„Spila eins lengi og líkaminn leyfir en vil ekki haltra um golfvellina“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. júní 2019 16:54 Kári á blaðamannafundinum í Víkinni í dag. vísir/vilhelm „Tilfinningin er mjög góð. Ég er ánægður að þessu sé lokið og nú get ég einbeitt mér að því að spila fótbolta,“ sagði Kári Árnason í samtali við Henry Birgi Gunnarsson eftir að hann skrifaði undir samning við uppeldisfélagið Víking R. í dag. Samningurinn gildir til loka næsta tímabils. Kári hefur leikið erlendis undanfarin 15 ár en er nú kominn aftur heim í Víking. Landsliðsmaðurinn ætlaði að koma heim eftir HM 2018 en gekk þá til liðs við tyrkneska B-deildarliðið Genclerbirligi. Hann hélt því líka opnu núna að taka eitt tímabil í viðbót erlendis áður en hann kæmi heim. „Mér bauðst að spila fyrir annað lið í Tyrklandi en eitt ár var nóg. Það er ekki fyrir hvern sem er að hanga þarna. Planið var alltaf að koma heim eftir ár,“ sagði Kári. En þurfa stuðningsmenn Víkings að óttast að hann fari aftur erlendis? „Nei, það yrði þá bara hugsanlega eftir tímabilið ef landsliðsþjálfararnir vilja að ég sé að spila fyrir leikina í nóvember. Þá væri hægt að skoða að fara á lán.“Kári hefur leikið 77 landsleiki.vísir/báraKári segir að landsliðsferlinum sé ekki lokið þótt hann sé kominn heim í Pepsi Max-deildina. „Ég ræddi þetta við landsliðsþjálfarana og auðvitað vilja þeir að þú spilir í atvinnumannadeild. En þetta er komið gott af harkinu. Ég vona að þetta komi ekki að sök og ég haldi áfram að spila vel fyrir landsliðið,“ sagði Kári sem ætlar ekkert að hætta á næstunni. „Ég spila eins lengi og líkaminn leyfir og að ég gangi nokkuð heill til skógar eftir ferilinn. Ég vil ekki haltra um golfvellina. Maður vill ekki þurfa að fara í mjaðmaskipti um fertugt,“ sagði Kári sem verður 37 ára í október. Kára líst vel á Víkingsliðið sem er í yngri kantinum. „Þetta er mjög spennandi hópur. Liðið er ungt og skemmtilegt og við erum með hæfileikaríka leikmenn. Ég vona að ég geti hjálpað og þeir hlusti. Þeir geta bætt margt þótt þeir séu efnilegir,“ sagði Kári.Kári og Sölvi hækka meðalaldurinn í Víkingsliðinu.vísir/vilhelmHjá Víkingi hittir hann fyrir Sölva Geir Ottesen en þeir spiluðu saman í Víkingi á árum áður og voru einnig samherjar hjá Djurgården í Svíþjóð og í landsliðinu. „Það er frábært að Sölvi sé hérna. Hann er einn af mínum betri vinum. Við þekkjum hvorn annan inn og út,“ sagði Kári sem fær leikheimild með Víkingi 1. júlí, sama dag og liðið mætir ÍA í Víkinni. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Kári kominn aftur í Víking Kári Árnason skrifaði í dag undir samning við Víking sem gildir til ársloka 2020. 21. júní 2019 15:21 Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Sjá meira
„Tilfinningin er mjög góð. Ég er ánægður að þessu sé lokið og nú get ég einbeitt mér að því að spila fótbolta,“ sagði Kári Árnason í samtali við Henry Birgi Gunnarsson eftir að hann skrifaði undir samning við uppeldisfélagið Víking R. í dag. Samningurinn gildir til loka næsta tímabils. Kári hefur leikið erlendis undanfarin 15 ár en er nú kominn aftur heim í Víking. Landsliðsmaðurinn ætlaði að koma heim eftir HM 2018 en gekk þá til liðs við tyrkneska B-deildarliðið Genclerbirligi. Hann hélt því líka opnu núna að taka eitt tímabil í viðbót erlendis áður en hann kæmi heim. „Mér bauðst að spila fyrir annað lið í Tyrklandi en eitt ár var nóg. Það er ekki fyrir hvern sem er að hanga þarna. Planið var alltaf að koma heim eftir ár,“ sagði Kári. En þurfa stuðningsmenn Víkings að óttast að hann fari aftur erlendis? „Nei, það yrði þá bara hugsanlega eftir tímabilið ef landsliðsþjálfararnir vilja að ég sé að spila fyrir leikina í nóvember. Þá væri hægt að skoða að fara á lán.“Kári hefur leikið 77 landsleiki.vísir/báraKári segir að landsliðsferlinum sé ekki lokið þótt hann sé kominn heim í Pepsi Max-deildina. „Ég ræddi þetta við landsliðsþjálfarana og auðvitað vilja þeir að þú spilir í atvinnumannadeild. En þetta er komið gott af harkinu. Ég vona að þetta komi ekki að sök og ég haldi áfram að spila vel fyrir landsliðið,“ sagði Kári sem ætlar ekkert að hætta á næstunni. „Ég spila eins lengi og líkaminn leyfir og að ég gangi nokkuð heill til skógar eftir ferilinn. Ég vil ekki haltra um golfvellina. Maður vill ekki þurfa að fara í mjaðmaskipti um fertugt,“ sagði Kári sem verður 37 ára í október. Kára líst vel á Víkingsliðið sem er í yngri kantinum. „Þetta er mjög spennandi hópur. Liðið er ungt og skemmtilegt og við erum með hæfileikaríka leikmenn. Ég vona að ég geti hjálpað og þeir hlusti. Þeir geta bætt margt þótt þeir séu efnilegir,“ sagði Kári.Kári og Sölvi hækka meðalaldurinn í Víkingsliðinu.vísir/vilhelmHjá Víkingi hittir hann fyrir Sölva Geir Ottesen en þeir spiluðu saman í Víkingi á árum áður og voru einnig samherjar hjá Djurgården í Svíþjóð og í landsliðinu. „Það er frábært að Sölvi sé hérna. Hann er einn af mínum betri vinum. Við þekkjum hvorn annan inn og út,“ sagði Kári sem fær leikheimild með Víkingi 1. júlí, sama dag og liðið mætir ÍA í Víkinni.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Kári kominn aftur í Víking Kári Árnason skrifaði í dag undir samning við Víking sem gildir til ársloka 2020. 21. júní 2019 15:21 Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Sjá meira
Kári kominn aftur í Víking Kári Árnason skrifaði í dag undir samning við Víking sem gildir til ársloka 2020. 21. júní 2019 15:21
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki