Andinn og vandinn Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 18. júní 2019 07:00 Spánn er merkilegt land sem markað er af andans mönnum og konum frá örófi alda. Hér var Averoes að gera því skóna í ræðu og riti á 12. öld að siðfræði heimspekinnar væri æðri siðfræði trúarinnar meðan annars staðar var bannað að draga trúna í efa. Í Toledo voru menn að þýða gríska heimspeki meðan norðar í álfunni töldu menn að Aristóteles væri hundategund. Hér var fyrsta skáldsagan rituð snemma á 17. öld sem enn í dag er eitt af betri skáldverkum heims. Í dag er hér líka einn af betri stjórnmálamönnum samtímans, Manuela Carmena, sem kom að hryllilegu spillingarbæli þegar hún tók við sem borgarstjóri í Madrid fyrir fjórum árum. Fyrirrennarar hennar, Lýðflokksmenn, höfðu ekki aðeins rænt í áraraðir og komið borginni í ótæpilega skuldasúpu heldur einnig selt hrægammasjóðum fjöldann allan af félagsíbúðum. Hún hefur upprætt spillingarkerfið og skilað hagnaði sem er nýtt þar í borg enda spillingin dýr. Samt missti hún meirihlutann í síðustu kosningum meðan þjóðrembur og gamli spillingarflokkurinn fengu ágæta kosningu. Hvernig stendur á því? Jú, Spánn glímir við þann erfðaeiginleika, þrátt fyrir allt andans fólkið, að frá örófi alda hafa ávallt verið til menn og konur sem hafa viljað koma umburðarlyndi og víðsýni fyrir kattarnef. Þjóðin stundar því vegasalt milli þessara tveggja afla og mætti segja að þegar mest liggi við fari hlunkarnir þeim megin sem hrokinn ræður. Spænsk saga en nefnilega vörðuð Trumpum sem ætluðu að gera landið einsleitt og glæst. Í raun eigast þessi öfl einnig við á Íslandi. Hvorum megin hlammar þú þínum rasskinnum þá? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Spánn Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Spánn er merkilegt land sem markað er af andans mönnum og konum frá örófi alda. Hér var Averoes að gera því skóna í ræðu og riti á 12. öld að siðfræði heimspekinnar væri æðri siðfræði trúarinnar meðan annars staðar var bannað að draga trúna í efa. Í Toledo voru menn að þýða gríska heimspeki meðan norðar í álfunni töldu menn að Aristóteles væri hundategund. Hér var fyrsta skáldsagan rituð snemma á 17. öld sem enn í dag er eitt af betri skáldverkum heims. Í dag er hér líka einn af betri stjórnmálamönnum samtímans, Manuela Carmena, sem kom að hryllilegu spillingarbæli þegar hún tók við sem borgarstjóri í Madrid fyrir fjórum árum. Fyrirrennarar hennar, Lýðflokksmenn, höfðu ekki aðeins rænt í áraraðir og komið borginni í ótæpilega skuldasúpu heldur einnig selt hrægammasjóðum fjöldann allan af félagsíbúðum. Hún hefur upprætt spillingarkerfið og skilað hagnaði sem er nýtt þar í borg enda spillingin dýr. Samt missti hún meirihlutann í síðustu kosningum meðan þjóðrembur og gamli spillingarflokkurinn fengu ágæta kosningu. Hvernig stendur á því? Jú, Spánn glímir við þann erfðaeiginleika, þrátt fyrir allt andans fólkið, að frá örófi alda hafa ávallt verið til menn og konur sem hafa viljað koma umburðarlyndi og víðsýni fyrir kattarnef. Þjóðin stundar því vegasalt milli þessara tveggja afla og mætti segja að þegar mest liggi við fari hlunkarnir þeim megin sem hrokinn ræður. Spænsk saga en nefnilega vörðuð Trumpum sem ætluðu að gera landið einsleitt og glæst. Í raun eigast þessi öfl einnig við á Íslandi. Hvorum megin hlammar þú þínum rasskinnum þá?
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar