Losa sig við áreitisvörnina til að fjölga körlum Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. júní 2019 11:31 Á hverjum degi opnast fyrir spjalltengingu við einn notanda sem hverfur svo á miðnætti. Eina leiðin til að halda spjallinu gangandi eftir miðnætti er ef báðir aðilar hafa valið að framlengja spjallið. skjáskot Aðstandendur íslenska stefnumótaforritsins The One telja að í upphaflegri útgáfu forritsins hafi verið að finna of stóra hindrun fyrir karlmenn. Af þeim sökum hefur verið tekin ákvörðun um að karlmenn þurfi ekki lengur á boðslykli að halda til að nota forritið. The One var ýtt úr vör í síðustu viku. Í forritinu fá notendur úthlutaðri einni manneskju á dag en það eina þeir sem sjá um hinn einstaklinginn er ein mynd, fornafn og fjarlægð frá notandanum. Notendur hafa svo til miðnættis til að spjalla saman og kynnast. Á miðnætti hverfur svo manneskjan að eilífu nema báðir aðilar vilji framlengja spjallið. Mikill kynjahalli hefur verið á forritinu frá fyrsta degi. Konur hafa verið langtum fleiri, þær voru þannig þrefalt fleiri en karlar á forritinu á mánudag, og segja aðstandendur The One að fyrir vikið hafi spjalltengingar oft orðið frekar kómískar. Ástæðan sé meðal annars mikill aldursmunur notenda. Upphaflega þurftu allir karlmenn að fá boðslykil frá konu úr forritinu, en það var gert til að minnka áreiti í garð kvenna að sögn aðstandenda The One. Þessi boðslykill er sagður ein helsta ástæða þess að illa hafi gengið að fjölga körlum á forritinu. Því hafi verið tekin ákvörðun um að fleygja lyklinum.„Þó að fjöldi niðurhala frá karlmönnum hafi aukist töluvert undanfarið þá stendur boðslykillinn enn í vegi fyrir því að stór hluti karlmanna geti byrjað að nota appið. Forsvarsmenn The One hafa því ákveðið að fara aðra leið til að fá konur til að staðfesta karlmenn á appinu, en eftir hvert spjall við nýja notendur sem á sér stað eru konur beðnar um að láta vita hvort nokkuð áreiti hafi átt sér stað,“ segir í tilkynningu frá aðstandendum The One. Því geta allir sótt forritið t.d. hér að neðan, og byrjað að spjalla, en gerist einhver uppvís að áreiti og það tilkynnt dettur viðkomandi notandi út. „Eftir að hafa fengið töluverða endurgjöf frá notendum, rýnt í tölurnar og ráðfært okkur við fjölda fólks, höfum við ákveðið að fara þessa leið og segja skilið við boðslyklana að sinni. Við teljum þessa aðferð heilnæmari og líklegri til þess að skila tilætluðum árangri án þess að mismuna neinum,” er haft eftir Davíði Erni Símonarsyni, framkvæmdastjóra The One, í tilkynningunni. The One er komið út í App Store og á Google Play og er frítt fyrir alla. Hægt er að nálgast nánari leiðbeiningar á heimasíðu The One. Ástin og lífið Tækni Tengdar fréttir Áherslan ekki á skyndikynni í íslenska appinu The One The One er nýtt íslenskt stefnumóta app þar sem konur ráða því hvaða karlmenn fá aðgang. Makamál hitti stofnendur The One og fengu að heyra meira um appið. 21. júní 2019 12:00 Vantar miklu fleiri karlmenn fyrir einhleypu konurnar Forsvarsmenn nýja stefnumótaforritsins The One hvetja karlmenn til að vera óhræddir við að sækja smáforritið. 24. júní 2019 15:31 Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira
Aðstandendur íslenska stefnumótaforritsins The One telja að í upphaflegri útgáfu forritsins hafi verið að finna of stóra hindrun fyrir karlmenn. Af þeim sökum hefur verið tekin ákvörðun um að karlmenn þurfi ekki lengur á boðslykli að halda til að nota forritið. The One var ýtt úr vör í síðustu viku. Í forritinu fá notendur úthlutaðri einni manneskju á dag en það eina þeir sem sjá um hinn einstaklinginn er ein mynd, fornafn og fjarlægð frá notandanum. Notendur hafa svo til miðnættis til að spjalla saman og kynnast. Á miðnætti hverfur svo manneskjan að eilífu nema báðir aðilar vilji framlengja spjallið. Mikill kynjahalli hefur verið á forritinu frá fyrsta degi. Konur hafa verið langtum fleiri, þær voru þannig þrefalt fleiri en karlar á forritinu á mánudag, og segja aðstandendur The One að fyrir vikið hafi spjalltengingar oft orðið frekar kómískar. Ástæðan sé meðal annars mikill aldursmunur notenda. Upphaflega þurftu allir karlmenn að fá boðslykil frá konu úr forritinu, en það var gert til að minnka áreiti í garð kvenna að sögn aðstandenda The One. Þessi boðslykill er sagður ein helsta ástæða þess að illa hafi gengið að fjölga körlum á forritinu. Því hafi verið tekin ákvörðun um að fleygja lyklinum.„Þó að fjöldi niðurhala frá karlmönnum hafi aukist töluvert undanfarið þá stendur boðslykillinn enn í vegi fyrir því að stór hluti karlmanna geti byrjað að nota appið. Forsvarsmenn The One hafa því ákveðið að fara aðra leið til að fá konur til að staðfesta karlmenn á appinu, en eftir hvert spjall við nýja notendur sem á sér stað eru konur beðnar um að láta vita hvort nokkuð áreiti hafi átt sér stað,“ segir í tilkynningu frá aðstandendum The One. Því geta allir sótt forritið t.d. hér að neðan, og byrjað að spjalla, en gerist einhver uppvís að áreiti og það tilkynnt dettur viðkomandi notandi út. „Eftir að hafa fengið töluverða endurgjöf frá notendum, rýnt í tölurnar og ráðfært okkur við fjölda fólks, höfum við ákveðið að fara þessa leið og segja skilið við boðslyklana að sinni. Við teljum þessa aðferð heilnæmari og líklegri til þess að skila tilætluðum árangri án þess að mismuna neinum,” er haft eftir Davíði Erni Símonarsyni, framkvæmdastjóra The One, í tilkynningunni. The One er komið út í App Store og á Google Play og er frítt fyrir alla. Hægt er að nálgast nánari leiðbeiningar á heimasíðu The One.
Ástin og lífið Tækni Tengdar fréttir Áherslan ekki á skyndikynni í íslenska appinu The One The One er nýtt íslenskt stefnumóta app þar sem konur ráða því hvaða karlmenn fá aðgang. Makamál hitti stofnendur The One og fengu að heyra meira um appið. 21. júní 2019 12:00 Vantar miklu fleiri karlmenn fyrir einhleypu konurnar Forsvarsmenn nýja stefnumótaforritsins The One hvetja karlmenn til að vera óhræddir við að sækja smáforritið. 24. júní 2019 15:31 Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira
Áherslan ekki á skyndikynni í íslenska appinu The One The One er nýtt íslenskt stefnumóta app þar sem konur ráða því hvaða karlmenn fá aðgang. Makamál hitti stofnendur The One og fengu að heyra meira um appið. 21. júní 2019 12:00
Vantar miklu fleiri karlmenn fyrir einhleypu konurnar Forsvarsmenn nýja stefnumótaforritsins The One hvetja karlmenn til að vera óhræddir við að sækja smáforritið. 24. júní 2019 15:31