Tveir látnir á Spáni vegna hitabylgjunnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. júní 2019 17:09 Maðurinn var við störf á akri þegar hann fann skyndilega fyrir miklum svima vegna hitans. Hann greip til þess ráðs að hoppa í kalda sundlaug til að kæla sig niður en þá fékk hann krampakast. Verkamaðurinn var úrskurðaður látinn á Reina Sofía-spítalanum klukkan 13:25 að staðartíma í dag. Vísir/ap Rekja má að minnsta kosti tvö dauðsföll beint til hitabylgjunnar sem gengur nú yfir hluta Evrópu en spænsk yfirvöld hafa greint frá því að 17 ára karlmaður og áttræður maður hafi látið lífið á Spáni vegna hitans. Þá hafa nokkrir verið lagðir inn á spítala. Efsta varúðarstig er í gildi í sjö héruðum á Spáni vegna hitans og hefur fólk verið beðið um að hafa varann á. Spænska dagblaðið El País greinir frá því að 17 ára verkamaður hafi í dag látist á sjúkrahúsi í borginni Córdoba sem er í suðausturhluta Andalúsíu-héraðs á Spáni eftir að hann var lagður inn með alvarlegan sólsting og krampa. Maðurinn var við störf á akri þegar hann fann skyndilega fyrir miklum svima vegna hitans. Hann greip til þess ráðs að hoppa í kalda sundlaug til að kæla sig niður en þá fékk hann krampakast. Verkamaðurinn var úrskurðaður látinn á Reina Sofía-spítalanum klukkan 13:25 að staðartíma í dag. Í gær lést þá áttræður maður skömmu eftir að hafa fengið alvarlegan sólsting en hann örmagnaðist og hneig niður á gatnamótum í Valladolid í norðausturhluta Castilla y León héraðs. Skógareldar geisa nú í suðurhluta spænska héraðsins Katalóníu en í gær voru minnst 5.55 hektarar alelda í gær. Slökkviliðsmenn keppast við að ná tökum á skógareldunum sem sagðir eru vera þeir verstu í tuttugu ár.Á Vísindavefnum kemur fram að þegar hitastig er hátt og raki mikill nái svitinn ekki eins auðveldlega að gufa upp af húðinni en ella. Þá geti líkamshitinn hækkað með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Því geti verið hættulegt að reyna mikið á sig líkamlega í mjög heitu og röku loftslagi. Skógareldar Spánn Veður Tengdar fréttir Hættuleg hitabylgja hrellir Evrópubúa og er ekki á förum Hiti fór víða yfir fjörutíu stig í álfunni í gær. Hitamet fallið og enn gæti hitnað yfir helgina. Ástandið rakið til vinda frá Norður-Afríku og þurrar jarðar. Loftslagsbreytingar sagðar gera ástandið enn verra. Skógareldar á Spáni. 28. júní 2019 08:00 Hæsta hitastig sem mælst hefur í Frakklandi frá upphafi Bærinn Carpentas tilheyrir Vaucluse héraðinu sem er eitt fjögurra héraða þar sem efsta varúðarstig er í gildi eða svokölluð rauð viðvörun. Þetta er í fyrsta sinn sem franska veðurstofan grípur til þess að lýsa yfir efsta varúðarstigi. 28. júní 2019 13:46 Sextíu prósent bíla í París tekin úr umferð vegna hitabylgjunnar Borgaryfirvöld fundu sig knúin til að takmarka umferð vegna hitabylgjunnar í Evrópu. 28. júní 2019 11:24 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sjá meira
Rekja má að minnsta kosti tvö dauðsföll beint til hitabylgjunnar sem gengur nú yfir hluta Evrópu en spænsk yfirvöld hafa greint frá því að 17 ára karlmaður og áttræður maður hafi látið lífið á Spáni vegna hitans. Þá hafa nokkrir verið lagðir inn á spítala. Efsta varúðarstig er í gildi í sjö héruðum á Spáni vegna hitans og hefur fólk verið beðið um að hafa varann á. Spænska dagblaðið El País greinir frá því að 17 ára verkamaður hafi í dag látist á sjúkrahúsi í borginni Córdoba sem er í suðausturhluta Andalúsíu-héraðs á Spáni eftir að hann var lagður inn með alvarlegan sólsting og krampa. Maðurinn var við störf á akri þegar hann fann skyndilega fyrir miklum svima vegna hitans. Hann greip til þess ráðs að hoppa í kalda sundlaug til að kæla sig niður en þá fékk hann krampakast. Verkamaðurinn var úrskurðaður látinn á Reina Sofía-spítalanum klukkan 13:25 að staðartíma í dag. Í gær lést þá áttræður maður skömmu eftir að hafa fengið alvarlegan sólsting en hann örmagnaðist og hneig niður á gatnamótum í Valladolid í norðausturhluta Castilla y León héraðs. Skógareldar geisa nú í suðurhluta spænska héraðsins Katalóníu en í gær voru minnst 5.55 hektarar alelda í gær. Slökkviliðsmenn keppast við að ná tökum á skógareldunum sem sagðir eru vera þeir verstu í tuttugu ár.Á Vísindavefnum kemur fram að þegar hitastig er hátt og raki mikill nái svitinn ekki eins auðveldlega að gufa upp af húðinni en ella. Þá geti líkamshitinn hækkað með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Því geti verið hættulegt að reyna mikið á sig líkamlega í mjög heitu og röku loftslagi.
Skógareldar Spánn Veður Tengdar fréttir Hættuleg hitabylgja hrellir Evrópubúa og er ekki á förum Hiti fór víða yfir fjörutíu stig í álfunni í gær. Hitamet fallið og enn gæti hitnað yfir helgina. Ástandið rakið til vinda frá Norður-Afríku og þurrar jarðar. Loftslagsbreytingar sagðar gera ástandið enn verra. Skógareldar á Spáni. 28. júní 2019 08:00 Hæsta hitastig sem mælst hefur í Frakklandi frá upphafi Bærinn Carpentas tilheyrir Vaucluse héraðinu sem er eitt fjögurra héraða þar sem efsta varúðarstig er í gildi eða svokölluð rauð viðvörun. Þetta er í fyrsta sinn sem franska veðurstofan grípur til þess að lýsa yfir efsta varúðarstigi. 28. júní 2019 13:46 Sextíu prósent bíla í París tekin úr umferð vegna hitabylgjunnar Borgaryfirvöld fundu sig knúin til að takmarka umferð vegna hitabylgjunnar í Evrópu. 28. júní 2019 11:24 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sjá meira
Hættuleg hitabylgja hrellir Evrópubúa og er ekki á förum Hiti fór víða yfir fjörutíu stig í álfunni í gær. Hitamet fallið og enn gæti hitnað yfir helgina. Ástandið rakið til vinda frá Norður-Afríku og þurrar jarðar. Loftslagsbreytingar sagðar gera ástandið enn verra. Skógareldar á Spáni. 28. júní 2019 08:00
Hæsta hitastig sem mælst hefur í Frakklandi frá upphafi Bærinn Carpentas tilheyrir Vaucluse héraðinu sem er eitt fjögurra héraða þar sem efsta varúðarstig er í gildi eða svokölluð rauð viðvörun. Þetta er í fyrsta sinn sem franska veðurstofan grípur til þess að lýsa yfir efsta varúðarstigi. 28. júní 2019 13:46
Sextíu prósent bíla í París tekin úr umferð vegna hitabylgjunnar Borgaryfirvöld fundu sig knúin til að takmarka umferð vegna hitabylgjunnar í Evrópu. 28. júní 2019 11:24