Þjóðargarður Davíð Stefánsson skrifar 9. júlí 2019 07:00 Hann var kátur, Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra, þegar hann greindi frá því að Vatnajökulsþjóðgarður væri kominn á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Hann sagði þetta mjög stóran dag í sögu náttúruverndar, enda er þetta viðurkenning á að náttúra Vatnajökulsþjóðgarðs þyki einstök fyrir mannkynið. Það er mikilvægt fyrir Ísland. Heimsminjasamningur UNESCO um verndun menningar- og náttúruarfleifðar heimsins byggir á því að ákveðnir staðir á jörðinni hafi sérstakt alþjóðlegt gildi og eigi því að tilheyra sameiginlegri arfleifð mannkynsins. Fyrir eru tveir staðir á Íslandi á heimsminjaskránni, Þingvellir og Surtsey. Vatnajökulsþjóðgarður er meðal stærstu þjóðgarða í Evrópu. Svæðið þykir einstakt á heimsvísu vegna sköpunarkrafta náttúru, samspils elds og íss og jarðfræðilegrar fjölbreytni. „Þetta er gríðarleg viðurkenning fyrir náttúru staðarins, stjórnarfyrirkomulag þjóðgarðsins og þann rekstur sem á sér þar stað,“ sagði Guðmundur Ingi. „Og fyrir náttúru Íslands að 12 prósent landsins séu núna hluti af heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna er stórafrek og eitthvað sem við getum öll verið stolt af,“ sagði hann. Það að vera með jafn stóran hluta landsins á heimsminjaskrá UNESCO hefur mikið vægi fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu. Það er aðdráttarafl fyrir ferðamenn og ætti að stuðla að náttúruupplifun. Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur reynst farsæll umhverfis- og auðlindaráðherra. Hann virðist hafa nálgast mál af hógværð en festu. Heimsminjaskráning Vatnajökulsþjóðgarðs er stórt mál en um það hefur verið sátt frá upphafi. Erfiðari mál bíða hans og stjórnvalda er kalla eftir framsýni og kjarki. Mál sem reyna á sættir ólíkra sjónarmiða og stjórnmálamanninn Guðmund Inga. Landsnet, sem annast flutning raforku og stjórnun raforkukerfa í landinu, flytur nú fréttir af yfirvofandi orkuskorti árið 2022. Þar segir að líkur séu á aflskorti sem stafi af meiri aukningu í notkun en sem nemur aukningu á nýju uppsettu afli virkjana til næstu ára. Þetta er í takti við áætlanir Orkuspárnefndar sem hefur sagt að almenn orkunotkun í landinu muni aukast um 12-16 MW á ári næstu áratugina og enn frekar vegna rafbílavæðingar. Þar er uppbygging á nýjum iðnaði og gagnaverum undanskilin. Í skýrslu nefndarinnar sem kom út árið 2018 voru dregnar upp þrjár sviðsmyndir um raforkunotkun á árunum 2018 til 2050. Þar var sagt að áætluð aukning almennrar raforkunotkunar til ársins 2030 samsvari tveimur af nýjustu aflstöðvum Landsvirkjunar. Sú staðreynd að það taki sjö til fimmtán ár að sækja nýja orku hlýtur að vera mönnum umhugsunarefni þegar horft er á orkuskort eftir þrjú ár. – Hér munu kallast á sættir og festa. Vonandi flytur ráðherrann líka góðar fréttir hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Vatnajökulsþjóðgarður Þjóðgarðar Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Hann var kátur, Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra, þegar hann greindi frá því að Vatnajökulsþjóðgarður væri kominn á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Hann sagði þetta mjög stóran dag í sögu náttúruverndar, enda er þetta viðurkenning á að náttúra Vatnajökulsþjóðgarðs þyki einstök fyrir mannkynið. Það er mikilvægt fyrir Ísland. Heimsminjasamningur UNESCO um verndun menningar- og náttúruarfleifðar heimsins byggir á því að ákveðnir staðir á jörðinni hafi sérstakt alþjóðlegt gildi og eigi því að tilheyra sameiginlegri arfleifð mannkynsins. Fyrir eru tveir staðir á Íslandi á heimsminjaskránni, Þingvellir og Surtsey. Vatnajökulsþjóðgarður er meðal stærstu þjóðgarða í Evrópu. Svæðið þykir einstakt á heimsvísu vegna sköpunarkrafta náttúru, samspils elds og íss og jarðfræðilegrar fjölbreytni. „Þetta er gríðarleg viðurkenning fyrir náttúru staðarins, stjórnarfyrirkomulag þjóðgarðsins og þann rekstur sem á sér þar stað,“ sagði Guðmundur Ingi. „Og fyrir náttúru Íslands að 12 prósent landsins séu núna hluti af heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna er stórafrek og eitthvað sem við getum öll verið stolt af,“ sagði hann. Það að vera með jafn stóran hluta landsins á heimsminjaskrá UNESCO hefur mikið vægi fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu. Það er aðdráttarafl fyrir ferðamenn og ætti að stuðla að náttúruupplifun. Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur reynst farsæll umhverfis- og auðlindaráðherra. Hann virðist hafa nálgast mál af hógværð en festu. Heimsminjaskráning Vatnajökulsþjóðgarðs er stórt mál en um það hefur verið sátt frá upphafi. Erfiðari mál bíða hans og stjórnvalda er kalla eftir framsýni og kjarki. Mál sem reyna á sættir ólíkra sjónarmiða og stjórnmálamanninn Guðmund Inga. Landsnet, sem annast flutning raforku og stjórnun raforkukerfa í landinu, flytur nú fréttir af yfirvofandi orkuskorti árið 2022. Þar segir að líkur séu á aflskorti sem stafi af meiri aukningu í notkun en sem nemur aukningu á nýju uppsettu afli virkjana til næstu ára. Þetta er í takti við áætlanir Orkuspárnefndar sem hefur sagt að almenn orkunotkun í landinu muni aukast um 12-16 MW á ári næstu áratugina og enn frekar vegna rafbílavæðingar. Þar er uppbygging á nýjum iðnaði og gagnaverum undanskilin. Í skýrslu nefndarinnar sem kom út árið 2018 voru dregnar upp þrjár sviðsmyndir um raforkunotkun á árunum 2018 til 2050. Þar var sagt að áætluð aukning almennrar raforkunotkunar til ársins 2030 samsvari tveimur af nýjustu aflstöðvum Landsvirkjunar. Sú staðreynd að það taki sjö til fimmtán ár að sækja nýja orku hlýtur að vera mönnum umhugsunarefni þegar horft er á orkuskort eftir þrjú ár. – Hér munu kallast á sættir og festa. Vonandi flytur ráðherrann líka góðar fréttir hér.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar