Gekk inn í hringinn eins og Apollo Creed Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. júní 2019 11:30 Fury var í miklu stuði í nótt. vísir/getty Englendingurinn Tyson Fury sigraði Þjóðverjann Tom Schwarz í þungavigtarbardaga þeirra í nótt. Þetta var í fyrsta sinn sem Fury berst í Las Vegas og fyrsti bardagi hans eftir að hann skrifaði undir risasamning við ESPN. Fury var í miklu stuði í nótt, gerði sitt til að skemmta áhorfendum í MGM Grand Garden Arena og varð vel ágengt. Hann leitaði í smiðju Apollos Creed úr Rocky-myndunum. Fury keppti í stuttubuxum í bandarísku fánalitunum og var með hatt og í slopp eins og Creed var í þegar hann gekk inn í salinn í nótt.Carl Weathers fór með hlutverk Apollos Creed fyrstu fjórum Rocky-myndunum.vísir/gettyInngöngulagið hans var „Living in America“ með James Brown, sama lag og var flutt fyrir bardagann örlagaríka milli Creeds og Ivans Drago í fjórðu Rocky-myndinni. Það var þó öllu minni dramatík í hringnum í Las Vegas í nótt. Fury var mun sterkari og vann með tæknilegu rothöggi í annarri lotu. Eftir bardagann greip hann hljóðnema og söng Aerosmith-slagarann „I Don't Want to Miss a Thing“. Þetta var fyrsta tap Schwarz á ferlinum. Fury er hins vegar ósigraður. Hann vonast eftir öðru tækifæri til að berjast við Deontay Wilder en þeir gerðu umdeilt jafntefli í Staples Center í Los Angeles á síðasta ári. Fury tekur einn bardaga í haust en gæti mætt Wilder snemma á næsta ári. Box Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Sjá meira
Englendingurinn Tyson Fury sigraði Þjóðverjann Tom Schwarz í þungavigtarbardaga þeirra í nótt. Þetta var í fyrsta sinn sem Fury berst í Las Vegas og fyrsti bardagi hans eftir að hann skrifaði undir risasamning við ESPN. Fury var í miklu stuði í nótt, gerði sitt til að skemmta áhorfendum í MGM Grand Garden Arena og varð vel ágengt. Hann leitaði í smiðju Apollos Creed úr Rocky-myndunum. Fury keppti í stuttubuxum í bandarísku fánalitunum og var með hatt og í slopp eins og Creed var í þegar hann gekk inn í salinn í nótt.Carl Weathers fór með hlutverk Apollos Creed fyrstu fjórum Rocky-myndunum.vísir/gettyInngöngulagið hans var „Living in America“ með James Brown, sama lag og var flutt fyrir bardagann örlagaríka milli Creeds og Ivans Drago í fjórðu Rocky-myndinni. Það var þó öllu minni dramatík í hringnum í Las Vegas í nótt. Fury var mun sterkari og vann með tæknilegu rothöggi í annarri lotu. Eftir bardagann greip hann hljóðnema og söng Aerosmith-slagarann „I Don't Want to Miss a Thing“. Þetta var fyrsta tap Schwarz á ferlinum. Fury er hins vegar ósigraður. Hann vonast eftir öðru tækifæri til að berjast við Deontay Wilder en þeir gerðu umdeilt jafntefli í Staples Center í Los Angeles á síðasta ári. Fury tekur einn bardaga í haust en gæti mætt Wilder snemma á næsta ári.
Box Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Sjá meira