Leituðu ekki nægilega víða eftir umsögnum um sálfræðinginn sem braut á barni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. júní 2019 14:00 Sálfræðingurinn réð sig til borgarinnar í ágúst 2017. Fréttablaðið/GVA Yfirstjórn velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir skerpt hafi verið á því í verklagsreglum að leitað sé víða eftir umsögnum við ráðningar í störf þar sem unnið er með börnum og fötluðu fólki. Þetta kemur fram í svari sviðsins við fyrirspurn Vísis. Fyrrverandi starfsmaður velferðarsviðs hlaut á dögunum tveggja og hálfs árs dóm fyrir að brjóta á stjúpdóttur sinni á barnsaldri. Þá er hann til rannsóknar í öðru máli grunaður um að hafa endurtekið nauðgað dreng á fermingaraldri.Grunaður um annað brot Sálfræðingurinn, sem starfaði með börnum og unglingum í áratugi, hóf störf hjá Reykjavíkurborg í ágúst 2017. Við ráðninguna upplýsti hann ekki að hann hefði á sínum tíma sætt kæru þar sem hann var sakaður um að hafa nauðgað fyrrnefndum dreng sem var í sálfræðimeðferð hjá honum. Sálfræðingurinn var á þeim tímapunkti skólasálfræðingur í skólanum sem drengurinn gekk í. Málið leiddi ekki til ákæru þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Í desember 2017 var sálfræðingurinn svo kærður til lögreglu fyrir brot á fyrrum sjúpdóttur sinni sem hann hafði enn samskipti við. Brotið átti sér stað á heimili sálfræðingsins sem hafði boðið henni í mat. Var hann færður til í starfi í framhaldinu á meðan velferðarsvið skoðaði málið. Eftir nokkurra vikna skoðun var sálfræðingurinn settur í launað leyfi, í febrúar 2018, en þá hafði velferðarsvið einnig fengið upplýsingar um fyrri kæru á hendur manninum. Málið fór fyrir dóm í maí síðastliðnum og var á sama tíma gengið frá ráðningarlokum við manninn. Hafði hann þá verið í launuðu leyfi sem sérfræðingur hjá borginni í um það bil sextán mánuði. Dómur var svo kveðinn upp í júní og niðurstaðan tveggja og hálfs árs fangelsi.Gamla málið tekið upp Mál drengsins, sem nú er karlmaður um þrítugt, er í rannsókn hjá lögreglunni á Ísafirði. Ríkissaksóknari féllst á beiðni hans um endurupptöku í málinu í september í fyrra þar sem nýjar upplýsingar sem talið er að gætu skipt máli væru fram komnar. Í svari velferðarsviðs við fyrirspurn Vísis um ráðningu mannsins segir að við ráðningar í störf þar sem unnið er með börnum og fötluðu fólki sé gerð krafa um að umsækjendur framvísi hreinu sakavottorði. Verklagi velferðarsviðs var svo breytt í febrúar 2018, um það leyti er sálfræðingurinn var sendur í leyfi, á þann veg að vottorða er nú aflað úr sakaskrá við ráðningar í öll störf á sviðinu. Er það umfram lagaskyldu. Er þess getið að sálfræðingurinn var með hreint sakavottorð á þeim tíma sem hann var ráðinn. Velferðarsviði hafi ekki borist neinar frekari athugasemdir varðandi sálfræðinginn síðan hann var sendur í leyfi.Veistu meira um málið? Hafðu samband við kolbeinntumi(hja)stod2.is. Fullum trúnaði heitið. Dómsmál Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Tengdar fréttir Fyrrverandi starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar nauðgaði fyrrum stjúpdóttur sinni Fyrrverandi starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, karlmaður á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fyrrum stjúpdóttur sinni. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. 26. júní 2019 15:00 Á fullum launum hjá borginni grunaður um endurtekin brot gegn börnum Sálfræðingur sem dæmdur var í tveggja og hálfs árs fangelsi á dögunum fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrverandi sjúpdóttur sinni er til rannsóknar hjá lögreglunni á Ísafirði grunaður um að hafa nauðgað dreng í áttunda bekk. 27. júní 2019 12:15 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Fleiri fréttir Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Sjá meira
Yfirstjórn velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir skerpt hafi verið á því í verklagsreglum að leitað sé víða eftir umsögnum við ráðningar í störf þar sem unnið er með börnum og fötluðu fólki. Þetta kemur fram í svari sviðsins við fyrirspurn Vísis. Fyrrverandi starfsmaður velferðarsviðs hlaut á dögunum tveggja og hálfs árs dóm fyrir að brjóta á stjúpdóttur sinni á barnsaldri. Þá er hann til rannsóknar í öðru máli grunaður um að hafa endurtekið nauðgað dreng á fermingaraldri.Grunaður um annað brot Sálfræðingurinn, sem starfaði með börnum og unglingum í áratugi, hóf störf hjá Reykjavíkurborg í ágúst 2017. Við ráðninguna upplýsti hann ekki að hann hefði á sínum tíma sætt kæru þar sem hann var sakaður um að hafa nauðgað fyrrnefndum dreng sem var í sálfræðimeðferð hjá honum. Sálfræðingurinn var á þeim tímapunkti skólasálfræðingur í skólanum sem drengurinn gekk í. Málið leiddi ekki til ákæru þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Í desember 2017 var sálfræðingurinn svo kærður til lögreglu fyrir brot á fyrrum sjúpdóttur sinni sem hann hafði enn samskipti við. Brotið átti sér stað á heimili sálfræðingsins sem hafði boðið henni í mat. Var hann færður til í starfi í framhaldinu á meðan velferðarsvið skoðaði málið. Eftir nokkurra vikna skoðun var sálfræðingurinn settur í launað leyfi, í febrúar 2018, en þá hafði velferðarsvið einnig fengið upplýsingar um fyrri kæru á hendur manninum. Málið fór fyrir dóm í maí síðastliðnum og var á sama tíma gengið frá ráðningarlokum við manninn. Hafði hann þá verið í launuðu leyfi sem sérfræðingur hjá borginni í um það bil sextán mánuði. Dómur var svo kveðinn upp í júní og niðurstaðan tveggja og hálfs árs fangelsi.Gamla málið tekið upp Mál drengsins, sem nú er karlmaður um þrítugt, er í rannsókn hjá lögreglunni á Ísafirði. Ríkissaksóknari féllst á beiðni hans um endurupptöku í málinu í september í fyrra þar sem nýjar upplýsingar sem talið er að gætu skipt máli væru fram komnar. Í svari velferðarsviðs við fyrirspurn Vísis um ráðningu mannsins segir að við ráðningar í störf þar sem unnið er með börnum og fötluðu fólki sé gerð krafa um að umsækjendur framvísi hreinu sakavottorði. Verklagi velferðarsviðs var svo breytt í febrúar 2018, um það leyti er sálfræðingurinn var sendur í leyfi, á þann veg að vottorða er nú aflað úr sakaskrá við ráðningar í öll störf á sviðinu. Er það umfram lagaskyldu. Er þess getið að sálfræðingurinn var með hreint sakavottorð á þeim tíma sem hann var ráðinn. Velferðarsviði hafi ekki borist neinar frekari athugasemdir varðandi sálfræðinginn síðan hann var sendur í leyfi.Veistu meira um málið? Hafðu samband við kolbeinntumi(hja)stod2.is. Fullum trúnaði heitið.
Dómsmál Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Tengdar fréttir Fyrrverandi starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar nauðgaði fyrrum stjúpdóttur sinni Fyrrverandi starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, karlmaður á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fyrrum stjúpdóttur sinni. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. 26. júní 2019 15:00 Á fullum launum hjá borginni grunaður um endurtekin brot gegn börnum Sálfræðingur sem dæmdur var í tveggja og hálfs árs fangelsi á dögunum fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrverandi sjúpdóttur sinni er til rannsóknar hjá lögreglunni á Ísafirði grunaður um að hafa nauðgað dreng í áttunda bekk. 27. júní 2019 12:15 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Fleiri fréttir Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Sjá meira
Fyrrverandi starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar nauðgaði fyrrum stjúpdóttur sinni Fyrrverandi starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, karlmaður á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fyrrum stjúpdóttur sinni. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. 26. júní 2019 15:00
Á fullum launum hjá borginni grunaður um endurtekin brot gegn börnum Sálfræðingur sem dæmdur var í tveggja og hálfs árs fangelsi á dögunum fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrverandi sjúpdóttur sinni er til rannsóknar hjá lögreglunni á Ísafirði grunaður um að hafa nauðgað dreng í áttunda bekk. 27. júní 2019 12:15