Ragna Lóa leitaði í reynslubanka Olgu Færseth fyrir sigurinn gegn Stjörnunni Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 9. júlí 2019 21:39 Ragna Lóa ásamt Gísla aðstoðarmanni sínum á hliðarlínunni í kvöld. vísir/daníel þór KR vann í kvöld 1-0 sigur á Stjörnunni í 9. umferð Pepsi-Max deild kvenna. KR skipti um þjálfara á milli umferða svo þetta var fyrst leikur Rögnu Lóu Stefánsdóttur sem aðalþjálfara KR. Ragna Lóa var aðstoðarþjálfari þar á undan en Bojana Becic steig til hliðar fyrr í vikunni. „Það kom ekkert annað til greina en að vinna. Við vorum alltaf ákveðnar í því að labba héðan frá þessum velli með 3 stig. Þetta er okkar heimavöllur og við teljum okkur vera sterkar á honum,” sagði Ragna Lóa Stefánsdóttir bráðabirgðaþjálfari KR eftir leik kvöldsins aðspurð hvort eitthvað annað en sigur hafi komið til greina í kvöld. Grace Maher kom KR yfir með marki á 90. mínútu. KR voru búnar að banka á dyrnar allan seinni hálfleikinn og sást vel hversu mikla ánægju KR höfðu af því að skora. „Tilfinningin var bara stórkostleg. Til þess að vinna leik þá þarf að skora og það hefur háð okkur í sumar svo þetta var mjög sætt.” „Ég tel að við höfum verið sterkari aðilinn í þessum leik. Það hefur háð okkur að við höfum ekki skorað nóg. Vonandi verður bara breyting á því og þetta er upphafið á einhvejru betra.” Ragna Lóa þjálfaði sinn fyrsta og mögulega seinasta leik í bili fyrir KR í kvöld. Bojana Becic steig til hliðar í síðustu viku og Ragna kom inn fyrir hana. „Undirbúningurinn var náttúrulega dálítið skrautlegur. Þjálfarinn okkar steig til hliðar en stelpurnar voru ákveðnar að stíga upp. Þær gerðu það í dag. Þær sýndu stórkostlega karakter og gáfust aldrei upp.” Ragna var ekki tilbúin að segja hver yrði næsti þjálfari KR en undirstrikaði það hinsvegar að hún er bráðabirgðaþjálfari eins og staðan er í dag. „Ég er svona bráðabirgðaþjálfari, það kemur nýr þjálfari inn á næstu dögum. Þá verðum við bara ennþá sterkari.” „Það er ekki orðið ljóst ennþá. Það eru einhver nöfn í sigtinu en vonandi verður það bara einhver frábær þjálfari.” Þjálfaraskipti geta stundum riðlað í skipulagi hjá liðum en það var ekki þannig hjá KR í kvöld. Ragna leitaði til fótboltasnillings til að undirbúa liðið fyrir leik kvöldsins. „Undirbúningurinn hjá mér gekk ágætlega. Ég verð nú að segja það að ég var að ræða við hana Olgu Færseth, hina fótboltakonu. Hún sagði mér að hætta þessu væli og skipta bara í tvö lið. Leyfa þeim að spila og fá leikgleðina aftur. Ég held að við gerum það bara það sem eftir er sumars, spilum bara, förum í reit og höfum bara gaman.” Fylgdir þú eftir þessari nálgun sem Olga lagði til? „Af sjálfsögðu, það á alltaf að hafa gaman í fótbolta. Það skilaði sér líka í leiknum.” Olga Færseth er ein besta íþróttakona sem Ísland hefur alið. Olga varð til að mynda fjórum sinnum Íslandsmeistari með KR í fótbolta. Auk þess að vera landsliðskona í fótbolta var hún landsliðskona í körfubolta. Olga spilaði 54 landsleiki fyrir Ísland og skoraði í þeim 14 mörk. „Olga Fersæth lagði bara upp leikkerfið fyrir þennan leik.” Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Kristján staðfestir að Stjarnan fær tvo nýja leikmenn Stjarnan er farið á markaðinn enda ekki búið að skora mark í deild þeirra bestu síðan 22. maí. 9. júlí 2019 21:34 Leik lokið : KR - Stjarnan 1-0 | KR vann fyrsta leikinn með nýjum þjálfara Stjarnan eru ekki búnar að skora í deildinni síðan 22. maí. 9. júlí 2019 23:30 Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Sjá meira
KR vann í kvöld 1-0 sigur á Stjörnunni í 9. umferð Pepsi-Max deild kvenna. KR skipti um þjálfara á milli umferða svo þetta var fyrst leikur Rögnu Lóu Stefánsdóttur sem aðalþjálfara KR. Ragna Lóa var aðstoðarþjálfari þar á undan en Bojana Becic steig til hliðar fyrr í vikunni. „Það kom ekkert annað til greina en að vinna. Við vorum alltaf ákveðnar í því að labba héðan frá þessum velli með 3 stig. Þetta er okkar heimavöllur og við teljum okkur vera sterkar á honum,” sagði Ragna Lóa Stefánsdóttir bráðabirgðaþjálfari KR eftir leik kvöldsins aðspurð hvort eitthvað annað en sigur hafi komið til greina í kvöld. Grace Maher kom KR yfir með marki á 90. mínútu. KR voru búnar að banka á dyrnar allan seinni hálfleikinn og sást vel hversu mikla ánægju KR höfðu af því að skora. „Tilfinningin var bara stórkostleg. Til þess að vinna leik þá þarf að skora og það hefur háð okkur í sumar svo þetta var mjög sætt.” „Ég tel að við höfum verið sterkari aðilinn í þessum leik. Það hefur háð okkur að við höfum ekki skorað nóg. Vonandi verður bara breyting á því og þetta er upphafið á einhvejru betra.” Ragna Lóa þjálfaði sinn fyrsta og mögulega seinasta leik í bili fyrir KR í kvöld. Bojana Becic steig til hliðar í síðustu viku og Ragna kom inn fyrir hana. „Undirbúningurinn var náttúrulega dálítið skrautlegur. Þjálfarinn okkar steig til hliðar en stelpurnar voru ákveðnar að stíga upp. Þær gerðu það í dag. Þær sýndu stórkostlega karakter og gáfust aldrei upp.” Ragna var ekki tilbúin að segja hver yrði næsti þjálfari KR en undirstrikaði það hinsvegar að hún er bráðabirgðaþjálfari eins og staðan er í dag. „Ég er svona bráðabirgðaþjálfari, það kemur nýr þjálfari inn á næstu dögum. Þá verðum við bara ennþá sterkari.” „Það er ekki orðið ljóst ennþá. Það eru einhver nöfn í sigtinu en vonandi verður það bara einhver frábær þjálfari.” Þjálfaraskipti geta stundum riðlað í skipulagi hjá liðum en það var ekki þannig hjá KR í kvöld. Ragna leitaði til fótboltasnillings til að undirbúa liðið fyrir leik kvöldsins. „Undirbúningurinn hjá mér gekk ágætlega. Ég verð nú að segja það að ég var að ræða við hana Olgu Færseth, hina fótboltakonu. Hún sagði mér að hætta þessu væli og skipta bara í tvö lið. Leyfa þeim að spila og fá leikgleðina aftur. Ég held að við gerum það bara það sem eftir er sumars, spilum bara, förum í reit og höfum bara gaman.” Fylgdir þú eftir þessari nálgun sem Olga lagði til? „Af sjálfsögðu, það á alltaf að hafa gaman í fótbolta. Það skilaði sér líka í leiknum.” Olga Færseth er ein besta íþróttakona sem Ísland hefur alið. Olga varð til að mynda fjórum sinnum Íslandsmeistari með KR í fótbolta. Auk þess að vera landsliðskona í fótbolta var hún landsliðskona í körfubolta. Olga spilaði 54 landsleiki fyrir Ísland og skoraði í þeim 14 mörk. „Olga Fersæth lagði bara upp leikkerfið fyrir þennan leik.”
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Kristján staðfestir að Stjarnan fær tvo nýja leikmenn Stjarnan er farið á markaðinn enda ekki búið að skora mark í deild þeirra bestu síðan 22. maí. 9. júlí 2019 21:34 Leik lokið : KR - Stjarnan 1-0 | KR vann fyrsta leikinn með nýjum þjálfara Stjarnan eru ekki búnar að skora í deildinni síðan 22. maí. 9. júlí 2019 23:30 Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Sjá meira
Kristján staðfestir að Stjarnan fær tvo nýja leikmenn Stjarnan er farið á markaðinn enda ekki búið að skora mark í deild þeirra bestu síðan 22. maí. 9. júlí 2019 21:34
Leik lokið : KR - Stjarnan 1-0 | KR vann fyrsta leikinn með nýjum þjálfara Stjarnan eru ekki búnar að skora í deildinni síðan 22. maí. 9. júlí 2019 23:30