Skoða ólíkar sviðsmyndir í kyrrsetningarmáli ALC Garðar Örn Úlfarsson skrifar 11. júní 2019 07:42 Airbus þota á litum WOW. Fréttablaðið/Ernir Ekkert útlit virðist vera fyrir að Airbus-þota bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins ALC, sem Isavia kyrrsetti á Keflavíkurflugvelli í lok mars fyrir ríflega tveggja milljarða króna skuld WOW air, losni þaðan í bráð. Landsréttur úrskurðaði 24. maí síðastliðinn að Isavia hefði verið heimilt að kyrrsetja þotu ALC sem leigð var til WOW air. Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC, sótti í kjölfarið um leyfi Hæstaréttar til að fá málið tekið fyrir þar. Oddur kveðst eiga von á því að ákvörðun Hæstaréttar um hvort ALC fái kæruleyfi eða ekki liggi fyrir á næstu tveimur vikum. „Það er ekki skorið að neinu leyti úr því í niðurstöðu Landsréttar hver beri greiðsluskylduna – hvort ALC eigi yfirhöfuð að borga þessa summu – heldur bara að Isavia hafi mátt kyrrsetja vélina fyrir allri fjárhæðinni: Þeir mega stoppa það að vélin fari en hvort þeir geti sent ALC reikning er ennþá óleyst. Þetta er eitt af þeim atriðum sem við erum að reyna að segja Hæstarétti að þurfi að leysa úr,“ segir Oddur. Fáist kæruleyfi mun enn líða tími þar til Isavia skilar sinni greinargerð til Hæstaréttar. Oddur segir að á meðan beðið sé ákvörðunar Hæstaréttar skoði ALC hvaða leiðir verði skynsamlegast að fara. „Boltinn er hjá Hæstarétti og við notum tímann á meðan til þess að velta fyrir okkur öllum þeim mögulegu sviðsmyndum sem geta komið upp miðað við ólíkar niðurstöður Hæstaréttar um þessa kæru og hvað við gerum þá næst,“ segir hann. Sjö þotur í eigu ALC voru í þjónustu hjá WOW þegar rekstur flugfélagsins stöðvaðist í lok mars. Tvær þeirra voru á Keflavíkurflugvelli en hinar fimm á ýmsum flugvöllum erlendis. Engin fyrirstaða virðist hafa verið á flugvöllunum ytra fyrir ALC að endurheimta þotur sínar þaðan enda ólíklegt að WOW hafi þar fengið að safna skuldum vegna þjónustugjalda líkt og reyndin var á Íslandi. Aðspurður kveðst Oddur ekki hafa upplýsingar um það. Birtist í Fréttablaðinu Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Sjá meira
Ekkert útlit virðist vera fyrir að Airbus-þota bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins ALC, sem Isavia kyrrsetti á Keflavíkurflugvelli í lok mars fyrir ríflega tveggja milljarða króna skuld WOW air, losni þaðan í bráð. Landsréttur úrskurðaði 24. maí síðastliðinn að Isavia hefði verið heimilt að kyrrsetja þotu ALC sem leigð var til WOW air. Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC, sótti í kjölfarið um leyfi Hæstaréttar til að fá málið tekið fyrir þar. Oddur kveðst eiga von á því að ákvörðun Hæstaréttar um hvort ALC fái kæruleyfi eða ekki liggi fyrir á næstu tveimur vikum. „Það er ekki skorið að neinu leyti úr því í niðurstöðu Landsréttar hver beri greiðsluskylduna – hvort ALC eigi yfirhöfuð að borga þessa summu – heldur bara að Isavia hafi mátt kyrrsetja vélina fyrir allri fjárhæðinni: Þeir mega stoppa það að vélin fari en hvort þeir geti sent ALC reikning er ennþá óleyst. Þetta er eitt af þeim atriðum sem við erum að reyna að segja Hæstarétti að þurfi að leysa úr,“ segir Oddur. Fáist kæruleyfi mun enn líða tími þar til Isavia skilar sinni greinargerð til Hæstaréttar. Oddur segir að á meðan beðið sé ákvörðunar Hæstaréttar skoði ALC hvaða leiðir verði skynsamlegast að fara. „Boltinn er hjá Hæstarétti og við notum tímann á meðan til þess að velta fyrir okkur öllum þeim mögulegu sviðsmyndum sem geta komið upp miðað við ólíkar niðurstöður Hæstaréttar um þessa kæru og hvað við gerum þá næst,“ segir hann. Sjö þotur í eigu ALC voru í þjónustu hjá WOW þegar rekstur flugfélagsins stöðvaðist í lok mars. Tvær þeirra voru á Keflavíkurflugvelli en hinar fimm á ýmsum flugvöllum erlendis. Engin fyrirstaða virðist hafa verið á flugvöllunum ytra fyrir ALC að endurheimta þotur sínar þaðan enda ólíklegt að WOW hafi þar fengið að safna skuldum vegna þjónustugjalda líkt og reyndin var á Íslandi. Aðspurður kveðst Oddur ekki hafa upplýsingar um það.
Birtist í Fréttablaðinu Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Sjá meira