Trump varar Íran við gjöreyðingu ef til stríðs kemur Eiður Þór Árnason skrifar 22. júní 2019 13:27 Trump hét áframhaldandi efnahagsþvingunum. AP Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ekki vilja fara í stríð við Íran, en varar við því að ef til hernaðarátaka kæmi myndi Íran standa frammi fyrir gjöreyðingu. Þetta kom fram í viðtali hans við NBC sjónvarpstöðina í gær. Þar sagði forsetinn að Bandaríkin væru tilbúin til viðræðna við írönsk stjórnvöld. Hann muni þó aldrei leyfa ríkinu að þróa kjarnorkuvopn. Í viðtalinu ítrekaði Trump einnig ummæli sín um að Bandaríkjaher hafi verið tilbúinn að gera árás á írönsk skotmörk í hefndarskyni, en að honum hafi snúist hugur. Forsetinn sagði þó ekkert vera til í þeim fregnum að loftför hafi verið komin í loftið og nálgast skotmörk sín þegar hann hætti skyndilega við árásina. Spenna milli ríkjanna hefur farið vaxandi á undanförnum misserum, einkum eftir að Bandaríkin sökuðu Íran um að hafa gert árás á olíuskip í Ómanflóa. Þessi spenna náði nýju hámarki þegar Íran skaut niður mannlausan eftirlitsdróna Bandaríkjahers fyrr í vikunni. Hafa ríkin tvö einkum deilt um það hvort bandaríski eftirlitsdróninn hafi verið í íranskri lofthelgi þegar hann var skotinn niður. Bandaríkin hafa óskað eftir því að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna komi saman á mánudag til að ræða málefni Íran. Bandaríkin Donald Trump Íran Tengdar fréttir Segja Trump hafa samþykkt loftárásir á Íran en snúist hugur Árásin átti að vera á fáein skotmörk, ratsjárstöðvar og eldflaugaskotpalla. 21. júní 2019 07:45 Íranir skutu niður bandarískan eftirlitsdróna Eftirlitsdróni á vegum Bandaríkjahers hefur verið skotinn niður af íranska hernum á meðan hann var á flugi yfir Hormuz-sundi við Íran. 20. júní 2019 12:55 Trump hætti við hefndarárás vegna hugsanlegs mannfalls Trump lagði einnig áherslu á að Íranir mættu aldrei búa yfir kjarnorkuvopnum. 21. júní 2019 13:50 Segir Írana hafa varað drónann við Hershöfðinginn segir að engin svör hafi borist við ítrekuðum aðvörunum. 21. júní 2019 12:05 Trump segir Írani hafa gert stór mistök með því að skjóta niður drónann Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að yfirvöld í Íran hafi gert stór mistök þegar eftirlitsdróni á vegum Bandaríkjahers var skotinn niður af íranska hernum á meðan hann var á flugi yfir Hormuz-sundi við Íran. 20. júní 2019 19:36 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ekki vilja fara í stríð við Íran, en varar við því að ef til hernaðarátaka kæmi myndi Íran standa frammi fyrir gjöreyðingu. Þetta kom fram í viðtali hans við NBC sjónvarpstöðina í gær. Þar sagði forsetinn að Bandaríkin væru tilbúin til viðræðna við írönsk stjórnvöld. Hann muni þó aldrei leyfa ríkinu að þróa kjarnorkuvopn. Í viðtalinu ítrekaði Trump einnig ummæli sín um að Bandaríkjaher hafi verið tilbúinn að gera árás á írönsk skotmörk í hefndarskyni, en að honum hafi snúist hugur. Forsetinn sagði þó ekkert vera til í þeim fregnum að loftför hafi verið komin í loftið og nálgast skotmörk sín þegar hann hætti skyndilega við árásina. Spenna milli ríkjanna hefur farið vaxandi á undanförnum misserum, einkum eftir að Bandaríkin sökuðu Íran um að hafa gert árás á olíuskip í Ómanflóa. Þessi spenna náði nýju hámarki þegar Íran skaut niður mannlausan eftirlitsdróna Bandaríkjahers fyrr í vikunni. Hafa ríkin tvö einkum deilt um það hvort bandaríski eftirlitsdróninn hafi verið í íranskri lofthelgi þegar hann var skotinn niður. Bandaríkin hafa óskað eftir því að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna komi saman á mánudag til að ræða málefni Íran.
Bandaríkin Donald Trump Íran Tengdar fréttir Segja Trump hafa samþykkt loftárásir á Íran en snúist hugur Árásin átti að vera á fáein skotmörk, ratsjárstöðvar og eldflaugaskotpalla. 21. júní 2019 07:45 Íranir skutu niður bandarískan eftirlitsdróna Eftirlitsdróni á vegum Bandaríkjahers hefur verið skotinn niður af íranska hernum á meðan hann var á flugi yfir Hormuz-sundi við Íran. 20. júní 2019 12:55 Trump hætti við hefndarárás vegna hugsanlegs mannfalls Trump lagði einnig áherslu á að Íranir mættu aldrei búa yfir kjarnorkuvopnum. 21. júní 2019 13:50 Segir Írana hafa varað drónann við Hershöfðinginn segir að engin svör hafi borist við ítrekuðum aðvörunum. 21. júní 2019 12:05 Trump segir Írani hafa gert stór mistök með því að skjóta niður drónann Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að yfirvöld í Íran hafi gert stór mistök þegar eftirlitsdróni á vegum Bandaríkjahers var skotinn niður af íranska hernum á meðan hann var á flugi yfir Hormuz-sundi við Íran. 20. júní 2019 19:36 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira
Segja Trump hafa samþykkt loftárásir á Íran en snúist hugur Árásin átti að vera á fáein skotmörk, ratsjárstöðvar og eldflaugaskotpalla. 21. júní 2019 07:45
Íranir skutu niður bandarískan eftirlitsdróna Eftirlitsdróni á vegum Bandaríkjahers hefur verið skotinn niður af íranska hernum á meðan hann var á flugi yfir Hormuz-sundi við Íran. 20. júní 2019 12:55
Trump hætti við hefndarárás vegna hugsanlegs mannfalls Trump lagði einnig áherslu á að Íranir mættu aldrei búa yfir kjarnorkuvopnum. 21. júní 2019 13:50
Segir Írana hafa varað drónann við Hershöfðinginn segir að engin svör hafi borist við ítrekuðum aðvörunum. 21. júní 2019 12:05
Trump segir Írani hafa gert stór mistök með því að skjóta niður drónann Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að yfirvöld í Íran hafi gert stór mistök þegar eftirlitsdróni á vegum Bandaríkjahers var skotinn niður af íranska hernum á meðan hann var á flugi yfir Hormuz-sundi við Íran. 20. júní 2019 19:36