Viðhorf Íslendinga til alþjóðasamstarfs Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar 26. júní 2019 12:02 Utanríkisráðuneytið lét nýverið gera könnun á viðhorfi Íslendinga til alþjóðasamstarfs. Niðurstöðurnar voru að mörgu leyti mjög jákvæðar. Þar má nefna það viðhorf stórs meirihluta svarenda að hagsæld Íslands byggjast að miklu leyti á alþjóðlegri samvinnu (73,6%) og alþjóðaviðskiptum (78,3%). Sama má segja um jákvætt viðhorf gagnvart norrænu samstarfi (92%) og þátttöku Íslands í Sameinuðu þjóðunum (77,9%) og mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna (80,8%). Loks var gott að sjá hversu hátt hlufall svarenda telur mikilvægt að Ísland veiti þróunarríkjum aðstoð (79,1%) og veiti mannúðaraðstoð (84%). Viðhorf svarenda gagnvart þátttöku Íslands í svæðisbundnu samstarfi Evrópuríkja lofar hins vegar ekki jafn góðu. Það getur varla talist fullnægjandi að 55% svarenda séu jákvæðir gagnvart EES-samningnum, umfangsmesta og mikilvægasta milliríkjasamningi sem Ísland á aðild að. Þarna vantar greinilega eitthvað upp á. Sömuleiðis er það afar langt frá því að vera fullnægjandi að einungis 50,8% svarenda séu jákvæðir gagnvart virkri þátttöku Íslands í Evrópuráðinu í Strassborg, mikilvægustu mannréttindastofnun Evrópu. Þar spilar stefna íslenskra stjórnvalda vafalaust inn í en starfi ráðsins er ekki sinnt af meiri festu en svo að Ísland er eina aðildarríki ráðsins sem ekki starfrækir fastanefnd í Strassborg. Áætlað var að enduropna fastanefndina árið 2016 en þess í stað var fyrirsvar Íslands gagnvart Evrópuráðinu fært hingað heim á síðasta ári. Ísland tekur við formennsku í Evrópuráðinu í lok árs 2021 og því ekki seinna vænna að spýta verulega í lófana, bæði hvað varðar virka þátttöku í starfi Evrópuráðsins en ekki síður þegar kemur að því að auka þekkingu og skilning almennings á starfi og mikilvægi ráðsins. Í þessu samhengi er þó rétt að nefna að alþingismenn hafa í gegnum tíðina látið vel til sín taka innan Evrópuráðsþingsins, einnar helstu stofnunar Evrópuráðsins, og það ekki síst núverandi formaður og varaformaður Íslandsdeildar. Loks verður að teljast áhugavert, í ljósi aukinnar viðveru Bandaríkjahers á Íslandi og áforma um milljarðafjárfestingar hersins á Keflavíkurflugvelli á næstu árum, að einungis 37,1% svarenda séu jákvæðir í garð varnarsamstarfsins við Bandaríkin og 49% gagnvart aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu (NATO). Kannanir sem þessar varpa að mörgu leyti ljósi á þau tengsl sem geta verið á milli þekkingar fólks á viðfangsefni og viðhorfi þess gagnvart því. Þörf er á aukinni umræðu um utanríkismál á Íslandi, bæði meðal almennings og ekki síður meðal kjörinna fulltrúa. Mikilvægi utanríkismála fyrir Ísland er ótvírætt. Nauðsynlegt er að lögð sé tilhlýðileg áhersla á og unnið gagngert að því að auka þekkingu, umræðu og skilning á málaflokknum. Það mun ótvírætt skila sér í bæði upplýstari og lýðræðislegri ákvarðanatöku um utanríkismál. Það er af nægu að taka í niðurstöðum umræddrar könnunnar sem verður vonandi uppspretta frekari umræðna um utanríkismál á komandi misserum. Þá væri í sjálfu sér vissum tilgangi náð.Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Utanríkismál Vilborg Ása Guðjónsdóttir Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Utanríkisráðuneytið lét nýverið gera könnun á viðhorfi Íslendinga til alþjóðasamstarfs. Niðurstöðurnar voru að mörgu leyti mjög jákvæðar. Þar má nefna það viðhorf stórs meirihluta svarenda að hagsæld Íslands byggjast að miklu leyti á alþjóðlegri samvinnu (73,6%) og alþjóðaviðskiptum (78,3%). Sama má segja um jákvætt viðhorf gagnvart norrænu samstarfi (92%) og þátttöku Íslands í Sameinuðu þjóðunum (77,9%) og mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna (80,8%). Loks var gott að sjá hversu hátt hlufall svarenda telur mikilvægt að Ísland veiti þróunarríkjum aðstoð (79,1%) og veiti mannúðaraðstoð (84%). Viðhorf svarenda gagnvart þátttöku Íslands í svæðisbundnu samstarfi Evrópuríkja lofar hins vegar ekki jafn góðu. Það getur varla talist fullnægjandi að 55% svarenda séu jákvæðir gagnvart EES-samningnum, umfangsmesta og mikilvægasta milliríkjasamningi sem Ísland á aðild að. Þarna vantar greinilega eitthvað upp á. Sömuleiðis er það afar langt frá því að vera fullnægjandi að einungis 50,8% svarenda séu jákvæðir gagnvart virkri þátttöku Íslands í Evrópuráðinu í Strassborg, mikilvægustu mannréttindastofnun Evrópu. Þar spilar stefna íslenskra stjórnvalda vafalaust inn í en starfi ráðsins er ekki sinnt af meiri festu en svo að Ísland er eina aðildarríki ráðsins sem ekki starfrækir fastanefnd í Strassborg. Áætlað var að enduropna fastanefndina árið 2016 en þess í stað var fyrirsvar Íslands gagnvart Evrópuráðinu fært hingað heim á síðasta ári. Ísland tekur við formennsku í Evrópuráðinu í lok árs 2021 og því ekki seinna vænna að spýta verulega í lófana, bæði hvað varðar virka þátttöku í starfi Evrópuráðsins en ekki síður þegar kemur að því að auka þekkingu og skilning almennings á starfi og mikilvægi ráðsins. Í þessu samhengi er þó rétt að nefna að alþingismenn hafa í gegnum tíðina látið vel til sín taka innan Evrópuráðsþingsins, einnar helstu stofnunar Evrópuráðsins, og það ekki síst núverandi formaður og varaformaður Íslandsdeildar. Loks verður að teljast áhugavert, í ljósi aukinnar viðveru Bandaríkjahers á Íslandi og áforma um milljarðafjárfestingar hersins á Keflavíkurflugvelli á næstu árum, að einungis 37,1% svarenda séu jákvæðir í garð varnarsamstarfsins við Bandaríkin og 49% gagnvart aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu (NATO). Kannanir sem þessar varpa að mörgu leyti ljósi á þau tengsl sem geta verið á milli þekkingar fólks á viðfangsefni og viðhorfi þess gagnvart því. Þörf er á aukinni umræðu um utanríkismál á Íslandi, bæði meðal almennings og ekki síður meðal kjörinna fulltrúa. Mikilvægi utanríkismála fyrir Ísland er ótvírætt. Nauðsynlegt er að lögð sé tilhlýðileg áhersla á og unnið gagngert að því að auka þekkingu, umræðu og skilning á málaflokknum. Það mun ótvírætt skila sér í bæði upplýstari og lýðræðislegri ákvarðanatöku um utanríkismál. Það er af nægu að taka í niðurstöðum umræddrar könnunnar sem verður vonandi uppspretta frekari umræðna um utanríkismál á komandi misserum. Þá væri í sjálfu sér vissum tilgangi náð.Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun