Nokkur átján ára ungmenni með fíkniefnavanda á götunni Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. júlí 2019 19:00 Tæplega tíu börn, sem hafa átt við verulegan hegðunar- og fíkniefnavanda að etja, hafa á síðustu mánuðuðum fallið utan við barnaverndarkerfið eftir að hafa náð 18 ára aldri og flest eru þau nú með öllu eftirlitslaus á götunni án þess að stuðningsfólk geti nokkuð aðhafst. Lögregluvarðstjóri segir mjög erfitt að horfa á eftir hinum svonefndu ,,týndu börnum" og geta ekkert að gert. Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hefur starfað við að leita að týndum börnum, í rúm fjögur ár. Börnin eru á aldrinum 11-18 ára og glíma oft við mikinn vímuefnavanda. Það sem af er ári hafa 116 leiðarbeiðnir vegna 47 barna og ungmenna borist lögreglu. Á sama tímabili í fyrra voru leitarbeiðnirnar 149 og er því um að ræða talsverða fækkun á milli ára. „Ég held að það muni einum og hálfum mánuði í heildarfjölda leitarbeiðna. Það sem hefur gerst á síðustu sex til átta mánuðum er að krakkar sem við vorum ítrekað að leita af og voru þung hjá okkur eru orðin 18 ára, fullorðnir einstaklingar, og þar af leiðandi ekki lengur á minni könnur og nokkur ekki tekist að fóta sig og komin í dagbók lögreglunnar af öðrum orsökum,“ segir Guðmundur. Eftir að börnin verða 18 ára falla þau utan við barnaverndarkerfið og missa þau úrræði sem þeim bauðst áður. Tæplega tíu ungmenni sem Guðmundur leitaði margoft að á síðustu árum og fór til að mynda með í meðferð á Stuðla, meðferðarheimili fyrir börn og unglinga, falla í þennan hóp. Hann veit um að minnsta kosti fjögur ungmenni sem nú eru á götunni. „Og það er svolítið sérstakt að horfa á eftir þeim þarna á einu augnabliki í raun og veru þar sem ég þarf ekki að hafa áhyggjur af þeim en áfram eru aðrir sem þurfa að hafa áhyggjur af þeim,“ segir Guðmundur og bætir við að það þurfi að gera eitthvað til að reyna grípa hópinn eftir að hann verður átján ára. Ungmennin séu í mjög viðkvæmri stöðu. „Þau eru mörg búin að brenna allar brýr að baki fjölskyldulega séð. Einhver eiga kannski enn þá innkomu í fjölskyldunnar og það þýðir bara miklar áhyggjur og í sumum tilfellum verða veikindi í fjölskyldum út af þessu álagi,“ segir Guðmundur. Hann vonast til þess að úrbætur verði gerðar. „Þessi hópur er farinn, hann er orðin fullorðinn. Ég veit ekki hvort við getum eitthvað snúið til baka þar. En ég held að lagaumhverfi og kerfið sé að taka á því svo að þetta verði ekki með sama hætti til framtíðar,“ segir Guðmundur. Félagsmál Heilbrigðismál Lögreglumál Reykjavík Meðferðarheimili Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Tæplega tíu börn, sem hafa átt við verulegan hegðunar- og fíkniefnavanda að etja, hafa á síðustu mánuðuðum fallið utan við barnaverndarkerfið eftir að hafa náð 18 ára aldri og flest eru þau nú með öllu eftirlitslaus á götunni án þess að stuðningsfólk geti nokkuð aðhafst. Lögregluvarðstjóri segir mjög erfitt að horfa á eftir hinum svonefndu ,,týndu börnum" og geta ekkert að gert. Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hefur starfað við að leita að týndum börnum, í rúm fjögur ár. Börnin eru á aldrinum 11-18 ára og glíma oft við mikinn vímuefnavanda. Það sem af er ári hafa 116 leiðarbeiðnir vegna 47 barna og ungmenna borist lögreglu. Á sama tímabili í fyrra voru leitarbeiðnirnar 149 og er því um að ræða talsverða fækkun á milli ára. „Ég held að það muni einum og hálfum mánuði í heildarfjölda leitarbeiðna. Það sem hefur gerst á síðustu sex til átta mánuðum er að krakkar sem við vorum ítrekað að leita af og voru þung hjá okkur eru orðin 18 ára, fullorðnir einstaklingar, og þar af leiðandi ekki lengur á minni könnur og nokkur ekki tekist að fóta sig og komin í dagbók lögreglunnar af öðrum orsökum,“ segir Guðmundur. Eftir að börnin verða 18 ára falla þau utan við barnaverndarkerfið og missa þau úrræði sem þeim bauðst áður. Tæplega tíu ungmenni sem Guðmundur leitaði margoft að á síðustu árum og fór til að mynda með í meðferð á Stuðla, meðferðarheimili fyrir börn og unglinga, falla í þennan hóp. Hann veit um að minnsta kosti fjögur ungmenni sem nú eru á götunni. „Og það er svolítið sérstakt að horfa á eftir þeim þarna á einu augnabliki í raun og veru þar sem ég þarf ekki að hafa áhyggjur af þeim en áfram eru aðrir sem þurfa að hafa áhyggjur af þeim,“ segir Guðmundur og bætir við að það þurfi að gera eitthvað til að reyna grípa hópinn eftir að hann verður átján ára. Ungmennin séu í mjög viðkvæmri stöðu. „Þau eru mörg búin að brenna allar brýr að baki fjölskyldulega séð. Einhver eiga kannski enn þá innkomu í fjölskyldunnar og það þýðir bara miklar áhyggjur og í sumum tilfellum verða veikindi í fjölskyldum út af þessu álagi,“ segir Guðmundur. Hann vonast til þess að úrbætur verði gerðar. „Þessi hópur er farinn, hann er orðin fullorðinn. Ég veit ekki hvort við getum eitthvað snúið til baka þar. En ég held að lagaumhverfi og kerfið sé að taka á því svo að þetta verði ekki með sama hætti til framtíðar,“ segir Guðmundur.
Félagsmál Heilbrigðismál Lögreglumál Reykjavík Meðferðarheimili Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent