Andri Már greiddi sig frá málsóknum Hörður Ægisson skrifar 12. júní 2019 06:15 Andri Már Ingólfsson er fyrrverandi aðaleigandi Primera air samstæðunnar. Fréttablaðið/GVA Andri Már Ingólfsson, fyrrverandi aðaleigandi Primera Air sem var tekið til gjaldþrotaskipta síðasta haust, reiddi fram tæplega 200 milljónir króna í reiðufé til þrotabús flugfélagsins gegn því að fallið yrði frá málsóknum á hendur honum, samkvæmt heimildum Markaðarins. Til viðbótar samþykkti Andri Már að falla frá þeim kröfum sem hann hafði lýst í þrotabúið, eins og áður hefur komið fram, en kröfur hans og félaga á hans vegum, þar á meðal félags í eigu dönsku ferðaskrifstofunnar Bravo Tours, námu samanlagt ríflega tveimur milljörðum króna. Samkomulag náðist á milli Andra Más og þrotabús Primera Air á Íslandi, sem lögmaðurinn Eiríkur Elís Þorláksson stýrir, í síðasta mánuði. Andri Már var næststærsti kröfuhafi búsins á eftir Arion banka. Rekstur Primera Air og erlendra dótturfélaga stöðvaðist í október í fyrra þegar félögin voru tekin til gjaldþrotaskipta. Lýstar kröfur í búið nema rúmlega 10 milljörðum króna Bankinn þurfti að færa niður tæplega þrjá milljarða króna í ábyrgðum og lánveitingum vegna gjaldþrotsins. Fram kom í skýrslu skiptastjóra sem var lögð fram á skiptafundi þrotabús flugfélagsins í febrúar að rannsóknir hans hefðu „leitt í ljós að mögulegt sé að fyrirsvarsmenn félagsins hafi bakað því tjón“ í að minnsta kosti tveimur tilvika. Auk þess var tekið fram að skiptastjórinn hefði það til skoðunar „hvernig staðið var að reikningsskilum þrotamannsins að öðru leyti“. Í skýrslunni sagði jafnframt að athugun skiptastjóra á reikningsskilum flugfélagsins kynni að leiða til þess að þrotabúið gæti sótt frekari fjárkröfur á hendur þeim sem báru ábyrgð á reikningsskilunum. Endurskoðendur Primera Air voru frá ráðgjafarfyrirtækinu Deloitte. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Andri Már Ingólfsson, fyrrverandi aðaleigandi Primera Air sem var tekið til gjaldþrotaskipta síðasta haust, reiddi fram tæplega 200 milljónir króna í reiðufé til þrotabús flugfélagsins gegn því að fallið yrði frá málsóknum á hendur honum, samkvæmt heimildum Markaðarins. Til viðbótar samþykkti Andri Már að falla frá þeim kröfum sem hann hafði lýst í þrotabúið, eins og áður hefur komið fram, en kröfur hans og félaga á hans vegum, þar á meðal félags í eigu dönsku ferðaskrifstofunnar Bravo Tours, námu samanlagt ríflega tveimur milljörðum króna. Samkomulag náðist á milli Andra Más og þrotabús Primera Air á Íslandi, sem lögmaðurinn Eiríkur Elís Þorláksson stýrir, í síðasta mánuði. Andri Már var næststærsti kröfuhafi búsins á eftir Arion banka. Rekstur Primera Air og erlendra dótturfélaga stöðvaðist í október í fyrra þegar félögin voru tekin til gjaldþrotaskipta. Lýstar kröfur í búið nema rúmlega 10 milljörðum króna Bankinn þurfti að færa niður tæplega þrjá milljarða króna í ábyrgðum og lánveitingum vegna gjaldþrotsins. Fram kom í skýrslu skiptastjóra sem var lögð fram á skiptafundi þrotabús flugfélagsins í febrúar að rannsóknir hans hefðu „leitt í ljós að mögulegt sé að fyrirsvarsmenn félagsins hafi bakað því tjón“ í að minnsta kosti tveimur tilvika. Auk þess var tekið fram að skiptastjórinn hefði það til skoðunar „hvernig staðið var að reikningsskilum þrotamannsins að öðru leyti“. Í skýrslunni sagði jafnframt að athugun skiptastjóra á reikningsskilum flugfélagsins kynni að leiða til þess að þrotabúið gæti sótt frekari fjárkröfur á hendur þeim sem báru ábyrgð á reikningsskilunum. Endurskoðendur Primera Air voru frá ráðgjafarfyrirtækinu Deloitte.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira