Kvennahlaupið fór fram í þrítugasta skiptið Sylvía Hall skrifar 15. júní 2019 15:09 Frá upphitun í Mosfellsbæ. Kvennahlaupið Gert er ráð fyrir því að um tíu þúsund konur hafi tekið þátt í Sjóvá Kvennahlaupi ÍSÍ í dag. Þetta er í þrítugasta sinn sem Kvennahlaupið fer fram. Frábær þátttaka var í hlaupinu í dag en hlaupið var á yfir áttatíu stöðum víðs vegar um landið og víða erlendis. Mismunandi vegalengdir voru í boði fyrir þátttakendur, allt frá 900 metrum upp í tíu kílómetra. Góð stemning var hjá þátttakendum og segir í fréttatilkynningu að gleði og kátína hafi skinið úr hverju andliti þegar konur á öllum aldri komu saman og áttu skemmtilega stund. Sumir hlupu á meðan aðrir gengu en rúmlega þrjú þúsund manns hlupu í Garðabæ, þúsund í Mosfellsbæ, þrjú hundruð á Akureyri og í Reykjanesbæ og rúmlega hundrað á Ísafirði og á Egilsstöðum. Fyrsta Kvennahlaupið var haldið þann 30. júní árið 1990 í Garðabæ og fór það fram í tengslum við Íþróttahátíð ÍSÍ. Lovísa Einarsdóttir kom með hugmyndina frá Finnlandi og þótti það kjörið að bjóða upp á eitthvað nýtt sem höfðaði til almennings á Íþróttahátíðinni. Síðan þá hafa þúsundir kvenna um allt land hlaupið saman í júní í þrjátíu ár. Markmið Kvennahlaupsins hefur frá upphafi verið að vekja áhuga kvenna á reglulegri hreyfingu og er lögð áhersla á að hver kona taki þátt á sínum forsendum og komi í mark á sínum hraða og með bros á vör. Algengt er að margir ættliðir fari saman í hlaupið og geri sér glaðan dag að hlaupi loknu. Heilsa Jafnréttismál Menning Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Gert er ráð fyrir því að um tíu þúsund konur hafi tekið þátt í Sjóvá Kvennahlaupi ÍSÍ í dag. Þetta er í þrítugasta sinn sem Kvennahlaupið fer fram. Frábær þátttaka var í hlaupinu í dag en hlaupið var á yfir áttatíu stöðum víðs vegar um landið og víða erlendis. Mismunandi vegalengdir voru í boði fyrir þátttakendur, allt frá 900 metrum upp í tíu kílómetra. Góð stemning var hjá þátttakendum og segir í fréttatilkynningu að gleði og kátína hafi skinið úr hverju andliti þegar konur á öllum aldri komu saman og áttu skemmtilega stund. Sumir hlupu á meðan aðrir gengu en rúmlega þrjú þúsund manns hlupu í Garðabæ, þúsund í Mosfellsbæ, þrjú hundruð á Akureyri og í Reykjanesbæ og rúmlega hundrað á Ísafirði og á Egilsstöðum. Fyrsta Kvennahlaupið var haldið þann 30. júní árið 1990 í Garðabæ og fór það fram í tengslum við Íþróttahátíð ÍSÍ. Lovísa Einarsdóttir kom með hugmyndina frá Finnlandi og þótti það kjörið að bjóða upp á eitthvað nýtt sem höfðaði til almennings á Íþróttahátíðinni. Síðan þá hafa þúsundir kvenna um allt land hlaupið saman í júní í þrjátíu ár. Markmið Kvennahlaupsins hefur frá upphafi verið að vekja áhuga kvenna á reglulegri hreyfingu og er lögð áhersla á að hver kona taki þátt á sínum forsendum og komi í mark á sínum hraða og með bros á vör. Algengt er að margir ættliðir fari saman í hlaupið og geri sér glaðan dag að hlaupi loknu.
Heilsa Jafnréttismál Menning Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira