Þriggja manna nefndin vísar kosningakæru Vigdísar frá Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. júní 2019 13:39 Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins. visir/vilhelm Þriggja manna nefnd skipuð af sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hefur komist að þeirri niðurstöðu að kæra Vigdísar Hauksdóttir, borgarfulltrúa Miðflokksins, á framkvæmd borgarstjórnakosninganna á síðasta ári hafi komið of seint fram og var henni því vísað frá. Vigdís hyggst kæra úrskurðinn til dómsmálaráðuneytisins. Áður hafði sýslumaður vísað kærunni frá en fyrr í þessum mánuði felldi dómsmálaráðuneytið ákvörðun sýslumanns úr gildi og lagði fyrir hann að skipa þriggja manna nefnd til að úrskurða um kæruefni.Forsaga málsins er sú að Reykjavíkurborg ákvað snemma árs 2018 að ráðast í aðgerðir til að auka kosningaþátttöku. Send voru bréf á innflytjendur sem nýverið höfðu öðlast kosningarétt í borgarstjórnarkosningum, konur yfir áttrætt og ungt fólk sem var að kjósa í fyrsta skipti. Á síðastnefnda hópnum stóð til að gera rannsókn á hvaða áhrif hvatningin hefði. Persónuvernd tók málið til skoðunar og úrskurðaði að ekki hafi verið gætt að persónuverndarákvæðum þegar borgaryfirvöld sendu út á tiltekna hópa hvatningu um að taka þátt í kosningunum. Vigdís ákvað í kjölfarið að kæra framkvæmd kosninganna, taldi hún umrætt verkefni Reykjavíkurborgar vera ólögmæta íhlutun þáverandi meirihluta í hið lýðræðislega ferli sem kosningar eru. Kæra Vigdísar til sýslumanns.Vigdís segist ætla að tæma allar kæruleiðir innanlands Í úrskurði hinnar þriggja manna nefndar, sem Vigdís sendi á fjölmiðla í dag, er vísað í lög um kosningar til sveitarstjórna þar sem fram kemir að frestur til að kæra kosningar séu sjö dagar frá kosning. Umræddar kosningar voru haldnar 26. maí á síðasta ári. Í umsögn yfirkjörstjórnar, sem nefndin aflaði sér vegna málsins, kemur fram að yfirkjörstjórnin telji að kærufrestur runnið út 2. júní, og því hafi hann verið runnin út þegar Vigdís kærði málið í febrúar. Þriggja manna nefndin tekur undir þetta álit yfirkjörstjórnar og en í úrskurði nefndarinnar segir að ekki megi finna í lögum um kosningar til sveitarstjórna ákvæði um að framlengja megi kærufrestinn. Þá sé ekkert í öðrum lögum eða réttarheimildum til að finna heimild til þess að nefndin geti framlengt þamnn frest eða geti ákvarðað að upphaf hans verði fært til síðara tímamarks en þess er úrslitum kosninga er lýst. Sjálf vildi Vigdís meina að nýr kærufrestur hafi byrjað að líða þann 7. febrúar þegar Reykjavíkurborg birti úrskurð Persónuverndar. Vigdís kærði málið viku síðar. Í tölvupósti sem Vigdís sendi á fjölmiðla í dag mótmælir hún niðurstöðu nefndarinnar harkalega. „Ekki verður komist að annari niðurstöðu en þeirri að heimilt sé að stunda kosningasvindl í lögbundnum kosningum, svo framarlega að það komist ekki upp innan umrædds sjö daga ákvæðis lagana,“ skrifar Vigdís. Hefur hún því ákveðið að kæra úrskurðinn til dómsmálaráðuneytisins. „Með því tæmi ég allar kæruleiðir innanlands, eins og ég var búin að lofa Reykvíkingum og landsmönnum öllum.“ Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Vigdís kærir kosningarnar Vigdís Hauksdóttir, fulltrúi Miðflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, hefur kært borgarstjórnarkosningarnar sem fóru fram hinn 26. maí 2018. 14. febrúar 2019 16:35 Þriggja manna nefnd tekur afstöðu til kæru Vigdísar Dómsmálaráðuneytið hefur fellt úr gildi ákvörðun sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu þess efnis að vísa frá kæru Vigdísar Hauksdóttir, borgarfulltrúa Miðflokksins, um gildi borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík. Lagt hefur verið fyrir sýslumann að skipa þriggja manna nefnd til að úrskurða um kæruefni. 5. júní 2019 10:55 Dagur setti hnefann í borðið: „Ábyrgðarhluti af kjörnum fulltrúum að dreifa gróusögum um kosningasvindl“ Breytingartillaga meirihlutans var samþykkt í kvöld. 20. febrúar 2019 00:10 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Þriggja manna nefnd skipuð af sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hefur komist að þeirri niðurstöðu að kæra Vigdísar Hauksdóttir, borgarfulltrúa Miðflokksins, á framkvæmd borgarstjórnakosninganna á síðasta ári hafi komið of seint fram og var henni því vísað frá. Vigdís hyggst kæra úrskurðinn til dómsmálaráðuneytisins. Áður hafði sýslumaður vísað kærunni frá en fyrr í þessum mánuði felldi dómsmálaráðuneytið ákvörðun sýslumanns úr gildi og lagði fyrir hann að skipa þriggja manna nefnd til að úrskurða um kæruefni.Forsaga málsins er sú að Reykjavíkurborg ákvað snemma árs 2018 að ráðast í aðgerðir til að auka kosningaþátttöku. Send voru bréf á innflytjendur sem nýverið höfðu öðlast kosningarétt í borgarstjórnarkosningum, konur yfir áttrætt og ungt fólk sem var að kjósa í fyrsta skipti. Á síðastnefnda hópnum stóð til að gera rannsókn á hvaða áhrif hvatningin hefði. Persónuvernd tók málið til skoðunar og úrskurðaði að ekki hafi verið gætt að persónuverndarákvæðum þegar borgaryfirvöld sendu út á tiltekna hópa hvatningu um að taka þátt í kosningunum. Vigdís ákvað í kjölfarið að kæra framkvæmd kosninganna, taldi hún umrætt verkefni Reykjavíkurborgar vera ólögmæta íhlutun þáverandi meirihluta í hið lýðræðislega ferli sem kosningar eru. Kæra Vigdísar til sýslumanns.Vigdís segist ætla að tæma allar kæruleiðir innanlands Í úrskurði hinnar þriggja manna nefndar, sem Vigdís sendi á fjölmiðla í dag, er vísað í lög um kosningar til sveitarstjórna þar sem fram kemir að frestur til að kæra kosningar séu sjö dagar frá kosning. Umræddar kosningar voru haldnar 26. maí á síðasta ári. Í umsögn yfirkjörstjórnar, sem nefndin aflaði sér vegna málsins, kemur fram að yfirkjörstjórnin telji að kærufrestur runnið út 2. júní, og því hafi hann verið runnin út þegar Vigdís kærði málið í febrúar. Þriggja manna nefndin tekur undir þetta álit yfirkjörstjórnar og en í úrskurði nefndarinnar segir að ekki megi finna í lögum um kosningar til sveitarstjórna ákvæði um að framlengja megi kærufrestinn. Þá sé ekkert í öðrum lögum eða réttarheimildum til að finna heimild til þess að nefndin geti framlengt þamnn frest eða geti ákvarðað að upphaf hans verði fært til síðara tímamarks en þess er úrslitum kosninga er lýst. Sjálf vildi Vigdís meina að nýr kærufrestur hafi byrjað að líða þann 7. febrúar þegar Reykjavíkurborg birti úrskurð Persónuverndar. Vigdís kærði málið viku síðar. Í tölvupósti sem Vigdís sendi á fjölmiðla í dag mótmælir hún niðurstöðu nefndarinnar harkalega. „Ekki verður komist að annari niðurstöðu en þeirri að heimilt sé að stunda kosningasvindl í lögbundnum kosningum, svo framarlega að það komist ekki upp innan umrædds sjö daga ákvæðis lagana,“ skrifar Vigdís. Hefur hún því ákveðið að kæra úrskurðinn til dómsmálaráðuneytisins. „Með því tæmi ég allar kæruleiðir innanlands, eins og ég var búin að lofa Reykvíkingum og landsmönnum öllum.“
Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Vigdís kærir kosningarnar Vigdís Hauksdóttir, fulltrúi Miðflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, hefur kært borgarstjórnarkosningarnar sem fóru fram hinn 26. maí 2018. 14. febrúar 2019 16:35 Þriggja manna nefnd tekur afstöðu til kæru Vigdísar Dómsmálaráðuneytið hefur fellt úr gildi ákvörðun sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu þess efnis að vísa frá kæru Vigdísar Hauksdóttir, borgarfulltrúa Miðflokksins, um gildi borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík. Lagt hefur verið fyrir sýslumann að skipa þriggja manna nefnd til að úrskurða um kæruefni. 5. júní 2019 10:55 Dagur setti hnefann í borðið: „Ábyrgðarhluti af kjörnum fulltrúum að dreifa gróusögum um kosningasvindl“ Breytingartillaga meirihlutans var samþykkt í kvöld. 20. febrúar 2019 00:10 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Vigdís kærir kosningarnar Vigdís Hauksdóttir, fulltrúi Miðflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, hefur kært borgarstjórnarkosningarnar sem fóru fram hinn 26. maí 2018. 14. febrúar 2019 16:35
Þriggja manna nefnd tekur afstöðu til kæru Vigdísar Dómsmálaráðuneytið hefur fellt úr gildi ákvörðun sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu þess efnis að vísa frá kæru Vigdísar Hauksdóttir, borgarfulltrúa Miðflokksins, um gildi borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík. Lagt hefur verið fyrir sýslumann að skipa þriggja manna nefnd til að úrskurða um kæruefni. 5. júní 2019 10:55
Dagur setti hnefann í borðið: „Ábyrgðarhluti af kjörnum fulltrúum að dreifa gróusögum um kosningasvindl“ Breytingartillaga meirihlutans var samþykkt í kvöld. 20. febrúar 2019 00:10
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent