Rukkað í Skálholti í gegnum ökutæki Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. júní 2019 11:00 Ferðamenn, sem sækja Skálholt heim þurfa að borga aðgangseyri á staðnum í gegnum ökutækin, sem þeir koma á til staðarins. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Erlendir ferðamenn sem heimsækja Skálholti eru almennt sáttir við að borga fyrir að koma á staðinn en Íslendingarnir eru ekki eins sáttir. Skálholt er mjög vinsæll ferðamannastaður í Uppsveitum Árnessýslu en um tvö hundruð og fjörutíu þúsund ferðamenn heimsækja staðin á hverju ári. Til að standa straum af kostnaði við móttöku ferðamannanna samþykkti kirkjuráð að heimila stjórn Skálholtsstaðar að innheimta fast gjald af ferðaþjónustufyrirtækjum fyrir hvern hópferðabíl sem hefur viðkomu á Skálholtsstað. Gjaldið er 3.000 krónur fyrir rútu með 30 farþega eða fleiri og 1.500 krónur fyrir rútu með færri en 30 farþega. Einnig er rukkað fyrir einkabíla en ekki kemur fram á heimasíðu Skálholts hvað það er mikið. Í gjaldinu felst aðgengi farþega að salernum á Skálholtsstað og safni í kjallara kirkjunnar sem tengt er uppgraftarsvæði sunnan kirkjunnar gegnum göng. „Það er borgað fast gjald fyrir bíl eða rútu, það er miklu ódýrara heldur en að borga fyrir einstaklingana. Við erum líka að reyna að koma til móts við það að einfalda innheimtuna og til að tryggja það að við höfum fjármuni til að mæta þeirri þjónustu, sem við þurfum að veita“, segir Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti. Kristján segir að ferðamenn taki almennt mjög vel í það að borga aðgangseyri að Skálholti í gegnum ökutækin, það séu helst Íslendingarnir, sem mótmæli, þeir telji sig svo mikla Íslendinga að þeir þurfi ekki að borga. Hann segir þá ferðamenn, sem komi í Skálholt ánægða. „Já, þeir eru mjög ánægðir og við fáum viðbrögð um hversu mikill friður og kyrrlát er á staðnum og fólk, sem kemur hingað í tíu mínútur, hálftíma eða klukkutíma, stoppar hér og gengur aðeins um hlaðið, það finnur helgi staðarins og það er uppörvandi fyrir okkur, þá erum við að gera eitthvað rétt“, bætir Kristján við. Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Erlendir ferðamenn sem heimsækja Skálholti eru almennt sáttir við að borga fyrir að koma á staðinn en Íslendingarnir eru ekki eins sáttir. Skálholt er mjög vinsæll ferðamannastaður í Uppsveitum Árnessýslu en um tvö hundruð og fjörutíu þúsund ferðamenn heimsækja staðin á hverju ári. Til að standa straum af kostnaði við móttöku ferðamannanna samþykkti kirkjuráð að heimila stjórn Skálholtsstaðar að innheimta fast gjald af ferðaþjónustufyrirtækjum fyrir hvern hópferðabíl sem hefur viðkomu á Skálholtsstað. Gjaldið er 3.000 krónur fyrir rútu með 30 farþega eða fleiri og 1.500 krónur fyrir rútu með færri en 30 farþega. Einnig er rukkað fyrir einkabíla en ekki kemur fram á heimasíðu Skálholts hvað það er mikið. Í gjaldinu felst aðgengi farþega að salernum á Skálholtsstað og safni í kjallara kirkjunnar sem tengt er uppgraftarsvæði sunnan kirkjunnar gegnum göng. „Það er borgað fast gjald fyrir bíl eða rútu, það er miklu ódýrara heldur en að borga fyrir einstaklingana. Við erum líka að reyna að koma til móts við það að einfalda innheimtuna og til að tryggja það að við höfum fjármuni til að mæta þeirri þjónustu, sem við þurfum að veita“, segir Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti. Kristján segir að ferðamenn taki almennt mjög vel í það að borga aðgangseyri að Skálholti í gegnum ökutækin, það séu helst Íslendingarnir, sem mótmæli, þeir telji sig svo mikla Íslendinga að þeir þurfi ekki að borga. Hann segir þá ferðamenn, sem komi í Skálholt ánægða. „Já, þeir eru mjög ánægðir og við fáum viðbrögð um hversu mikill friður og kyrrlát er á staðnum og fólk, sem kemur hingað í tíu mínútur, hálftíma eða klukkutíma, stoppar hér og gengur aðeins um hlaðið, það finnur helgi staðarins og það er uppörvandi fyrir okkur, þá erum við að gera eitthvað rétt“, bætir Kristján við.
Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira