„Ég þarf að segja svolítið sem ég hefði átt að segja fyrir löngu. Mér þykir fyrir því. Mér þykir fyrir því að hafa hætt. Ég var bara frekja. Það er svo gott að vera snúin aftur með stelpunum sem ég elska,“ sagði Geri er hún ávarpaði áhorfendaskarann á lokatónleikum Spice Girls á Wembley-leikvanginum í London.
Geri hætti í Spice Girls í nokkru fússi árið 1998 en sveitin starfaði áfram fram til ársins 2001. Stúlkurnar hafa komið aftur saman í nokkur skipti síðan þá, nú síðast á tónleikaferðalagi undanfarnar vikur.
Fimmti meðlimurinn, Victoria Beckham, gekk þó ekki aftur til liðs við sveitina í þetta skiptið og þá steig hún ekki á svið með þeim Geri, Emmu Bunton, Melanie Brown og Melanie Chisholm á lokatónleikunum þrátt fyrir væntingar aðdáenda þess efnis.
Myndband af afsökunarbeiðni Geri má sjá hér að neðan.
'I was being a brat' - Geri apologises for leaving the Spice Girls (in a way that connected with me, at least, more than ever) #spicegirls #spice #geri #icanbeabrattoo pic.twitter.com/0UPnshgC6F
— Jamie Tabberer (@jamietabberer) June 15, 2019