Bjargaði nýbornum lambhrúti í Meðallandi Jakob Bjarnar skrifar 9. júlí 2019 10:13 Edda Björk hreinsaði lambið en vit þess voru full af sandi, nuddaði og blé og kom því á fætur. „Þetta var mikil lífsreynsla. Ég átti ekki von á því að það væri verið að bera á þessum tíma. En, það var voðalega gaman að ná honum í gang,“ segir Edda Björg Arnardóttir framkvæmdastjóri í samtali við Vísi. Hún og fjölskylda hennar, maður og börn, talsverðum ævintýrum um helgina. Þau voru að ferðast um Suðurland í einstaklega góðu veðri. Fjölskyldan var að keyra í Meðallandi í Skaftafellssýslu og voru á leið þar niður í fjöru. Þau voru að fara um fáfarna slóð þegar þau keyrðu fram á nýborið lamb. Og hin nýborna var á hlaupum í burtu.Lambhrúturinn svo gott sem hættur að anda „Það var eins og lambið væri dautt,“ segir Edda Björk en um var að ræða lambhrút, fremur stóran. „Hann andaði varla þegar við komum að honum. Munnur og nef voru full af sandi og við vorum heillengi að hreinsa upp úr honum greyinu.“ Edda Björk tók til við að nudda lambhrútinn og henni til mikillar ánægju tók lambið við sér. „Sá stutti var óttalega líflítill en eftir hreinsun, nudd og blástur tók hann að hressast og það var innilega gaman að sjá hann standa upp eftir langar 15 mínútur,“ segir Edda. Hún telur að kindin hafi jafnvel talið lamb sitt dautt. Hún bar svo öðru lambi, talsvert minni gimbur. Hún var ljónstygg að sögn Eddu Bjargar en þeim tókst þó að koma lambinu til hennar.Hólpinn fram til hausts „Dásamlegt þegar hann svo fékk sér að drekka þá var ég viss um að hann væri hólpinn, jú allavega fram að hausti.“Stór stund. Lambhrúturinn, sem hafi verið sem dauður, kominn á fætur.Edda Björk náði að setja sig í samband við bóndann, eiganda kindarinnar, Sigursvein Guðjónsson á Lyngum í Meðallandi. Hann var við heyskap langt frá en sendi son sinn á vettvang sem hafði svo auga með framvindu mála. Edda Björk segist hafa imprað á því við bóndann að kannski væri vert, fyrst um svo síðborinn hrút væri að ræða, að honum yrði gefið líf í haust. Ævintýrum dagsins var ekki þar með lokið hjá Eddu Björk og fjölskyldu. Eins og áður sagði voru þau að fara niður að fjöru þarna í Meðallandinu eftir afar fáförnum slóða og þar komu þau að þýskum konum sem voru fastar í sandinum. Þær voru ekki á fjórhjóladrifnum bíl. Þau voru ekki með kaðal til að kippa í bílinn nema, þá kemur allt í einu kona gangandi eftir sandinum. Bíll hennar var rafmagnslaus þar steinsnar frá. „Hún var hins vegar með reipi. Við fórum og gáfum henni start og svo drógum við þessar yndislegu þýsku konur öfugar uppúr sandinum þar sem þær voru pikkfastar. Ótrúlegur dagur og fyndið að lenda í þessu öllu þarna á sama tíma.“ Dýr Landbúnaður Skaftárhreppur Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Innviðaráðherra á von á barni Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira
„Þetta var mikil lífsreynsla. Ég átti ekki von á því að það væri verið að bera á þessum tíma. En, það var voðalega gaman að ná honum í gang,“ segir Edda Björg Arnardóttir framkvæmdastjóri í samtali við Vísi. Hún og fjölskylda hennar, maður og börn, talsverðum ævintýrum um helgina. Þau voru að ferðast um Suðurland í einstaklega góðu veðri. Fjölskyldan var að keyra í Meðallandi í Skaftafellssýslu og voru á leið þar niður í fjöru. Þau voru að fara um fáfarna slóð þegar þau keyrðu fram á nýborið lamb. Og hin nýborna var á hlaupum í burtu.Lambhrúturinn svo gott sem hættur að anda „Það var eins og lambið væri dautt,“ segir Edda Björk en um var að ræða lambhrút, fremur stóran. „Hann andaði varla þegar við komum að honum. Munnur og nef voru full af sandi og við vorum heillengi að hreinsa upp úr honum greyinu.“ Edda Björk tók til við að nudda lambhrútinn og henni til mikillar ánægju tók lambið við sér. „Sá stutti var óttalega líflítill en eftir hreinsun, nudd og blástur tók hann að hressast og það var innilega gaman að sjá hann standa upp eftir langar 15 mínútur,“ segir Edda. Hún telur að kindin hafi jafnvel talið lamb sitt dautt. Hún bar svo öðru lambi, talsvert minni gimbur. Hún var ljónstygg að sögn Eddu Bjargar en þeim tókst þó að koma lambinu til hennar.Hólpinn fram til hausts „Dásamlegt þegar hann svo fékk sér að drekka þá var ég viss um að hann væri hólpinn, jú allavega fram að hausti.“Stór stund. Lambhrúturinn, sem hafi verið sem dauður, kominn á fætur.Edda Björk náði að setja sig í samband við bóndann, eiganda kindarinnar, Sigursvein Guðjónsson á Lyngum í Meðallandi. Hann var við heyskap langt frá en sendi son sinn á vettvang sem hafði svo auga með framvindu mála. Edda Björk segist hafa imprað á því við bóndann að kannski væri vert, fyrst um svo síðborinn hrút væri að ræða, að honum yrði gefið líf í haust. Ævintýrum dagsins var ekki þar með lokið hjá Eddu Björk og fjölskyldu. Eins og áður sagði voru þau að fara niður að fjöru þarna í Meðallandinu eftir afar fáförnum slóða og þar komu þau að þýskum konum sem voru fastar í sandinum. Þær voru ekki á fjórhjóladrifnum bíl. Þau voru ekki með kaðal til að kippa í bílinn nema, þá kemur allt í einu kona gangandi eftir sandinum. Bíll hennar var rafmagnslaus þar steinsnar frá. „Hún var hins vegar með reipi. Við fórum og gáfum henni start og svo drógum við þessar yndislegu þýsku konur öfugar uppúr sandinum þar sem þær voru pikkfastar. Ótrúlegur dagur og fyndið að lenda í þessu öllu þarna á sama tíma.“
Dýr Landbúnaður Skaftárhreppur Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Innviðaráðherra á von á barni Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning