Góð uppskera á þingvetrinum Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 28. júní 2019 08:00 Í ati hversdagsins, þar sem hraði samfélagsmiðlanna ræður för, hættir okkur oft til að gleyma því sem gert hefur verið. Þannig tekur eitt við af öðru, lifir í umræðunni stundarkorn og víkur svo fyrir því næsta. Þingi var frestað í síðustu viku. Mesta athygli á liðnum þingvetri vakti málþóf Miðflokksins, eðlilega. Ýmislegt fleira gerðist þó á þessu þingi og þegar litið er yfir sviðið sést að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur komið ansi mörgum framfaramálum í gegnum þingið. Frumvarp forsætisráðherra um kynrænt sjálfræði er orðið að lögum. Þar er að finna umfangsmikla réttarbót sem löngu er orðin tímabær. Þá er einnig, að undirlagi heilbrigðisráðherra, búið að breyta löggjöf um þungunarrof og tryggja í sessi rétt kvenna yfir eigin líkama og einnig má nefna lög um ófrjósemisaðgerðir sem tryggja sjálfsforræði í ákvörðunum um slíkar aðgerðir. Öll þessi mál eru mikil réttarbót. Fljótlega eftir að ríkisstjórnin tók til starfa skipaði forsætisráðherra nefnd til að fara yfir umbætur á löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis. Sú nefnd skilaði tillögum og í kjölfarið hafa verið gerðar löngu tímabærar breytingar á ýmsum lögum, t.d. um tjáningarfrelsi og aðgang að upplýsingum. Nú er svo komið að GRECO, nefnd Evrópuráðsins gegn spillingu, segir okkur á réttri leið með að styrkja stjórnkerfið til að draga úr hættu á spillingu. Gerðar hafa verið breytingar á lögum um mat á umhverfisáhrifum, lög um loftslagsmál styrkt, umferðarlög uppfærð og þjóðinni sett heilbrigðisstefna, í fyrsta skipti sem það er gert. Breytingar hafa verið gerðar á lögum um fiskeldi sem treysta umhverfisþætti betur í sessi og unnið verður að stofnun ráðgjafarstofu innflytjenda. Þetta er fráleitt tæmandi listi yfir þau góðu mál sem þingið afgreiddi á liðnum vetri. Í haust er svo von á fjölmörgum málum þar sem enn verður haldið áfram að bæta samfélagið, svo sem tengdum lífskjarasamningunum. Það skiptir nefnilega máli hver stjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Í ati hversdagsins, þar sem hraði samfélagsmiðlanna ræður för, hættir okkur oft til að gleyma því sem gert hefur verið. Þannig tekur eitt við af öðru, lifir í umræðunni stundarkorn og víkur svo fyrir því næsta. Þingi var frestað í síðustu viku. Mesta athygli á liðnum þingvetri vakti málþóf Miðflokksins, eðlilega. Ýmislegt fleira gerðist þó á þessu þingi og þegar litið er yfir sviðið sést að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur komið ansi mörgum framfaramálum í gegnum þingið. Frumvarp forsætisráðherra um kynrænt sjálfræði er orðið að lögum. Þar er að finna umfangsmikla réttarbót sem löngu er orðin tímabær. Þá er einnig, að undirlagi heilbrigðisráðherra, búið að breyta löggjöf um þungunarrof og tryggja í sessi rétt kvenna yfir eigin líkama og einnig má nefna lög um ófrjósemisaðgerðir sem tryggja sjálfsforræði í ákvörðunum um slíkar aðgerðir. Öll þessi mál eru mikil réttarbót. Fljótlega eftir að ríkisstjórnin tók til starfa skipaði forsætisráðherra nefnd til að fara yfir umbætur á löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis. Sú nefnd skilaði tillögum og í kjölfarið hafa verið gerðar löngu tímabærar breytingar á ýmsum lögum, t.d. um tjáningarfrelsi og aðgang að upplýsingum. Nú er svo komið að GRECO, nefnd Evrópuráðsins gegn spillingu, segir okkur á réttri leið með að styrkja stjórnkerfið til að draga úr hættu á spillingu. Gerðar hafa verið breytingar á lögum um mat á umhverfisáhrifum, lög um loftslagsmál styrkt, umferðarlög uppfærð og þjóðinni sett heilbrigðisstefna, í fyrsta skipti sem það er gert. Breytingar hafa verið gerðar á lögum um fiskeldi sem treysta umhverfisþætti betur í sessi og unnið verður að stofnun ráðgjafarstofu innflytjenda. Þetta er fráleitt tæmandi listi yfir þau góðu mál sem þingið afgreiddi á liðnum vetri. Í haust er svo von á fjölmörgum málum þar sem enn verður haldið áfram að bæta samfélagið, svo sem tengdum lífskjarasamningunum. Það skiptir nefnilega máli hver stjórnar.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar