Lögreglan í Ostritz lagði hald á 4.200 lítra af bjór á föstudag og tvö hundruð til viðbótar á laugardag. Dómstóll í Dresden hafði lagt áfengisbann á hátíðina „Sverð og skjöldur“ sem hópur nýnasista stóð fyrir um helgina. Taldi hann augljóst að atburðurinn væri herskárr og hætta væri á að áfengisneysla yki líkurnar á ofbeldi.
Að sögn breska ríkisútvarpsins BBC keyptu íbúar í Ostritz meira en tvö hundruð kassa af bjór í matvælaverslunum bæjarins til að koma í veg fyrir að nýnasistarnir gætu leitað þangað til að svala bjórþorsta sínum. Um tvö þúsund bæjarbúar komu einnig saman til að mótmæla öfgahægrimönnunum.
Auch heute setzen wir das Alkoholverbot in #Ostritz weiter durch. Bei Vorkontrollen konnten wir bisher mehr als 200 Liter sicherstellen. pic.twitter.com/fIg1B4XKkx
— Polizei Sachsen (@PolizeiSachsen) June 22, 2019
Um 500-600 manns eru sagðir hafa mætt á tónlistarhátíðina. Lögreglan var með mikinn viðbúnað en hátíðin er sögð hafa farið að mestu vel fram.
Ostritz er nærri landamærunum að Póllandi og er þekkt fyrir starfsemi hægriöfgamanna.