Innlent

Fram­kvæmdir á Ís­landi sagðar liður í upp­setningu færan­legrar her­stöðvar

Eiður Þór Árnason skrifar
Fram kom í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn þingmanns að erlendir hermenn hafi haft daglega viðveru á Keflavíkurflugvelli undanfarin þrjú ár.
Fram kom í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn þingmanns að erlendir hermenn hafi haft daglega viðveru á Keflavíkurflugvelli undanfarin þrjú ár. Fréttablaðið/Eyþór
Bandaríkjaher áætlar að setja upp færanlega herstöð í Evrópu sem herinn getur sett upp snögglega ef þörf krefur. Framkvæmdir Bandaríkjahers á Íslandi eru liður í þessu ef marka má fjárhagsáætlun Bandaríkjahers fyrir árið 2020. RÚV greinir fyrst frá þessu.

Í áætluninni gengur þetta verkefni undir heitinu ECAOS (European Contingency Air Operations Set). Herinn áætlar að framkvæmdir hans hér á landi muni nema um sjö milljörðum króna.

Í frétt RÚV er haft eftir Sveini H. Guðmarssyni, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins, að ekki sé áætlað að Bandaríkjaher muni staðsetja ECAOS hér á landi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×