Spænska „hjörðin“ dæmd fyrir hópnauðgun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. júní 2019 14:45 José Ángel Prenda og Alfonso Jesús Cabezuelo sjást hér koma fyrir rétt í dag. vísir/getty Hæstiréttur Spánar hefur dæmt fimm spænska menn, sem ganga undir nafninu „Hjörðin“ eða „La Manada“, í fimmtán ára fangelsi fyrir hópnauðgun. Rétturinn snýr þannig við vægari dómum neðri dómstiga í landinu sem höfðu ekki fundið mennina seka um nauðgun heldur kynferðisbrot. Mennirnir heita José Ángel Prenda, Jesús Escudero, Alfonso Jesús Cabezuelo, Antonio Manuel Guerrero og Ángel Boza. Í apríl í fyrra voru þeir dæmdir í níu ára fangelsi í undirrétti í Navarra. Voru þeir dæmdir fyrir kynferðisbrot en ekki fyrir alvarlegra kynferðisofbeldi þar sem dómurinn taldi ekki sannað að mennirnir hefðu beitt konuna ofbeldi eða ógnað henni þó þeir hefðu misnotað hana.Ekkert samþykki og í mjög ógnvekjandi aðstæðum Þessi dómur undirréttarins er að mati hæstaréttar Spánar rangur. Rétturinn telur sannað að konan hafi ekki veitt samþykki sitt fyrir samræði við mennina heldur hafi hún verið í mjög ógnvekjandi aðstæðum. Þá voru aðstæðurnar sérstaklega ógnvekjandi þar sem mennirnir voru fleiri en tveir. Nauðgunin átti sér stað í júlí 2016 í borginni Pamplona þegar árlegt nautahlaup sem haldið er þar fór fram. Mennirnir drógu konuna, sem þá var 18 ára gömul, inn í anddyri íbúðahúss þar sem þeir klæddu hana úr og brutu gegn henni. Þá stal einn mannanna símanum hennar og bætast tvö ár við refsingu hans vegna þjófnaðarins. Sumir af mönnunum tóku glæpinn upp á myndband og sendu það svo sín á milli í WhatsApp-hópnum „La Manada“. Myndbandið var síðan eitt aðalsönnunargagnið í málinu. Mennirnir fimm eru nú í haldi lögreglu þar sem óttast var að þeir myndu flýja í kjölfar dómsins en þeir hafa þar til nú gengið lausir. Málið vakið mikla hneykslun ekki bara á Spáni heldur víða um heim. Konur mótmæltu þeim vægu dómum sem mennirnir hlutu á lægri dómstigum og þá var þeim spænsku lögum sem sneru að nauðgun breytt vegna málsins. Nánar má lesa um dóminn á vef BBC og á vef El País. Spánn Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Fleiri fréttir Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Sjá meira
Hæstiréttur Spánar hefur dæmt fimm spænska menn, sem ganga undir nafninu „Hjörðin“ eða „La Manada“, í fimmtán ára fangelsi fyrir hópnauðgun. Rétturinn snýr þannig við vægari dómum neðri dómstiga í landinu sem höfðu ekki fundið mennina seka um nauðgun heldur kynferðisbrot. Mennirnir heita José Ángel Prenda, Jesús Escudero, Alfonso Jesús Cabezuelo, Antonio Manuel Guerrero og Ángel Boza. Í apríl í fyrra voru þeir dæmdir í níu ára fangelsi í undirrétti í Navarra. Voru þeir dæmdir fyrir kynferðisbrot en ekki fyrir alvarlegra kynferðisofbeldi þar sem dómurinn taldi ekki sannað að mennirnir hefðu beitt konuna ofbeldi eða ógnað henni þó þeir hefðu misnotað hana.Ekkert samþykki og í mjög ógnvekjandi aðstæðum Þessi dómur undirréttarins er að mati hæstaréttar Spánar rangur. Rétturinn telur sannað að konan hafi ekki veitt samþykki sitt fyrir samræði við mennina heldur hafi hún verið í mjög ógnvekjandi aðstæðum. Þá voru aðstæðurnar sérstaklega ógnvekjandi þar sem mennirnir voru fleiri en tveir. Nauðgunin átti sér stað í júlí 2016 í borginni Pamplona þegar árlegt nautahlaup sem haldið er þar fór fram. Mennirnir drógu konuna, sem þá var 18 ára gömul, inn í anddyri íbúðahúss þar sem þeir klæddu hana úr og brutu gegn henni. Þá stal einn mannanna símanum hennar og bætast tvö ár við refsingu hans vegna þjófnaðarins. Sumir af mönnunum tóku glæpinn upp á myndband og sendu það svo sín á milli í WhatsApp-hópnum „La Manada“. Myndbandið var síðan eitt aðalsönnunargagnið í málinu. Mennirnir fimm eru nú í haldi lögreglu þar sem óttast var að þeir myndu flýja í kjölfar dómsins en þeir hafa þar til nú gengið lausir. Málið vakið mikla hneykslun ekki bara á Spáni heldur víða um heim. Konur mótmæltu þeim vægu dómum sem mennirnir hlutu á lægri dómstigum og þá var þeim spænsku lögum sem sneru að nauðgun breytt vegna málsins. Nánar má lesa um dóminn á vef BBC og á vef El País.
Spánn Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Fleiri fréttir Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Sjá meira