Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Fylkir 5-1 | Stjarnan skein í Garðabæ Þór Símon Hafþórsson skrifar 23. júní 2019 19:15 Hilmar Árni skoraði tvö síðustu mörk Stjörnunnar. vísir/bára Stjarnan fékk Fylki í heimsókn í dag í 10. umferð Pepsi Max deildar karla. Skýað var í Garðabænum en ekki mikill vindur og topp aðstæður fyrir fótbolta. Leikurinn fór hægt af stað og voru gestirnir töluvert líklegri til afreka en heimamenn. Fyrsta alvöru atvik leiksins var þó af hinu allra verstu sort er Þórarinn Ingi meiddist á hné eftir 12 mínútna leik og virtust meiðslin vera alvarleg en sjúkrabíll sótti hann um miðbik fyrri hálfleiks. En áfram hélt leikurinn og það var á 28. mínútu sem fyrsta mark leiksins kom. Ævar Ingi geystist þá upp hægri kantinn og setti fasta fyrirgjöf inn í teig sem einn leikmaður úr hvoru liði missti af áður en Sölvi Snær var réttur maður á réttum stað og skoraði. Aron Snær í marki Fylkis hefði líklega átt að gera betur en hann hreinlega missti boltann inn. Fylkir gaf honum þó ágætis sárabót nokkrum sekúndum síðar er jöfnunarmarkið kom. Ekki var það leikmaður í appelsínugulu sem setti boltann yfir línuna heldur rak Jósef hælin óvart í boltann og yfir línuna fór hann. Staðan 1-1 í hálfleik og Fylkir líklega á því að þeir hefðu átt og getað að vera með forystu. Það var hinsvegar ekki að sjá í seinni hálfleik að Fylkir hefði verið betra liðið í fyrri hálfleik. Stjarnan gjörsamlega valtaði yfir Fylki í seinni hálfleik en Ævar Ingi Jónsson kom Stjörnunni í 2-1 áður en Alex Þór Hauksson skoraði eitt af mörkum sumarsins tuttugu mínútum fyrir leikslok er hann smellti boltanum í samskeytin af 25 metra færi. Hilmar Árni bætti við tveimur mörkum í restina og var það seinna einkar fallegt er hann fíflaði Aron í marki Fylkis áður en hann smellti boltanum í netið. Hann var svo rólegur að það var engu líkara en að blóðið rynni varla í æðum hans.Afhverju vann Stjarnan?Ef þú hefðir sagt mér í hálfleik að Stjarnan myndi vinna þennan leik 5-1 þá hefði ég hlæjandi tekið því veðmáli. Stjörnumenn spiluðu líkt og þeir hefðu verið hoppandi á öllum tónleikum Solstice undanfarna daga. Fylkir var betra liðið í hálfleik en Það var líkt og Stjarnan hefði vaknað af löngum svefni í þeim seinni því þá loksins, í fyrsta sinn í dágóðan tíma, þekkti maður til liðsins. Þeir spiluðu frábæran sóknarbolta og voru grimmir á boltanum. Megi þetta halda áfram því svona viljum við hafa Stjörnuna.Hverjir stóðu upp úr?Alex Þór Hauksson var frábær á miðjunni og kórónaði þá frammistöðu með einu af mörkum sumarsins. Hilmar Árni var einnig frábær, eins og alltaf, en hann skoraði tvö mörk, það fyrra eftir frábæra sókn og það seinna eftir frábæra takta. Einnig fannst mér Daníel Laxdal koma sterkur inn í leikinn en hann kom inn á 64. mínútu og ætlaði sér augljóslega að sýna hversu megnugur hann er. Hann var grimmur og klókur á boltanum. Hann mætti kannski spila eilítið meira fyrir Stjörnuna það sem eftir lifir sumars en hann hefur gert til þessa. Hvað gekk illa?Fylkir féll saman síðustu 20 mínútur leiksins en fram að því fannst mér frammistaða liðsins bara fín. Fylkir var betra liðið í fyrri hálfleik en þó án þess að skapa mikið af opnum færum. Þeir hefðu mátt og getað verið yfir í hálfleik en það var alls ekkert eitthvað kraftaverk að Stjarnan hefði einungis fengið eitt mark á sig. Færin hjá Fylki voru u.þ.b. einmitt upp á sirka eitt mark. Hvað gerist næst?Stjarnan heimsækir Eyjamenn í næstu umferð Pepsi Max deildarinnar en Fylkir mætir Breiðablik í Mjólkurbikarnum 27. júní. Alex Þór skoraði fallegt mark í dag.vísir/báraAlex Þór: Verð að gefa Hilmari Árna smá kredit „Við erum allir fáránlega ánægðir. Það var mikill fögnuður enda kominn tími á sannfærandi sigur og að gera Samsung völlinn að því vígi sem hann á að vera. Hér viljum við vinna alla leiki,“ sagði kátur Alex Þór Hauksson, leikmaður Stjörnunnar, eftir 5-1 sigur liðsins á Fylki. Sigurinn var kærkominn enda hefur Stjarnan gengið erfiðlega að safna stigum upp á síðkastið. „Það hefur verið smá basl á okkur í seinni hálfleik leikja. Við ákváðum að vera rólegir, halda skipulagi, hafa trú á okkur og þora að vera við sjálfir í sóknarleiknum og það skilaði sér í dag,“ sagði Alex sem skoraði stórkostlegt mark með þrumuskoti sem endaði í samskeytunum af 25 metra færi. „Það var mjög sætt að sjá hann inni. Ég verð að gefa Hilmari Árna smá kredit fyrir þetta. Höfum verið að taka auka skotæfingar í vetur og það er byrjað að skila sér,“ sagði Alex en aðspurður hvort að Hilmar fái ekki nú þegar nóg af kredit tók Alex undir það. „Hann hefur ekki gott að þessu. Það verður ekki hægt að tala við hann í heila viku ef við höldum áfram að hrósa honum svona mikið. Hann verður aðeins að fara að koma sér á jörðina,“ sagði skelli hlægjandi Alex.Helgi sagði óásættanlegt hvernig Fylkismenn brotnuðu niður í seinni hálfleik.vísir/daníel þórHelgi Sigurðsson: Ekki Fylki sæmandiHelgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, var að vonum ekki ánægður í leikslok eftir 5-1 tap hans manna gegn Stjörnunni. „Við vorum miklu betri aðilinn í fyrstu 45 mínúturnar og alveg með ólíkindum að staðan hafi bara verið 1-1 í hálfleik. Síðan skora þeir annað markið og við missum hausinn,“ sagði Helgi sem segir síðustu mínúturnar ekki hafa verið Fylki sæmandi. „Við byrjum að missa stöður á vellinum og þeir komast á lagið og keyra yfir okkur í lokin sem er óafsakanlegt fyrir Fylki. Alls ekki nógu gott,“ sagði Helgi og hélt áfram. „Það var alveg sama hvar við vorum á vellinum undir lokin. Við gáfumst hreinlega upp og það er ekki Fylki sæmandi.“Rúnar Páll var ánægður með seinni hálfleikinn hjá sínum mönnum.vísir/báraRúnar: Sjáum úr hverju menn eru gerðir í mótlætiRúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var sáttur með sína menn eftir sigur dagsins á Fylki. „Þetta var fram og til baka í fyrri hálfleik og við láum kannski full aftarlega. Þeir voru að fá of mikið pláss og við ræddum það í hálfleik og löguðum það svo,“ sagði Rúnar en Fylkir var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en Stjarnan snéri því við í þeim seinni. Stjarnan hefur ekki átt gott sumar til þessa og segir Rúnar að þegar illa gengur þurfa menn að stíga upp. „Þegar þú vinnur leiki þá er gaman. Við fáum líka að sjá úr hverju menn eru gerðir þegar þeir lenda í mótlæti. Við gerðum það vel í dag,“ sagði Rúnar. Þórarinn Ingi Valdimarsson, leikmaður Stjörnunnar, meiddist í leiknum og virðast meiðslin við fyrstu sýn alvarleg. „Hann meiddist eitthvað á hné. Hvað nákvæmlega eða hversu alvarleg meiðslin eru vitum við ekki í augnablikinu. Við tökum stöðuna eftir að við heyrum hvað læknarnir hafa að segja.“Ólafur Ingi lék allan leikinn í dag.vísir/daníel þórÓlafur Ingi: Ekkert að pæla í markatölu„Það eru bara stigin þrjú sem við náum ekki en ætluðum að taka sem skipta máli. Við erum ekkert að pæla mikið í einhverri markatölu,“ sagði Ólafur Ingi Skúlason, fyrirliði Fylkis, eftir tapið í dag. „Við vorum miklu betri í fyrri hálfleik. Gerðum tvö mistök sem gáfu þeim orku og trú en þess utan fór leikurinn fram á þeirra vallarhelming og við áttum að vera yfir í hálfleik,“ sagði Ólafur. Hann segir þetta tap ekki koma til með að hafa einhver varanleg áhrif á hugarástand leikmanna. „Höfum verið á fínu skriði og spiluðum vel gegn þeim síðast þannig við mætum fullir sjálfstraust í þann leik. Við viljum fara eins langt og mögulegt er í bikarnum.“ Pepsi Max-deild karla
Stjarnan fékk Fylki í heimsókn í dag í 10. umferð Pepsi Max deildar karla. Skýað var í Garðabænum en ekki mikill vindur og topp aðstæður fyrir fótbolta. Leikurinn fór hægt af stað og voru gestirnir töluvert líklegri til afreka en heimamenn. Fyrsta alvöru atvik leiksins var þó af hinu allra verstu sort er Þórarinn Ingi meiddist á hné eftir 12 mínútna leik og virtust meiðslin vera alvarleg en sjúkrabíll sótti hann um miðbik fyrri hálfleiks. En áfram hélt leikurinn og það var á 28. mínútu sem fyrsta mark leiksins kom. Ævar Ingi geystist þá upp hægri kantinn og setti fasta fyrirgjöf inn í teig sem einn leikmaður úr hvoru liði missti af áður en Sölvi Snær var réttur maður á réttum stað og skoraði. Aron Snær í marki Fylkis hefði líklega átt að gera betur en hann hreinlega missti boltann inn. Fylkir gaf honum þó ágætis sárabót nokkrum sekúndum síðar er jöfnunarmarkið kom. Ekki var það leikmaður í appelsínugulu sem setti boltann yfir línuna heldur rak Jósef hælin óvart í boltann og yfir línuna fór hann. Staðan 1-1 í hálfleik og Fylkir líklega á því að þeir hefðu átt og getað að vera með forystu. Það var hinsvegar ekki að sjá í seinni hálfleik að Fylkir hefði verið betra liðið í fyrri hálfleik. Stjarnan gjörsamlega valtaði yfir Fylki í seinni hálfleik en Ævar Ingi Jónsson kom Stjörnunni í 2-1 áður en Alex Þór Hauksson skoraði eitt af mörkum sumarsins tuttugu mínútum fyrir leikslok er hann smellti boltanum í samskeytin af 25 metra færi. Hilmar Árni bætti við tveimur mörkum í restina og var það seinna einkar fallegt er hann fíflaði Aron í marki Fylkis áður en hann smellti boltanum í netið. Hann var svo rólegur að það var engu líkara en að blóðið rynni varla í æðum hans.Afhverju vann Stjarnan?Ef þú hefðir sagt mér í hálfleik að Stjarnan myndi vinna þennan leik 5-1 þá hefði ég hlæjandi tekið því veðmáli. Stjörnumenn spiluðu líkt og þeir hefðu verið hoppandi á öllum tónleikum Solstice undanfarna daga. Fylkir var betra liðið í hálfleik en Það var líkt og Stjarnan hefði vaknað af löngum svefni í þeim seinni því þá loksins, í fyrsta sinn í dágóðan tíma, þekkti maður til liðsins. Þeir spiluðu frábæran sóknarbolta og voru grimmir á boltanum. Megi þetta halda áfram því svona viljum við hafa Stjörnuna.Hverjir stóðu upp úr?Alex Þór Hauksson var frábær á miðjunni og kórónaði þá frammistöðu með einu af mörkum sumarsins. Hilmar Árni var einnig frábær, eins og alltaf, en hann skoraði tvö mörk, það fyrra eftir frábæra sókn og það seinna eftir frábæra takta. Einnig fannst mér Daníel Laxdal koma sterkur inn í leikinn en hann kom inn á 64. mínútu og ætlaði sér augljóslega að sýna hversu megnugur hann er. Hann var grimmur og klókur á boltanum. Hann mætti kannski spila eilítið meira fyrir Stjörnuna það sem eftir lifir sumars en hann hefur gert til þessa. Hvað gekk illa?Fylkir féll saman síðustu 20 mínútur leiksins en fram að því fannst mér frammistaða liðsins bara fín. Fylkir var betra liðið í fyrri hálfleik en þó án þess að skapa mikið af opnum færum. Þeir hefðu mátt og getað verið yfir í hálfleik en það var alls ekkert eitthvað kraftaverk að Stjarnan hefði einungis fengið eitt mark á sig. Færin hjá Fylki voru u.