Lífið

Jóhann Berg birtir „rán­dýra“ mynd af strákunum okkar í ítölsku Ölpunum

Atli Ísleifsson skrifar
Landsliðsmennirnir Jóhann Berg Guðmundsson og Gylfi Þór Sigurðsson.
Landsliðsmennirnir Jóhann Berg Guðmundsson og Gylfi Þór Sigurðsson. Getty
Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson birti í kvöld „rándýra“ mynd á Instagram-síðu sinni af fjölda liðsmanna íslenska karlalandsliðsins þar sem þeir eru saman komnir við bæinn Como í norðurhluta Ítalíu í tilefni af brúðkaupi Gylfa Þórs Sigurðssonar og Alexöndru Helgu Ívarsdóttur.

Á myndinni má sjá strákana í röð með Gylfa Þór og hundinn Kóbý fyrir miðju þar sem þeir stilla sér upp með herragarð og Alpafjöll í baksýn.

Strákarnir sem stilltu sér upp eru, frá vinstri, Jóhann Berg Guðmundsson, Theódór Elmar Bjarnason, Eggert Gunnþór Jónsson, Rúrik Gíslason, Sverrir Ingi Ingason, Gylfi Þór Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson, Hannes Þór Halldórsson, Hörður Björgvin Magnússon, Alfreð Finnbogason, Ögmundur Kristinsson og Emil Hallfreðsson. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru strákarnir klæddir í fötum frá Suitup Reykjavík, en Herragarðurinn er og hefur verið opinber styrktaraðili karlalandsliðsins.

Fyrr í dag sagði Vísir frá siglingu landsliðsmannanna um Como-vatn.

 

 
 
 
View this post on Instagram
Wedding weekend

A post shared by Johann Berg Gudmundsson (@johannberggudmundsson) on Jun 14, 2019 at 12:32pm PDT


Tengdar fréttir

Lögð af stað í brúðkaup ársins

Vinir og vandamenn Alexöndru Helgu Ívarsdóttur og unnusta hennar, knattspyrnuhetjunnar Gylfa Þórs Sigurðssonar, flykkjast nú í stórum stíl til Como vatns í norður Ítalíu, þar mun fara fram brúðkaup Gylfa og Alexöndru, brúðkaup sem kallað hefur verið brúðkaup ársins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×