Harpa fór aftur undir hnífinn Kristinn Páll Teitsson skrifar 24. júní 2019 07:30 Harpa í leik með Stjörnunni síðasta sumar. Fréttablaðið/andri marinó Markahrókurinn Harpa Þorsteinsdóttir mun ekki snúa aftur inn á völlinn þetta sumarið eftir að Harpa þurfti að gangast undir aðra aðgerð vegna rifins liðþófa í vor. Meiðslin má rekja aftur til þess þegar Harpa sleit krossband og reif liðþófa á sama tíma í úrslitum Mjólkurbikarsins í fyrra. Þetta staðfesti Harpa í samtali við Fréttablaðið um helgina. „Það er mjög algengt að liðþófinn rifni við krossbandsslit og hann var saumaður saman í aðgerðinni. Svo þegar ég fór að auka álagið í vor við æfingar var ég farin að finna að það var ekki allt eins og það á að vera. Svo kemur þetta í ljós í vor og ég fór í speglun til að láta laga liðþófann sem tafði endurhæfinguna. Krossbandið lítur mjög vel út eftir aðgerðina en það þurfti að laga liðþófann á ný.“ Harpa hefur leikið stærstan hluta ferilsins á Íslandi með uppeldisfélaginu sínu, Stjörnunni. Hún hefur einnig leikið með Breiðablik á Íslandi og Charlton á Englandi. Harpa vann tvöfalt, bæði gullskóinn sem markadrottning Pepsi-deildarinnar og var valin besti leikmaður deildarinnar þrisvar á fjögurra ára tímabili frá 2013-2016. Alls hefur Harpa skorað 181 mark í 252 leikjum í efstu deild á Íslandi. Þá hefur Harpa leikið 67 leiki fyrir A-landslið Íslands, farið tvisvar á Evrópumótið og skorað nítján mörk í landsliðstreyjunni. „Ég var alltaf búin að ákveða að taka þetta sumar í endurhæfingu og gefa mér góðan tíma í hana til að styrkja mig. Ég er kominn yfir þrítugsaldurinn og hef aldrei gengið í gegnum hnémeiðsli þannig að ég var undir það búin að þessi endurhæfing myndi taka sinn tíma,“ sagði Harpa sem fór eftirminnilega á Evrópumótið í Hollandi sumarið 2017 tæpum fjórum mánuðum eftir barnsburð. „Þá var mikil hvatning að komast með liðinu á EM. Núna ákvað ég að gefa mér meiri tíma enda var mikið álag á líkamanum í aðdraganda meiðslanna síðasta sumar.“ Harpa er samningslaus þessa dagana eftir að hún kaus að framlengja ekki við Stjörnuna síðasta haust. „Ég skrifaði ekki undir nýjan samning í haust til að gefa mér meira svigrúm. Ég hef verið að æfa upp á eigin spýtur og í raun í fríi frá öllu. Ég mun svo skoða hvað gerist þegar maður kemst aftur út á völl. Þetta er í fyrsta skiptið sem maður er ekki á fullu á tímabilinu og ég hef náð að eyða auknum tíma með fjölskyldunni sem er ágætis tilbreyting,“ sagði Harpa létt og bætti við: „Ég veit alveg að ég er ekkert unglamb og var við því búin að kannski yrði endurhæfingin erfið. Þá þarf maður að hugsa sinn gang en ég finn mikinn mun eftir aðgerðina og er komin á ágætis ról. Við það fer það að kitla mann að komast aftur út á völlinn,“ sagði Harpa sem sagðist vilja fara út á eigin forsendum. „Það er erfitt þegar maður er búinn að eiga langan og nokkuð farsælan feril hérna heima að fara ekki út á mínum forsendum. Það drífur mig svolítið áfram. Það er erfitt að hugsa til þess að þessi meiðsli hafi verið endalokin.“ Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram Sport Fleiri fréttir „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Sjá meira
Markahrókurinn Harpa Þorsteinsdóttir mun ekki snúa aftur inn á völlinn þetta sumarið eftir að Harpa þurfti að gangast undir aðra aðgerð vegna rifins liðþófa í vor. Meiðslin má rekja aftur til þess þegar Harpa sleit krossband og reif liðþófa á sama tíma í úrslitum Mjólkurbikarsins í fyrra. Þetta staðfesti Harpa í samtali við Fréttablaðið um helgina. „Það er mjög algengt að liðþófinn rifni við krossbandsslit og hann var saumaður saman í aðgerðinni. Svo þegar ég fór að auka álagið í vor við æfingar var ég farin að finna að það var ekki allt eins og það á að vera. Svo kemur þetta í ljós í vor og ég fór í speglun til að láta laga liðþófann sem tafði endurhæfinguna. Krossbandið lítur mjög vel út eftir aðgerðina en það þurfti að laga liðþófann á ný.“ Harpa hefur leikið stærstan hluta ferilsins á Íslandi með uppeldisfélaginu sínu, Stjörnunni. Hún hefur einnig leikið með Breiðablik á Íslandi og Charlton á Englandi. Harpa vann tvöfalt, bæði gullskóinn sem markadrottning Pepsi-deildarinnar og var valin besti leikmaður deildarinnar þrisvar á fjögurra ára tímabili frá 2013-2016. Alls hefur Harpa skorað 181 mark í 252 leikjum í efstu deild á Íslandi. Þá hefur Harpa leikið 67 leiki fyrir A-landslið Íslands, farið tvisvar á Evrópumótið og skorað nítján mörk í landsliðstreyjunni. „Ég var alltaf búin að ákveða að taka þetta sumar í endurhæfingu og gefa mér góðan tíma í hana til að styrkja mig. Ég er kominn yfir þrítugsaldurinn og hef aldrei gengið í gegnum hnémeiðsli þannig að ég var undir það búin að þessi endurhæfing myndi taka sinn tíma,“ sagði Harpa sem fór eftirminnilega á Evrópumótið í Hollandi sumarið 2017 tæpum fjórum mánuðum eftir barnsburð. „Þá var mikil hvatning að komast með liðinu á EM. Núna ákvað ég að gefa mér meiri tíma enda var mikið álag á líkamanum í aðdraganda meiðslanna síðasta sumar.“ Harpa er samningslaus þessa dagana eftir að hún kaus að framlengja ekki við Stjörnuna síðasta haust. „Ég skrifaði ekki undir nýjan samning í haust til að gefa mér meira svigrúm. Ég hef verið að æfa upp á eigin spýtur og í raun í fríi frá öllu. Ég mun svo skoða hvað gerist þegar maður kemst aftur út á völl. Þetta er í fyrsta skiptið sem maður er ekki á fullu á tímabilinu og ég hef náð að eyða auknum tíma með fjölskyldunni sem er ágætis tilbreyting,“ sagði Harpa létt og bætti við: „Ég veit alveg að ég er ekkert unglamb og var við því búin að kannski yrði endurhæfingin erfið. Þá þarf maður að hugsa sinn gang en ég finn mikinn mun eftir aðgerðina og er komin á ágætis ról. Við það fer það að kitla mann að komast aftur út á völlinn,“ sagði Harpa sem sagðist vilja fara út á eigin forsendum. „Það er erfitt þegar maður er búinn að eiga langan og nokkuð farsælan feril hérna heima að fara ekki út á mínum forsendum. Það drífur mig svolítið áfram. Það er erfitt að hugsa til þess að þessi meiðsli hafi verið endalokin.“
Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram Sport Fleiri fréttir „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Sjá meira