þ.b. einmitt upp á sirka eitt mark. Hvað gerist næst?Stjarnan heimsækir Eyjamenn í næstu umferð Pepsi Max deildarinnar en Fylkir mætir Breiðablik í Mjólkurbikarnum 27. júní. Alex Þór skoraði fallegt mark í dag.vísir/báraAlex Þór: Verð að gefa Hilmari Árna smá kredit „Við erum allir fáránlega ánægðir. Það var mikill fögnuður enda kominn tími á sannfærandi sigur og að gera Samsung völlinn að því vígi sem hann á að vera. Hér viljum við vinna alla leiki,“ sagði kátur Alex Þór Hauksson, leikmaður Stjörnunnar, eftir 5-1 sigur liðsins á Fylki. Sigurinn var kærkominn enda hefur Stjarnan gengið erfiðlega að safna stigum upp á síðkastið. „Það hefur verið smá basl á okkur í seinni hálfleik leikja. Við ákváðum að vera rólegir, halda skipulagi, hafa trú á okkur og þora að vera við sjálfir í sóknarleiknum og það skilaði sér í dag,“ sagði Alex sem skoraði stórkostlegt mark með þrumuskoti sem endaði í samskeytunum af 25 metra færi. „Það var mjög sætt að sjá hann inni. Ég verð að gefa Hilmari Árna smá kredit fyrir þetta. Höfum verið að taka auka skotæfingar í vetur og það er byrjað að skila sér,“ sagði Alex en aðspurður hvort að Hilmar fái ekki nú þegar nóg af kredit tók Alex undir það. „Hann hefur ekki gott að þessu. Það verður ekki hægt að tala við hann í heila viku ef við höldum áfram að hrósa honum svona mikið. Hann verður aðeins að fara að koma sér á jörðina,“ sagði skelli hlægjandi Alex.Helgi sagði óásættanlegt hvernig Fylkismenn brotnuðu niður í seinni hálfleik.vísir/daníel þórHelgi Sigurðsson: Ekki Fylki sæmandiHelgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, var að vonum ekki ánægður í leikslok eftir 5-1 tap hans manna gegn Stjörnunni. „Við vorum miklu betri aðilinn í fyrstu 45 mínúturnar og alveg með ólíkindum að staðan hafi bara verið 1-1 í hálfleik. Síðan skora þeir annað markið og við missum hausinn,“ sagði Helgi sem segir síðustu mínúturnar ekki hafa verið Fylki sæmandi. „Við byrjum að missa stöður á vellinum og þeir komast á lagið og keyra yfir okkur í lokin sem er óafsakanlegt fyrir Fylki. Alls ekki nógu gott,“ sagði Helgi og hélt áfram. „Það var alveg sama hvar við vorum á vellinum undir lokin. Við gáfumst hreinlega upp og það er ekki Fylki sæmandi.“Rúnar Páll var ánægður með seinni hálfleikinn hjá sínum mönnum.vísir/báraRúnar: Sjáum úr hverju menn eru gerðir í mótlætiRúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var sáttur með sína menn eftir sigur dagsins á Fylki. „Þetta var fram og til baka í fyrri hálfleik og við láum kannski full aftarlega. Þeir voru að fá of mikið pláss og við ræddum það í hálfleik og löguðum það svo,“ sagði Rúnar en Fylkir var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en Stjarnan snéri því við í þeim seinni. Stjarnan hefur ekki átt gott sumar til þessa og segir Rúnar að þegar illa gengur þurfa menn að stíga upp. „Þegar þú vinnur leiki þá er gaman. Við fáum líka að sjá úr hverju menn eru gerðir þegar þeir lenda í mótlæti. Við gerðum það vel í dag,“ sagði Rúnar. Þórarinn Ingi Valdimarsson, leikmaður Stjörnunnar, meiddist í leiknum og virðast meiðslin við fyrstu sýn alvarleg. „Hann meiddist eitthvað á hné. Hvað nákvæmlega eða hversu alvarleg meiðslin eru vitum við ekki í augnablikinu. Við tökum stöðuna eftir að við heyrum hvað læknarnir hafa að segja.“Ólafur Ingi lék allan leikinn í dag.vísir/daníel þórÓlafur Ingi: Ekkert að pæla í markatölu„Það eru bara stigin þrjú sem við náum ekki en ætluðum að taka sem skipta máli. Við erum ekkert að pæla mikið í einhverri markatölu,“ sagði Ólafur Ingi Skúlason, fyrirliði Fylkis, eftir tapið í dag. „Við vorum miklu betri í fyrri hálfleik. Gerðum tvö mistök sem gáfu þeim orku og trú en þess utan fór leikurinn fram á þeirra vallarhelming og við áttum að vera yfir í hálfleik,“ sagði Ólafur. Hann segir þetta tap ekki koma til með að hafa einhver varanleg áhrif á hugarástand leikmanna. „Höfum verið á fínu skriði og spiluðum vel gegn þeim síðast þannig við mætum fullir sjálfstraust í þann leik. Við viljum fara eins langt og mögulegt er í bikarnum.“
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti