Vaxtalækkun Seðlabankans enn eitt skrefið í átt að markmiðum kjarasamninga Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. júní 2019 12:13 Drífa Snædal, forseti ASÍ, er ánægð með ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans. Vísir/Vilhelm Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur séu jákvæðar fréttir. Ákvörðunin staðfesti að markmið nýgerðra kjarasamninga um að bæta lífskjör á breiðum grunni hafi gengið eftir.Sjá nánar: Seðlabankinn rökstyður stýrivaxtalækkun „Vaxtalækkun er mikilvæg fyrir launafólk og efnahagslífið allt og sé enn eitt skrefið í átt að markmiðum samninganna að bæta lífskjör og afkomu fólks.“ Með ákvörðuninni sé Seðlabankinn að bregðast við breyttum aðstæðum í efnahagslífinu en umsvif í hagkerfinu hafa dregist saman undanfarin misseri. „Þar munar mestu um breyttar horfur í útflutningsgreinum en Seðlabankinn spáði í síðustu peningamálum að útflutningur myndi dragast saman um 3,7% á þessu ári. Vöxtur einkaneyslunnar mælist þó enn nokkur en samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar jókst einkaneysla um 2,8% milli ára á fyrsta ársfjórðungi,“ segir í frétt ASÍ. „Ljóst er að efnahagsleg óvissa hefur aukist og vænta má þess að atvinnuleysi komi til með að aukast með haustinu. Seðlabankinn væntir þess þó að verðbólga sé búin að ná hámarki og komi til með að hjaðna á næstu misserum en tekur þó fram að lækkun gengis krónunnar geti sett strik í þann reikning. Núverandi spá Seðlabankans er þannig að verðbólga verði að jafnaði 3,2% á þessu ári en samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar mældist verðbólga 3,3% nú í júní.“ Efnahagsmál Kjaramál Seðlabankinn Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Erlent Fleiri fréttir Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Sjá meira
Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur séu jákvæðar fréttir. Ákvörðunin staðfesti að markmið nýgerðra kjarasamninga um að bæta lífskjör á breiðum grunni hafi gengið eftir.Sjá nánar: Seðlabankinn rökstyður stýrivaxtalækkun „Vaxtalækkun er mikilvæg fyrir launafólk og efnahagslífið allt og sé enn eitt skrefið í átt að markmiðum samninganna að bæta lífskjör og afkomu fólks.“ Með ákvörðuninni sé Seðlabankinn að bregðast við breyttum aðstæðum í efnahagslífinu en umsvif í hagkerfinu hafa dregist saman undanfarin misseri. „Þar munar mestu um breyttar horfur í útflutningsgreinum en Seðlabankinn spáði í síðustu peningamálum að útflutningur myndi dragast saman um 3,7% á þessu ári. Vöxtur einkaneyslunnar mælist þó enn nokkur en samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar jókst einkaneysla um 2,8% milli ára á fyrsta ársfjórðungi,“ segir í frétt ASÍ. „Ljóst er að efnahagsleg óvissa hefur aukist og vænta má þess að atvinnuleysi komi til með að aukast með haustinu. Seðlabankinn væntir þess þó að verðbólga sé búin að ná hámarki og komi til með að hjaðna á næstu misserum en tekur þó fram að lækkun gengis krónunnar geti sett strik í þann reikning. Núverandi spá Seðlabankans er þannig að verðbólga verði að jafnaði 3,2% á þessu ári en samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar mældist verðbólga 3,3% nú í júní.“
Efnahagsmál Kjaramál Seðlabankinn Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Erlent Fleiri fréttir Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Sjá meira