Áætluð skattsvik yfir þriggja ára tímabil um 80 milljarðar á ári Sylvía Hall skrifar 30. júní 2019 14:47 Alþingi hefur þegar stigið nokkur skref til að efla skattaeftirlit en stigin verða fleiri skref á komandi árum. Vísir/Getty Erfitt er að áætla umfang skattsvika hér á landi en áætlað er að skattsvik á tímabilinu 2010 til 2013 hafi numið um 80 milljörðum króna á ári. Fjármálaáætlun til ársins 2023 er gert ráð fyrir hertari aðgerðum á sviði skattaskila sem gætu skilað um einum milljarði í ríkissjóð frá árinu 2020. Allt eru þetta upplýsingar sem koma fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, við fyrirspurn Þorsteins Sæmundssonar, þingmanns Miðflokksins, sem birt er á vef Alþingis. Fyrirspurn Þorsteins lýtur að skattaundanskotum almennt. Í svari Bjarna kemur meðal annars fram að eðli málsins samkvæmt liggi ekki fyrir greinagóð gögn um skattaundanskot en í febrúar 2017 var starfshópi falið að greina umfang og áhrif skattundanskota og skattsvika. Í úttekt hópsins kom fram að skattaundanskot á árunum 2010 til 2013 gætu hafa numið um 80 milljörðum króna. Í svarinu kemur fram að stigin hafa verið ýmis skref til að koma í veg fyrir skattaundanskot. Í fjármálaáætlun fyrir árin 2019–2023 er lögð áhersla á að uppræta undanskot og svik í skattkerfinu bæði með verkefnum innanlands og alþjóðlegu samstarfi. Þar kemur fram að unnið verður að því að innleiða aukna ábyrgð í samráði við aðila á innlendum vinnumarkaði með fræðslu og leiðbeiningum, skýrum reglum, eftirliti og skattrannsóknum. Alþingi hefur þegar stigið nokkur skref til að efla skattaeftirlit en stigin verða fleiri skref á komandi árum. Horft verður til þess að aukin hlutdeild tölvutækni, þ.m.t. gervigreindar, og stafrænna lausna muni auðvelda stjórnvöldum að framkvæma skattheimtuna. Þá kemur fram í svari Bjarna til Þorsteins að ef vel tekst til við að herða aðgerðir á sviði skattaskila gæti það skilað ríkissjóði um einum milljarði króna á ári eftir árið 2020. Alþingi Efnahagsmál Skattar og tollar Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Erfitt er að áætla umfang skattsvika hér á landi en áætlað er að skattsvik á tímabilinu 2010 til 2013 hafi numið um 80 milljörðum króna á ári. Fjármálaáætlun til ársins 2023 er gert ráð fyrir hertari aðgerðum á sviði skattaskila sem gætu skilað um einum milljarði í ríkissjóð frá árinu 2020. Allt eru þetta upplýsingar sem koma fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, við fyrirspurn Þorsteins Sæmundssonar, þingmanns Miðflokksins, sem birt er á vef Alþingis. Fyrirspurn Þorsteins lýtur að skattaundanskotum almennt. Í svari Bjarna kemur meðal annars fram að eðli málsins samkvæmt liggi ekki fyrir greinagóð gögn um skattaundanskot en í febrúar 2017 var starfshópi falið að greina umfang og áhrif skattundanskota og skattsvika. Í úttekt hópsins kom fram að skattaundanskot á árunum 2010 til 2013 gætu hafa numið um 80 milljörðum króna. Í svarinu kemur fram að stigin hafa verið ýmis skref til að koma í veg fyrir skattaundanskot. Í fjármálaáætlun fyrir árin 2019–2023 er lögð áhersla á að uppræta undanskot og svik í skattkerfinu bæði með verkefnum innanlands og alþjóðlegu samstarfi. Þar kemur fram að unnið verður að því að innleiða aukna ábyrgð í samráði við aðila á innlendum vinnumarkaði með fræðslu og leiðbeiningum, skýrum reglum, eftirliti og skattrannsóknum. Alþingi hefur þegar stigið nokkur skref til að efla skattaeftirlit en stigin verða fleiri skref á komandi árum. Horft verður til þess að aukin hlutdeild tölvutækni, þ.m.t. gervigreindar, og stafrænna lausna muni auðvelda stjórnvöldum að framkvæma skattheimtuna. Þá kemur fram í svari Bjarna til Þorsteins að ef vel tekst til við að herða aðgerðir á sviði skattaskila gæti það skilað ríkissjóði um einum milljarði króna á ári eftir árið 2020.
Alþingi Efnahagsmál Skattar og tollar Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira