Heitir hálfri milljón í fundarlaun fyrir GPS-diska Jakob Bjarnar skrifar 12. júní 2019 15:43 Svona líta diskarnir út. Jóhannes hefur heitið hálfri milljón í fundarlaun og skorar á alla sem upplýsingar hafa um málið að koma ábendingum þar um til lögreglunnar. „Jæja, þjófar!!!“ Svo hefst ávarp Jóhannesar Geirs Sigurjónssonar verktaka í Grímsnesinu í tilkynningu sem hann setur inn í Facebookhópinn Brask og brall. Jóhannes Geir lenti í því að stolið var af jarðýtu hans tveimur GPS diskum. Hann heitir 500 þúsund krónum þeim sem veitt geta upplýsingar um málið sem gæti orðið til að leysa það.Lögreglan gerir lítið í málinu Ýmsum gæti þótt þetta rausnarleg fundarlaun en Jóhannes Geir segir, í samtali við Vísi, diskana talsvert verðmætari. Samanlagt slagar virði þeirra hátt í átta milljónir. Þeir eru til að sýna hæðarpunkta svo gera megi vegina beina. „Þessu var stolið síðustu nótt. Var fast á jarðýtunni og öllum vinnuvélunum,“ segir Jóhannes Geir sem var við vegagerð í Grafningnum. Hann hefur tilkynnt málið til lögreglu en segir hana ekki aðhafast neitt í málinu. Þegar Vísir reyndi að hringja í lögregluna á Suðurlandi vildi ekki betur til en þar var bókstaflega enginn til að svara símhringingum.Hér er jarðýtan en þaðan var stolið verðmætum GPS diskum sem mæla til dæmis hæðarpunkta svo hafa megi vegi beina og slétta.„Þetta stoppar verk sem kostar fleiri fleiri milljónir fyrir þjóðina,“ segir Jóhannes Geir gramur og vandar hvorki lögreglu né tryggingarfélaginu kveðjurnar. Segir alveg sama hvernig tryggingar eru keyptar, tryggingarfélagið neitir allra bragða til að koma sér hjá því að greiða skaðann. Koparvír stolið úr þremur krönum Jóhannes Geir segist hafa heyrt af því að fleiri GPS diskum hafi verið stolið frá verktakafyrirtækjum í höfuðborginni. Hann er sannfærður um að um skipulagða glæpi sé að ræða og diskunum verðmætu sé komið úr landi; enginn verktaki á Íslandi er líklegur til að kaupa þýfi af þessu tagi. Vísir sendi spurningu til eins stórs verktaka, Ístaks og spurði hvort það hafi borið á þjófnuðum af þessu tagi hjá þeim. Að sögn Karls Andreassen framkvæmdastjóra hefur ekki komið til þess, enn sem komið er. En, hann tekur undir með Jóhannesi Geir: „Það er ýmislegt sem bendir til að erlendir aðilar komi hingað af og til og geri út á svona stuldi. Við höfum lent í að allur kobarvír úr 3 krönum hjá okkur var klipptur í burtu á geymslusvæði. Kranarnir voru lítils virði eftir þann stuld.“ Lögreglumál Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
„Jæja, þjófar!!!“ Svo hefst ávarp Jóhannesar Geirs Sigurjónssonar verktaka í Grímsnesinu í tilkynningu sem hann setur inn í Facebookhópinn Brask og brall. Jóhannes Geir lenti í því að stolið var af jarðýtu hans tveimur GPS diskum. Hann heitir 500 þúsund krónum þeim sem veitt geta upplýsingar um málið sem gæti orðið til að leysa það.Lögreglan gerir lítið í málinu Ýmsum gæti þótt þetta rausnarleg fundarlaun en Jóhannes Geir segir, í samtali við Vísi, diskana talsvert verðmætari. Samanlagt slagar virði þeirra hátt í átta milljónir. Þeir eru til að sýna hæðarpunkta svo gera megi vegina beina. „Þessu var stolið síðustu nótt. Var fast á jarðýtunni og öllum vinnuvélunum,“ segir Jóhannes Geir sem var við vegagerð í Grafningnum. Hann hefur tilkynnt málið til lögreglu en segir hana ekki aðhafast neitt í málinu. Þegar Vísir reyndi að hringja í lögregluna á Suðurlandi vildi ekki betur til en þar var bókstaflega enginn til að svara símhringingum.Hér er jarðýtan en þaðan var stolið verðmætum GPS diskum sem mæla til dæmis hæðarpunkta svo hafa megi vegi beina og slétta.„Þetta stoppar verk sem kostar fleiri fleiri milljónir fyrir þjóðina,“ segir Jóhannes Geir gramur og vandar hvorki lögreglu né tryggingarfélaginu kveðjurnar. Segir alveg sama hvernig tryggingar eru keyptar, tryggingarfélagið neitir allra bragða til að koma sér hjá því að greiða skaðann. Koparvír stolið úr þremur krönum Jóhannes Geir segist hafa heyrt af því að fleiri GPS diskum hafi verið stolið frá verktakafyrirtækjum í höfuðborginni. Hann er sannfærður um að um skipulagða glæpi sé að ræða og diskunum verðmætu sé komið úr landi; enginn verktaki á Íslandi er líklegur til að kaupa þýfi af þessu tagi. Vísir sendi spurningu til eins stórs verktaka, Ístaks og spurði hvort það hafi borið á þjófnuðum af þessu tagi hjá þeim. Að sögn Karls Andreassen framkvæmdastjóra hefur ekki komið til þess, enn sem komið er. En, hann tekur undir með Jóhannesi Geir: „Það er ýmislegt sem bendir til að erlendir aðilar komi hingað af og til og geri út á svona stuldi. Við höfum lent í að allur kobarvír úr 3 krönum hjá okkur var klipptur í burtu á geymslusvæði. Kranarnir voru lítils virði eftir þann stuld.“
Lögreglumál Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira