Viðhorf Íslendinga til alþjóðasamstarfs Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar 26. júní 2019 12:02 Utanríkisráðuneytið lét nýverið gera könnun á viðhorfi Íslendinga til alþjóðasamstarfs. Niðurstöðurnar voru að mörgu leyti mjög jákvæðar. Þar má nefna það viðhorf stórs meirihluta svarenda að hagsæld Íslands byggjast að miklu leyti á alþjóðlegri samvinnu (73,6%) og alþjóðaviðskiptum (78,3%). Sama má segja um jákvætt viðhorf gagnvart norrænu samstarfi (92%) og þátttöku Íslands í Sameinuðu þjóðunum (77,9%) og mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna (80,8%). Loks var gott að sjá hversu hátt hlufall svarenda telur mikilvægt að Ísland veiti þróunarríkjum aðstoð (79,1%) og veiti mannúðaraðstoð (84%). Viðhorf svarenda gagnvart þátttöku Íslands í svæðisbundnu samstarfi Evrópuríkja lofar hins vegar ekki jafn góðu. Það getur varla talist fullnægjandi að 55% svarenda séu jákvæðir gagnvart EES-samningnum, umfangsmesta og mikilvægasta milliríkjasamningi sem Ísland á aðild að. Þarna vantar greinilega eitthvað upp á. Sömuleiðis er það afar langt frá því að vera fullnægjandi að einungis 50,8% svarenda séu jákvæðir gagnvart virkri þátttöku Íslands í Evrópuráðinu í Strassborg, mikilvægustu mannréttindastofnun Evrópu. Þar spilar stefna íslenskra stjórnvalda vafalaust inn í en starfi ráðsins er ekki sinnt af meiri festu en svo að Ísland er eina aðildarríki ráðsins sem ekki starfrækir fastanefnd í Strassborg. Áætlað var að enduropna fastanefndina árið 2016 en þess í stað var fyrirsvar Íslands gagnvart Evrópuráðinu fært hingað heim á síðasta ári. Ísland tekur við formennsku í Evrópuráðinu í lok árs 2021 og því ekki seinna vænna að spýta verulega í lófana, bæði hvað varðar virka þátttöku í starfi Evrópuráðsins en ekki síður þegar kemur að því að auka þekkingu og skilning almennings á starfi og mikilvægi ráðsins. Í þessu samhengi er þó rétt að nefna að alþingismenn hafa í gegnum tíðina látið vel til sín taka innan Evrópuráðsþingsins, einnar helstu stofnunar Evrópuráðsins, og það ekki síst núverandi formaður og varaformaður Íslandsdeildar. Loks verður að teljast áhugavert, í ljósi aukinnar viðveru Bandaríkjahers á Íslandi og áforma um milljarðafjárfestingar hersins á Keflavíkurflugvelli á næstu árum, að einungis 37,1% svarenda séu jákvæðir í garð varnarsamstarfsins við Bandaríkin og 49% gagnvart aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu (NATO). Kannanir sem þessar varpa að mörgu leyti ljósi á þau tengsl sem geta verið á milli þekkingar fólks á viðfangsefni og viðhorfi þess gagnvart því. Þörf er á aukinni umræðu um utanríkismál á Íslandi, bæði meðal almennings og ekki síður meðal kjörinna fulltrúa. Mikilvægi utanríkismála fyrir Ísland er ótvírætt. Nauðsynlegt er að lögð sé tilhlýðileg áhersla á og unnið gagngert að því að auka þekkingu, umræðu og skilning á málaflokknum. Það mun ótvírætt skila sér í bæði upplýstari og lýðræðislegri ákvarðanatöku um utanríkismál. Það er af nægu að taka í niðurstöðum umræddrar könnunnar sem verður vonandi uppspretta frekari umræðna um utanríkismál á komandi misserum. Þá væri í sjálfu sér vissum tilgangi náð.Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Utanríkismál Vilborg Ása Guðjónsdóttir Mest lesið Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Utanríkisráðuneytið lét nýverið gera könnun á viðhorfi Íslendinga til alþjóðasamstarfs. Niðurstöðurnar voru að mörgu leyti mjög jákvæðar. Þar má nefna það viðhorf stórs meirihluta svarenda að hagsæld Íslands byggjast að miklu leyti á alþjóðlegri samvinnu (73,6%) og alþjóðaviðskiptum (78,3%). Sama má segja um jákvætt viðhorf gagnvart norrænu samstarfi (92%) og þátttöku Íslands í Sameinuðu þjóðunum (77,9%) og mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna (80,8%). Loks var gott að sjá hversu hátt hlufall svarenda telur mikilvægt að Ísland veiti þróunarríkjum aðstoð (79,1%) og veiti mannúðaraðstoð (84%). Viðhorf svarenda gagnvart þátttöku Íslands í svæðisbundnu samstarfi Evrópuríkja lofar hins vegar ekki jafn góðu. Það getur varla talist fullnægjandi að 55% svarenda séu jákvæðir gagnvart EES-samningnum, umfangsmesta og mikilvægasta milliríkjasamningi sem Ísland á aðild að. Þarna vantar greinilega eitthvað upp á. Sömuleiðis er það afar langt frá því að vera fullnægjandi að einungis 50,8% svarenda séu jákvæðir gagnvart virkri þátttöku Íslands í Evrópuráðinu í Strassborg, mikilvægustu mannréttindastofnun Evrópu. Þar spilar stefna íslenskra stjórnvalda vafalaust inn í en starfi ráðsins er ekki sinnt af meiri festu en svo að Ísland er eina aðildarríki ráðsins sem ekki starfrækir fastanefnd í Strassborg. Áætlað var að enduropna fastanefndina árið 2016 en þess í stað var fyrirsvar Íslands gagnvart Evrópuráðinu fært hingað heim á síðasta ári. Ísland tekur við formennsku í Evrópuráðinu í lok árs 2021 og því ekki seinna vænna að spýta verulega í lófana, bæði hvað varðar virka þátttöku í starfi Evrópuráðsins en ekki síður þegar kemur að því að auka þekkingu og skilning almennings á starfi og mikilvægi ráðsins. Í þessu samhengi er þó rétt að nefna að alþingismenn hafa í gegnum tíðina látið vel til sín taka innan Evrópuráðsþingsins, einnar helstu stofnunar Evrópuráðsins, og það ekki síst núverandi formaður og varaformaður Íslandsdeildar. Loks verður að teljast áhugavert, í ljósi aukinnar viðveru Bandaríkjahers á Íslandi og áforma um milljarðafjárfestingar hersins á Keflavíkurflugvelli á næstu árum, að einungis 37,1% svarenda séu jákvæðir í garð varnarsamstarfsins við Bandaríkin og 49% gagnvart aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu (NATO). Kannanir sem þessar varpa að mörgu leyti ljósi á þau tengsl sem geta verið á milli þekkingar fólks á viðfangsefni og viðhorfi þess gagnvart því. Þörf er á aukinni umræðu um utanríkismál á Íslandi, bæði meðal almennings og ekki síður meðal kjörinna fulltrúa. Mikilvægi utanríkismála fyrir Ísland er ótvírætt. Nauðsynlegt er að lögð sé tilhlýðileg áhersla á og unnið gagngert að því að auka þekkingu, umræðu og skilning á málaflokknum. Það mun ótvírætt skila sér í bæði upplýstari og lýðræðislegri ákvarðanatöku um utanríkismál. Það er af nægu að taka í niðurstöðum umræddrar könnunnar sem verður vonandi uppspretta frekari umræðna um utanríkismál á komandi misserum. Þá væri í sjálfu sér vissum tilgangi náð.Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun