 71 prósent af tæklingum sínum í leiknum og unnu líka 67 prósent af öllum skallaeinvígum. Með öðrum orðum þeir voru með mikla yfirburði í tölfræðinni. Sú eina tölfræði sem skiptir þó raunverulega máli eru mörk skoruð og þar höfðu HK-ingar betur. Þeir eru komnir með ellefu stig en eru þó enn í ellefta sætinu. Blikarnir eru nú sjö stigum á eftir toppliði KR og róðurinn þyngist hjá þeim í toppbaráttunni.Leikur Breiðabkliks og HK í tölum:Skot í leiknum: Breiðablik +18 (25-7)Tími með boltann: Breiðablik +20% (60%-40%)Heppnaðar sendingar: Breiðablik +251 (444-193)Unnin skallaeinvígi: Breiðablik +23 (46-23)Unnin samstuð: Breiðablik +34 (114-80)
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Aron Bjarnason fer frá Breiðablik 20. júlí Þróttarinn uppaldi er á leið til Ungverjalands. 7. júlí 2019 18:59 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - HK 1-2 │Atli afgreiddi Breiðablik KR er með sjö stiga forskot á toppi deildarinnar eftir tap Blika í kvöld og HK er komið lengra frá botninum. 7. júlí 2019 22:15 Ágúst: Þeir byrjuðu ekki þennan leik og það var mín ákvörðun Var ósammála blaðamanni um að leikurinn hafi spilast svipað og fyrri leikurinn. 7. júlí 2019 21:51 Brynjar Björn: Allir sem eru í kringum fótboltann eru á markaðnum Brynjar Björn Gunnarsson var stoltur af sínum drengjum í kvöld. 7. júlí 2019 21:33 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Í beinni: FH - Veszprém | Aron stígur hinsta dansinn Handbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira
Aron Bjarnason fer frá Breiðablik 20. júlí Þróttarinn uppaldi er á leið til Ungverjalands. 7. júlí 2019 18:59
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - HK 1-2 │Atli afgreiddi Breiðablik KR er með sjö stiga forskot á toppi deildarinnar eftir tap Blika í kvöld og HK er komið lengra frá botninum. 7. júlí 2019 22:15
Ágúst: Þeir byrjuðu ekki þennan leik og það var mín ákvörðun Var ósammála blaðamanni um að leikurinn hafi spilast svipað og fyrri leikurinn. 7. júlí 2019 21:51
Brynjar Björn: Allir sem eru í kringum fótboltann eru á markaðnum Brynjar Björn Gunnarsson var stoltur af sínum drengjum í kvöld. 7. júlí 2019 21:33