Lawson mun aðstoða hinn frábæra þjálfara Brad Stevens og það var einmitt tækifærið að vinna með honum sem sannfærði Köru um að taka slaginn á komandi tímabili.
The Boston Celtics are hiring Kara Lawson as an assistant coach, league sources tell ESPN. Lawson, an ex-WNBA and Olympic champion, has been an NBA commentator with ESPN and the TV analyst for the Washington Wizards.
— Adrian Wojnarowski (@wojespn) June 27, 2019
Kara Lawson er 38 ára gömul og spilaði í WNBA-deildinni frá 2003 til 2015. Hún hefur unnið mikið sem körfuboltaspekingur í sjónvarpi síðan að körfuboltaskórnir fóru upp á hillu.
Lawson kom að körfuboltalýsingum á ESPN og lýsti líka leikjum Washington Wizards í NBA. Hún hefur fengið mikið hrós fyrir starf sitt í sjónvarpi enda með mikið vit á körfubolta.
Kara Lawson var mjög öflugur leikstjórnandi á sínum ferli og varð bæði WNBA-meistari (2005 með Sacramento Monarchs) og Ólympíumeistari (2008 í Peking) á sínum ferli.
Kara Lawson verður fjórða konan til að þjálfa í NBA-deildinni en hinar eru Becky Hammon hjá San Antonio Spurs, Jenny Boucek hjá Dallas Mavericks og Lindsay Gottlieb hjá Cleveland Cavaliers.
Becky Hammon var sú fyrsta, Jenny Boucek bættist í hópinn á síðasta tímabili og Lindsay Gottlieb er ný á þessu tímabili eins og Kara Lawson.