Sendir mál ALC aftur til Landsréttar Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. júní 2019 12:10 Flugvélin sem Isavia kyrrsetti vegna skuldar WOW air sést hér á Keflavíkurflugvelli. Visir/vilhelm Hæstiréttur hefur ómerkt úrskurð Landsréttar í máli flugvélaleigunnar ALC gegn Isavia. Málinu er vísað aftur til Landsréttar til löglegrar meðferðar, ekki síst í ljósi þess að „að með hinum kærða úrskurði var í verulegum atriðum vikið frá réttri meðferð málsins,“ eins og fram kemur í dómi Hæstaréttar. Isavia kyrrsetti farþegaþotu í eigu ALC þegar WOW air varð gjaldþrota í lok mars sem tryggingu fyrir skuldum fallna flugfélagsins vegna flugvallargjalda og annarrar þjónustu á Keflavíkurflugvelli. ALC lagði í kjölfarið fram aðfararbeiðni um miðjan apríl þar sem fyrirtækið krafðist þess að Isavia léti vélina af hendi. Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í byrjun maí að Isavia hafi verið heimilt að kyrrsetja þotuna en aðeins vegna gjalda sem tengdust þotunni sjálfri, um 80 milljónum króna, en ekki fyrir allri skuld WOW air sem sögð er um tveir milljarðar króna, Landsréttur komst aftur á móti að þeirri niðurstöðu að ISAVIA mætti halda flugvélinni vegna heildarskuldar WOW air, ekki eingöngu þeirra sem tengdust flugvélinni sem ALC vill fá afhenta. Flugvélaleigufyrirtækið kærði úrskurð Landsréttar til Hæstarétts sem kvað upp dóm sinn í gær.Óheimilt að krukka í forsendum Þar er þess getið að það hafi verið ISAVIA sem kærði úrskurð héraðsdóms vegna málskostnaðar, en ekki ALC. Þegar fyrir Landsrétt var komið hafi ALC gert varakröfu um að kærði úrskurðurinn yrði staðfestur - rétt eins og ISAVIA, sem þó fór fram á að forsendum úrskurðarins yrði breytt. Á það féllst Landsréttur.Hæstiréttur taldi hins vegar að Landrétti hefði borið að verða við kröfu ISAVIA um synjun aðfaragerðar, án þess að þess að taka á nokkurn hátt afstöðu til röksemda fyrir henni og leysa einvörðungu úr ágreiningi aðilanna um málskostnað. „Í þeirri úrlausn hefði engu getað breytt hvort röksemdir fyrir niðurstöðu héraðsdóms um önnur atriði kynnu í einhverju að hafa þótt ekki geta staðist,“ segir í dómi Hæstaréttar og bætt við: „Var því talið að með hinum kærða úrskurði hefði í verulegum atriðum verið vikið frá réttri meðferð málsins og því óhjákvæmilegt án kröfu að ómerkja úrskurðinn og vísa málinu á ný til Landsréttar til löglegrar meðferðar.“Dóm Hæstaréttar má nálgast hér. Deilur ISAVIA og ALC Dómsmál Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir ALC fær að kæra til Hæstaréttar Hæstiréttur Íslands hefur gefið flugvélaleigufyrirtækinu ALC leyfi til að áfrýja úrskurði Landsréttar í máli fyrirtækisins gegn Isavia. 19. júní 2019 14:20 Skoða ólíkar sviðsmyndir í kyrrsetningarmáli ALC Ekkert útlit virðist vera fyrir að Airbus-þota bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins ALC, sem Isavia kyrrsetti á Keflavíkurflugvelli í lok mars fyrir ríflega tveggja milljarða króna skuld WOW air, losni þaðan í bráð. 11. júní 2019 07:42 Isavia mátti halda WOW-vélinni fyrir tveggja milljarða skuld Landsréttur komst að þessari niðurstöðu í dag og staðfesti þar með úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá því í byrjun mánaðar. 24. maí 2019 17:52 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Sjá meira
Hæstiréttur hefur ómerkt úrskurð Landsréttar í máli flugvélaleigunnar ALC gegn Isavia. Málinu er vísað aftur til Landsréttar til löglegrar meðferðar, ekki síst í ljósi þess að „að með hinum kærða úrskurði var í verulegum atriðum vikið frá réttri meðferð málsins,“ eins og fram kemur í dómi Hæstaréttar. Isavia kyrrsetti farþegaþotu í eigu ALC þegar WOW air varð gjaldþrota í lok mars sem tryggingu fyrir skuldum fallna flugfélagsins vegna flugvallargjalda og annarrar þjónustu á Keflavíkurflugvelli. ALC lagði í kjölfarið fram aðfararbeiðni um miðjan apríl þar sem fyrirtækið krafðist þess að Isavia léti vélina af hendi. Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í byrjun maí að Isavia hafi verið heimilt að kyrrsetja þotuna en aðeins vegna gjalda sem tengdust þotunni sjálfri, um 80 milljónum króna, en ekki fyrir allri skuld WOW air sem sögð er um tveir milljarðar króna, Landsréttur komst aftur á móti að þeirri niðurstöðu að ISAVIA mætti halda flugvélinni vegna heildarskuldar WOW air, ekki eingöngu þeirra sem tengdust flugvélinni sem ALC vill fá afhenta. Flugvélaleigufyrirtækið kærði úrskurð Landsréttar til Hæstarétts sem kvað upp dóm sinn í gær.Óheimilt að krukka í forsendum Þar er þess getið að það hafi verið ISAVIA sem kærði úrskurð héraðsdóms vegna málskostnaðar, en ekki ALC. Þegar fyrir Landsrétt var komið hafi ALC gert varakröfu um að kærði úrskurðurinn yrði staðfestur - rétt eins og ISAVIA, sem þó fór fram á að forsendum úrskurðarins yrði breytt. Á það féllst Landsréttur.Hæstiréttur taldi hins vegar að Landrétti hefði borið að verða við kröfu ISAVIA um synjun aðfaragerðar, án þess að þess að taka á nokkurn hátt afstöðu til röksemda fyrir henni og leysa einvörðungu úr ágreiningi aðilanna um málskostnað. „Í þeirri úrlausn hefði engu getað breytt hvort röksemdir fyrir niðurstöðu héraðsdóms um önnur atriði kynnu í einhverju að hafa þótt ekki geta staðist,“ segir í dómi Hæstaréttar og bætt við: „Var því talið að með hinum kærða úrskurði hefði í verulegum atriðum verið vikið frá réttri meðferð málsins og því óhjákvæmilegt án kröfu að ómerkja úrskurðinn og vísa málinu á ný til Landsréttar til löglegrar meðferðar.“Dóm Hæstaréttar má nálgast hér.
Deilur ISAVIA og ALC Dómsmál Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir ALC fær að kæra til Hæstaréttar Hæstiréttur Íslands hefur gefið flugvélaleigufyrirtækinu ALC leyfi til að áfrýja úrskurði Landsréttar í máli fyrirtækisins gegn Isavia. 19. júní 2019 14:20 Skoða ólíkar sviðsmyndir í kyrrsetningarmáli ALC Ekkert útlit virðist vera fyrir að Airbus-þota bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins ALC, sem Isavia kyrrsetti á Keflavíkurflugvelli í lok mars fyrir ríflega tveggja milljarða króna skuld WOW air, losni þaðan í bráð. 11. júní 2019 07:42 Isavia mátti halda WOW-vélinni fyrir tveggja milljarða skuld Landsréttur komst að þessari niðurstöðu í dag og staðfesti þar með úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá því í byrjun mánaðar. 24. maí 2019 17:52 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Sjá meira
ALC fær að kæra til Hæstaréttar Hæstiréttur Íslands hefur gefið flugvélaleigufyrirtækinu ALC leyfi til að áfrýja úrskurði Landsréttar í máli fyrirtækisins gegn Isavia. 19. júní 2019 14:20
Skoða ólíkar sviðsmyndir í kyrrsetningarmáli ALC Ekkert útlit virðist vera fyrir að Airbus-þota bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins ALC, sem Isavia kyrrsetti á Keflavíkurflugvelli í lok mars fyrir ríflega tveggja milljarða króna skuld WOW air, losni þaðan í bráð. 11. júní 2019 07:42
Isavia mátti halda WOW-vélinni fyrir tveggja milljarða skuld Landsréttur komst að þessari niðurstöðu í dag og staðfesti þar með úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá því í byrjun mánaðar. 24. maí 2019 17:52