Fram er komið upp í 3. sæti Inkasso-deild karla eftir 0-1 sigur á Víkingi í Ólafsvík í dag.
Þetta var þriðji sigur Fram í síðustu fjórum leikjum. Víkingur er hins vegar búinn að tapa þremur af síðustu fjórum leikjum sínum, þar af tveimur í röð á heimavelli.
Eina mark leiksins kom á 7. mínútu. Helgi Guðjónsson skoraði þá úr vítaspyrnu sem Tiago Fernandes fiskaði. Þetta var fimmta mark Helga í Inkasso-deildinni og það níunda í deild og bikar í sumar.
Á 35. mínútu fengu heimamenn vítaspyrnu. Harley Willard fór á punktinn en Ólafur Íshólm Ólafsson varði spyrnu hans.
Fleiri urðu mörkin ekki og Fram fagnaði góðum útisigri.
Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.
Fram upp í 3. sætið eftir sigur í Ólafsvík
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


„Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“
Íslenski boltinn


Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi
Enski boltinn





Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila
Enski boltinn

Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“
Íslenski boltinn