Mögnuð saga Þjóðhátíðar skrásett í nýrri heimildarmynd Andri Eysteinsson skrifar 13. júní 2019 16:45 Áætlað er að frumsýna myndina í júlí. Fólkið í Dalnum. Þær eru fáar hátíðirnar sem beðið er eftir með meiri eftirvæntingu en Þjóðhátíð í Eyjum. Í ár eru 145 ár liðin frá allra fyrstu hátíðinni í Herjólfsdal. Þrátt fyrir að Þjóðhátíð í Eyjum hafi þróast í gegnum tíðina eru mörg atriði hennar byggð á áratuga gömlum hefðum. Nú í júlí, fyrir þjóðhátíð í ár, verður frumsýnd heimildarmyndin Fólkið í Dalnum en Eyjapeyjarnir Sighvatur Jónsson og Skapti Örn Ólafsson standa að myndinni. Hugmyndin að myndinni kviknaði árið 2013 og sögðu þeir löngu kominn tíma til að skrásetja magnaða sögu Þjóðhátíðar. Upphaflega var ætlunin að gera einni stakri hátíð skil en fljótlega kom á daginn að ein hátíð myndi ekki duga, því hafa þeir Skapti og Sighvatur unnið að myndinni síðustu fimm árin. „Þjóðhátíð í Eyjum hefur vaxið undanfarin ár og hefur skapast umræða meðal Eyjamanna um þolmörk hátíðarinnar. Með tilkomu Landeyjahafnar hefur flutningsgeta stóraukist. Í myndinni er fjallað um þróun hátíðarinnar og ljósi varpað á hversu miklu máli hún skiptir fyrir verslun og þjónustu í Eyjum,“ segir Sighvatur. Undanfarin ár hefur mikil umræða verið hér á landi um öryggisþátt Þjóðhátíðar og annarra útihátíða. Í myndinni verður fjallað sérstaklega um hversu mikil áhersla er lögð á gæslu og öryggi hátíðargesta. Þjóðhátíðarnefnd ÍBV vinnur að hátíðinni árið um kring og er mikill metnaður lagður í dagskrá og alla umgjörð. Halldór Gunnar Pálsson, kórstjóri Fjallabræðra og höfundur þjóðhátíðarlaganna Þar sem hjartað slær frá árinu 2012 og Ástin á sér stað frá 2016, sér um tónlistina í myndinni. „Þegar Sighvatur og Skapti Örn báðu mig um að taka að mér tónlistina í myndinni þá var svarið einfalt og svarið var já. Eftir 10 ár í Dalnum fannst mér ég vera tilbúinn í að skapa stemningu fyrir þessa mynd sem lýsir því hvernig mér líður þegar ég geng um Herjólfsdal,“ segir Halldór Gunnar. Fólkið í Dalnum - heimildarmynd um Þjóðhátíð from Sighvatur Jónsson on Vimeo. Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Fleiri fréttir María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Sjá meira
Þær eru fáar hátíðirnar sem beðið er eftir með meiri eftirvæntingu en Þjóðhátíð í Eyjum. Í ár eru 145 ár liðin frá allra fyrstu hátíðinni í Herjólfsdal. Þrátt fyrir að Þjóðhátíð í Eyjum hafi þróast í gegnum tíðina eru mörg atriði hennar byggð á áratuga gömlum hefðum. Nú í júlí, fyrir þjóðhátíð í ár, verður frumsýnd heimildarmyndin Fólkið í Dalnum en Eyjapeyjarnir Sighvatur Jónsson og Skapti Örn Ólafsson standa að myndinni. Hugmyndin að myndinni kviknaði árið 2013 og sögðu þeir löngu kominn tíma til að skrásetja magnaða sögu Þjóðhátíðar. Upphaflega var ætlunin að gera einni stakri hátíð skil en fljótlega kom á daginn að ein hátíð myndi ekki duga, því hafa þeir Skapti og Sighvatur unnið að myndinni síðustu fimm árin. „Þjóðhátíð í Eyjum hefur vaxið undanfarin ár og hefur skapast umræða meðal Eyjamanna um þolmörk hátíðarinnar. Með tilkomu Landeyjahafnar hefur flutningsgeta stóraukist. Í myndinni er fjallað um þróun hátíðarinnar og ljósi varpað á hversu miklu máli hún skiptir fyrir verslun og þjónustu í Eyjum,“ segir Sighvatur. Undanfarin ár hefur mikil umræða verið hér á landi um öryggisþátt Þjóðhátíðar og annarra útihátíða. Í myndinni verður fjallað sérstaklega um hversu mikil áhersla er lögð á gæslu og öryggi hátíðargesta. Þjóðhátíðarnefnd ÍBV vinnur að hátíðinni árið um kring og er mikill metnaður lagður í dagskrá og alla umgjörð. Halldór Gunnar Pálsson, kórstjóri Fjallabræðra og höfundur þjóðhátíðarlaganna Þar sem hjartað slær frá árinu 2012 og Ástin á sér stað frá 2016, sér um tónlistina í myndinni. „Þegar Sighvatur og Skapti Örn báðu mig um að taka að mér tónlistina í myndinni þá var svarið einfalt og svarið var já. Eftir 10 ár í Dalnum fannst mér ég vera tilbúinn í að skapa stemningu fyrir þessa mynd sem lýsir því hvernig mér líður þegar ég geng um Herjólfsdal,“ segir Halldór Gunnar. Fólkið í Dalnum - heimildarmynd um Þjóðhátíð from Sighvatur Jónsson on Vimeo.
Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Fleiri fréttir María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Sjá meira