Hjálmanotkun dregur verulega úr líkum á alvarlegum heilaskaða Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 22. júní 2019 22:13 Taugasálfræðingur á Reykjalundi telur að borið hafi á rangfærslum í umræðunni um hjálmanotkun upp á síðkastið. Hjálmanotkun dregur úr líkum á alvarlegum heilaskaða um tæplega sjötíu prósent samkvæmt nýlegri samantektarrannsókn sem náði til tæplega 65 þúsund hjólreiðamanna. Taugasálfræðingur á Reykjalundi telur að borið hafi á rangfærslum í umræðunni um hjálmanotkun upp á síðkastið. Í vor var lögð fram breytingartillaga við 79. grein frumvarps til umferðarlaga og lagt til að framlengja hjálmaskyldu úr fimmtán ára til átján ára aldurs. Tillagan sætti mikillar gagnrýni og náði ekki í gegn þegar ný umferðarlög voru samþykkt 11. júní síðastliðinn. Sérfræðingur í bráðalækningum benti á að áhrif hjálma væru minni en fólk telur almennt. Landssamtök hjólreiðamanna óttast að hjálmaskylda dragi úr hjólreiðum. Taugasálfræðingur á Reykjalundi bendir fólki á að líta til nýrra rannsókna sem leiða í ljós að hjálmanotkun skipti máli. Þó þurfi auðvitað að horfa til allra þátta þegar kemur að hjólreiðum. „Skoða bara hvað við getum gert, til dæmis með hjólreiðastígum og annað slíkt til þess að minnka líkurnar á slysum. Þá getum við horft til landa eins og til dæmis Danmerkur og Hollands sem hafa gert hlutina mjög vel. Lendi fólk í slysi, þá sýna rannsóknir fram á að líkurnar á alvarlegum afleiðingum eins og alvarlegum heilaskaða minnka allverulega, segir Ella Björg Teague, taugasálfræðingur.Ella Björg Teague, taugasálfræðingur á Reykjalundi.Hún bendir á svipaða umræður þegar festa átti í lög notkun sætisbelta. „Þegar það var fyrst sett í lög fannst mörgum það alveg út í hött og fáránlegt. Núna þykir það ekkert tiltökumál og alveg sjálfsagt. Það er enginn að draga í efa gagnsemi og nytsemi þess að nota bílbelti,“ segir Ella. Skynsamlegt sé að breyta viðhorfum varðandi hjálmanotkun. „Til dæmis í þessari stóru samantektarrannsókn, sem náði til tæplega 65 þúsund hjólreiðamanna, sýndi að líkurnar á alvarlegum heilaskaða minnkuðu um 69%. Það er eiginlega ekki hægt að líta fram hjá svona upplýsingum. Það er enginn að það komi algjörlega í veg fyrir heilaskaða. Það hlýtur að vera einhvers virði ef við getum minnkað líkurnar á alvarlegum afleiðingum, segir Ella Björg Teague, taugasálfræðingur á Reykjalundi.Sjá má fréttina í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Samgöngunefnd afturkallar tillögu um hjálmaskyldu til átján ára Tillagan hafði sætt mikilli gagnrýni, meðal annars frá Landsamtökum hjólreiðamanna og sérfræðingi í bráðalækningum. 6. júní 2019 18:20 Bráðalæknir segir eðlilegra að skylda ökumenn til hjálmanotkunar frekar en hjólreiðamenn Hjalti Már Björnsson, kennslustjóri og sérfræðingur í bráðalækningum á Landspítalanum, segir áhrif hjálma við að koma í veg fyrir höfuðáverka vera minniháttar og í raun mun minni en fólk heldur. 6. júní 2019 09:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Hjálmanotkun dregur úr líkum á alvarlegum heilaskaða um tæplega sjötíu prósent samkvæmt nýlegri samantektarrannsókn sem náði til tæplega 65 þúsund hjólreiðamanna. Taugasálfræðingur á Reykjalundi telur að borið hafi á rangfærslum í umræðunni um hjálmanotkun upp á síðkastið. Í vor var lögð fram breytingartillaga við 79. grein frumvarps til umferðarlaga og lagt til að framlengja hjálmaskyldu úr fimmtán ára til átján ára aldurs. Tillagan sætti mikillar gagnrýni og náði ekki í gegn þegar ný umferðarlög voru samþykkt 11. júní síðastliðinn. Sérfræðingur í bráðalækningum benti á að áhrif hjálma væru minni en fólk telur almennt. Landssamtök hjólreiðamanna óttast að hjálmaskylda dragi úr hjólreiðum. Taugasálfræðingur á Reykjalundi bendir fólki á að líta til nýrra rannsókna sem leiða í ljós að hjálmanotkun skipti máli. Þó þurfi auðvitað að horfa til allra þátta þegar kemur að hjólreiðum. „Skoða bara hvað við getum gert, til dæmis með hjólreiðastígum og annað slíkt til þess að minnka líkurnar á slysum. Þá getum við horft til landa eins og til dæmis Danmerkur og Hollands sem hafa gert hlutina mjög vel. Lendi fólk í slysi, þá sýna rannsóknir fram á að líkurnar á alvarlegum afleiðingum eins og alvarlegum heilaskaða minnka allverulega, segir Ella Björg Teague, taugasálfræðingur.Ella Björg Teague, taugasálfræðingur á Reykjalundi.Hún bendir á svipaða umræður þegar festa átti í lög notkun sætisbelta. „Þegar það var fyrst sett í lög fannst mörgum það alveg út í hött og fáránlegt. Núna þykir það ekkert tiltökumál og alveg sjálfsagt. Það er enginn að draga í efa gagnsemi og nytsemi þess að nota bílbelti,“ segir Ella. Skynsamlegt sé að breyta viðhorfum varðandi hjálmanotkun. „Til dæmis í þessari stóru samantektarrannsókn, sem náði til tæplega 65 þúsund hjólreiðamanna, sýndi að líkurnar á alvarlegum heilaskaða minnkuðu um 69%. Það er eiginlega ekki hægt að líta fram hjá svona upplýsingum. Það er enginn að það komi algjörlega í veg fyrir heilaskaða. Það hlýtur að vera einhvers virði ef við getum minnkað líkurnar á alvarlegum afleiðingum, segir Ella Björg Teague, taugasálfræðingur á Reykjalundi.Sjá má fréttina í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Samgöngunefnd afturkallar tillögu um hjálmaskyldu til átján ára Tillagan hafði sætt mikilli gagnrýni, meðal annars frá Landsamtökum hjólreiðamanna og sérfræðingi í bráðalækningum. 6. júní 2019 18:20 Bráðalæknir segir eðlilegra að skylda ökumenn til hjálmanotkunar frekar en hjólreiðamenn Hjalti Már Björnsson, kennslustjóri og sérfræðingur í bráðalækningum á Landspítalanum, segir áhrif hjálma við að koma í veg fyrir höfuðáverka vera minniháttar og í raun mun minni en fólk heldur. 6. júní 2019 09:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Samgöngunefnd afturkallar tillögu um hjálmaskyldu til átján ára Tillagan hafði sætt mikilli gagnrýni, meðal annars frá Landsamtökum hjólreiðamanna og sérfræðingi í bráðalækningum. 6. júní 2019 18:20
Bráðalæknir segir eðlilegra að skylda ökumenn til hjálmanotkunar frekar en hjólreiðamenn Hjalti Már Björnsson, kennslustjóri og sérfræðingur í bráðalækningum á Landspítalanum, segir áhrif hjálma við að koma í veg fyrir höfuðáverka vera minniháttar og í raun mun minni en fólk heldur. 6. júní 2019 09:00