Facebook bítur ekki á agnið vegna gervimyndbands af Zuckerberg Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. júní 2019 11:26 Skjáskot úr myndbandinu. Mynd/skjáskot Bandaríski tæknirisinn mun ekki fjarlægja svokallað „deep-fake“ myndband þar sem sjá má Mark Zuckerberg, stofnanda og forstjóra, gorta sig af því að hafa safnað persónuupplýsingum milljarða notenda Facebook. Myndbandið er hluti af ádeilu tveggja breska listamanna á það hversu auðvelt er að breiða út falskar upplýsingar.Í myndbandinu, sem sjá má hér að neðan, má sjá tölvugerða en nokkuð sannfærandi útgáfu af Zuckerberg.„Ímyndið ykkur þetta: Einn maður hefur komið höndum sínum yfir stolnum upplýsingum um milljarða manna, öll leyndarmál þeirra, allt líf þeirra og framtíð,“ heyrist þessi útgáfa af Zuckerberg segja. „Ég á þetta allt Spectre að þakka. Spectre sýndi mér að sá sem stjórnar gögnunum, hann stjórnar framtíðinni.“Nokkuð auðvelt er að koma auga á að myndbandið er ekki ekta, fyrir það fyrsta er rödd Zuckerberg í myndbandinu ekki hans eigin auk þess sem að Spectre samtökin eiga sér aðeins stað í kvikmyndum og bókum um breska njósnarann James Bond. View this post on InstagramA post shared by Bill Posters (@bill_posters_uk) on Jun 7, 2019 at 7:15am PDT Myndbandið þykir þó athyglisvert fyrir þær sakir að stutt er síðan Facebook neitaði að taka niður falsað myndband af Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, þar sem látið var líta út fyrir að hún væri drukkin á opinberum viðburði. Því myndbandi var deilt víða og mátti Facebook þola mikla gagnrýni vegna þess hvernig fyrirtækið tók á myndbandinu. Kölluðu þingmenn beggja flokka í Bandaríkjunum eftir því að myndbandið yrði tekið úr dreifingu á Facebook en þess í stað ákvað tæknirisinn að draga úr birtingu þess þar sem búið væri að merkja myndbandið sem falskt. Það væri undir notendum komið að ákveða hvort þeir tækju efni þess trúanlegt eða ekki.Í yfirlýsingu kemur frá Facebook vegna myndbandsins af Zuckerberg kemur fram að það muni fá sömu meðhöndlum og myndbandið af Pelosi. Ef staðreyndaathugun þriðja aðila leiðir til þess að myndbandið verði merkt sem falskt verði dregið úr birtingu þess á miðlum Facebook.Myndbandið er framleitt af tveimur breskum listamönnum, þeim Bill Posters og Daniel Howe. Sem fyrr er það svokallað „deep-fake“ myndband. Með tækninni er hægt að skeyta andlitum einstaklinga inn á myndbönd með sannfærandi hætti.Í frétt New York Times um myndbandið af Zuckerberg segir að sérfræðingar hafi lengi haft áhyggur af tækninni á bak við hin svokölluðu „deep-fake“ myndbönd, þar sem með þeim sé auðvelt að búa til sannfærandi en að sama skapi algjörlega fölsk myndbönd, sem erfitt sé fyrir hinn almenna borgara að greina hvort séu fölsk eða ekki. Facebook Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Fólk tilkynni falsauglýsingar á samfélagsmiðlum Falsauglýsingar sem beinast að Íslendingum hafa verið áberandi á samfélagsmiðlum undanfarið. 11. júní 2019 21:35 Facebook tekur falsað myndband af Pelosi ekki úr umferð og telur að notendur verði sjálfir að ákveða hverju þeir trúi Kallað hefur verið eftir því að Facebook sýni ábyrgð og taki ekki þátt í því að dreifa fölsuðu myndbandi um einn valdamesta stjórnmálamann Bandaríkjanna. 25. maí 2019 20:45 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Bandaríski tæknirisinn mun ekki fjarlægja svokallað „deep-fake“ myndband þar sem sjá má Mark Zuckerberg, stofnanda og forstjóra, gorta sig af því að hafa safnað persónuupplýsingum milljarða notenda Facebook. Myndbandið er hluti af ádeilu tveggja breska listamanna á það hversu auðvelt er að breiða út falskar upplýsingar.Í myndbandinu, sem sjá má hér að neðan, má sjá tölvugerða en nokkuð sannfærandi útgáfu af Zuckerberg.„Ímyndið ykkur þetta: Einn maður hefur komið höndum sínum yfir stolnum upplýsingum um milljarða manna, öll leyndarmál þeirra, allt líf þeirra og framtíð,“ heyrist þessi útgáfa af Zuckerberg segja. „Ég á þetta allt Spectre að þakka. Spectre sýndi mér að sá sem stjórnar gögnunum, hann stjórnar framtíðinni.“Nokkuð auðvelt er að koma auga á að myndbandið er ekki ekta, fyrir það fyrsta er rödd Zuckerberg í myndbandinu ekki hans eigin auk þess sem að Spectre samtökin eiga sér aðeins stað í kvikmyndum og bókum um breska njósnarann James Bond. View this post on InstagramA post shared by Bill Posters (@bill_posters_uk) on Jun 7, 2019 at 7:15am PDT Myndbandið þykir þó athyglisvert fyrir þær sakir að stutt er síðan Facebook neitaði að taka niður falsað myndband af Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, þar sem látið var líta út fyrir að hún væri drukkin á opinberum viðburði. Því myndbandi var deilt víða og mátti Facebook þola mikla gagnrýni vegna þess hvernig fyrirtækið tók á myndbandinu. Kölluðu þingmenn beggja flokka í Bandaríkjunum eftir því að myndbandið yrði tekið úr dreifingu á Facebook en þess í stað ákvað tæknirisinn að draga úr birtingu þess þar sem búið væri að merkja myndbandið sem falskt. Það væri undir notendum komið að ákveða hvort þeir tækju efni þess trúanlegt eða ekki.Í yfirlýsingu kemur frá Facebook vegna myndbandsins af Zuckerberg kemur fram að það muni fá sömu meðhöndlum og myndbandið af Pelosi. Ef staðreyndaathugun þriðja aðila leiðir til þess að myndbandið verði merkt sem falskt verði dregið úr birtingu þess á miðlum Facebook.Myndbandið er framleitt af tveimur breskum listamönnum, þeim Bill Posters og Daniel Howe. Sem fyrr er það svokallað „deep-fake“ myndband. Með tækninni er hægt að skeyta andlitum einstaklinga inn á myndbönd með sannfærandi hætti.Í frétt New York Times um myndbandið af Zuckerberg segir að sérfræðingar hafi lengi haft áhyggur af tækninni á bak við hin svokölluðu „deep-fake“ myndbönd, þar sem með þeim sé auðvelt að búa til sannfærandi en að sama skapi algjörlega fölsk myndbönd, sem erfitt sé fyrir hinn almenna borgara að greina hvort séu fölsk eða ekki.
Facebook Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Fólk tilkynni falsauglýsingar á samfélagsmiðlum Falsauglýsingar sem beinast að Íslendingum hafa verið áberandi á samfélagsmiðlum undanfarið. 11. júní 2019 21:35 Facebook tekur falsað myndband af Pelosi ekki úr umferð og telur að notendur verði sjálfir að ákveða hverju þeir trúi Kallað hefur verið eftir því að Facebook sýni ábyrgð og taki ekki þátt í því að dreifa fölsuðu myndbandi um einn valdamesta stjórnmálamann Bandaríkjanna. 25. maí 2019 20:45 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Fólk tilkynni falsauglýsingar á samfélagsmiðlum Falsauglýsingar sem beinast að Íslendingum hafa verið áberandi á samfélagsmiðlum undanfarið. 11. júní 2019 21:35
Facebook tekur falsað myndband af Pelosi ekki úr umferð og telur að notendur verði sjálfir að ákveða hverju þeir trúi Kallað hefur verið eftir því að Facebook sýni ábyrgð og taki ekki þátt í því að dreifa fölsuðu myndbandi um einn valdamesta stjórnmálamann Bandaríkjanna. 25. maí 2019 20:45