Vill íbúakosningu um skipulag Elliðaárdals Ari Brynjólfsson skrifar 27. júní 2019 08:00 Halldór Páll Gíslason, formaður Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins, vill engar stórframkvæmdir á svæðinu. Fréttablaðið/Stefán Karlsson Hollvinasamtök Elliðaárdals munu kæra nýtt skipulag við Elliðaárdalinn til Skipulagsstofnunar og reyna að koma því í íbúakosningu. Deiliskipulag fyrir svæðið, sem heimilar byggingu gróðurhvelfinga, var samþykkt á fundi skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar í gær. Fer það nú fyrir borgarráð. Halldór Páll Gíslason, formaður Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins, er verulega ósáttur við að farið verði í uppbyggingu á svæðinu og segir að hann bíði nú eftir að borgarráð afgreiði málið til að hægt sé að kæra það. „Það er ekki bara verið að samþykkja að byggja 4.500 fermetra biodome og húsnæði fyrir Garðyrkjufélag Reykjavíkur, það er verið að samþykkja 43 þúsund fermetra lóðir inni í Elliðaárdalnum. Þetta er enginn vinnuskúr. Ég bara á ekki orð.“Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.Líkt og Fréttablaðið greindi frá fyrir skömmu telur Umhverfisstofnun fyrirhugaða byggingu ganga á svæðið, skerða útivistarsvæði almennings verulega og þrengja að vatnasviði. Hyggst Halldór Páll kæra málið til Skipulagsstofnunar á grundvelli álits Umhverfisstofnunar. Hyggst hann líka fara með málið í íbúakosningu. „Við munum fara í það ferli eins og á Selfossi að gera kröfu um íbúakosningu til að fá þetta fellt.“ Hjálmar Sveinsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í ráðinu, segir deiliskipulagið ekki ganga á Elliðaárdalinn. „Þetta er á svæði við Stekkjarbakka og er í rauninni býsna raskað,“ segir Hjálmar. „Þetta er í jaðri Elliðaárdalsins. Þarna gerir aðalskipulag Reykjavíkur ráð fyrir að geti komið græn starfsemi. Við teljum einfaldlega að þetta sem þarna er fyrirhugað sé í samræmi við aðalskipulagið.“ Hildur Björnsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í ráðinu, er ekki sammála um að svæðið sé í jaðrinum. „Við höfum verið mótfallin þessu skipulagi frá upphafi. Það hefur mikið verið reynt að halda því fram að þetta sé ekki grænt svæði. Þetta er alveg ofan í Elliðaánum,“ segir Hildur. „Svona svæði eru með því verðmætasta sem við eigum í borgum og við eigum að vernda það. Elliðaárdalurinn er lungu borgarinnar.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Undirbúa byggingu stærðarinnar gróðurhúss við Elliðaárdal Borgarráð hefur veitt fyrirtækinu Spor í sandinn vilyrði fyrir stækkun lóðar í Stekkjarholti í Breiðtholti vegna fyrirhugaðrar byggingar stærðarinnar gróðurhvelfingar. 8. desember 2017 14:05 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Innlent Fleiri fréttir Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Sjá meira
Hollvinasamtök Elliðaárdals munu kæra nýtt skipulag við Elliðaárdalinn til Skipulagsstofnunar og reyna að koma því í íbúakosningu. Deiliskipulag fyrir svæðið, sem heimilar byggingu gróðurhvelfinga, var samþykkt á fundi skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar í gær. Fer það nú fyrir borgarráð. Halldór Páll Gíslason, formaður Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins, er verulega ósáttur við að farið verði í uppbyggingu á svæðinu og segir að hann bíði nú eftir að borgarráð afgreiði málið til að hægt sé að kæra það. „Það er ekki bara verið að samþykkja að byggja 4.500 fermetra biodome og húsnæði fyrir Garðyrkjufélag Reykjavíkur, það er verið að samþykkja 43 þúsund fermetra lóðir inni í Elliðaárdalnum. Þetta er enginn vinnuskúr. Ég bara á ekki orð.“Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.Líkt og Fréttablaðið greindi frá fyrir skömmu telur Umhverfisstofnun fyrirhugaða byggingu ganga á svæðið, skerða útivistarsvæði almennings verulega og þrengja að vatnasviði. Hyggst Halldór Páll kæra málið til Skipulagsstofnunar á grundvelli álits Umhverfisstofnunar. Hyggst hann líka fara með málið í íbúakosningu. „Við munum fara í það ferli eins og á Selfossi að gera kröfu um íbúakosningu til að fá þetta fellt.“ Hjálmar Sveinsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í ráðinu, segir deiliskipulagið ekki ganga á Elliðaárdalinn. „Þetta er á svæði við Stekkjarbakka og er í rauninni býsna raskað,“ segir Hjálmar. „Þetta er í jaðri Elliðaárdalsins. Þarna gerir aðalskipulag Reykjavíkur ráð fyrir að geti komið græn starfsemi. Við teljum einfaldlega að þetta sem þarna er fyrirhugað sé í samræmi við aðalskipulagið.“ Hildur Björnsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í ráðinu, er ekki sammála um að svæðið sé í jaðrinum. „Við höfum verið mótfallin þessu skipulagi frá upphafi. Það hefur mikið verið reynt að halda því fram að þetta sé ekki grænt svæði. Þetta er alveg ofan í Elliðaánum,“ segir Hildur. „Svona svæði eru með því verðmætasta sem við eigum í borgum og við eigum að vernda það. Elliðaárdalurinn er lungu borgarinnar.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Undirbúa byggingu stærðarinnar gróðurhúss við Elliðaárdal Borgarráð hefur veitt fyrirtækinu Spor í sandinn vilyrði fyrir stækkun lóðar í Stekkjarholti í Breiðtholti vegna fyrirhugaðrar byggingar stærðarinnar gróðurhvelfingar. 8. desember 2017 14:05 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Innlent Fleiri fréttir Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Sjá meira
Undirbúa byggingu stærðarinnar gróðurhúss við Elliðaárdal Borgarráð hefur veitt fyrirtækinu Spor í sandinn vilyrði fyrir stækkun lóðar í Stekkjarholti í Breiðtholti vegna fyrirhugaðrar byggingar stærðarinnar gróðurhvelfingar. 8. desember 2017 14:05