Sama áhætta á gróðureldum á höfuðborgarsvæðinu og í dreifbýli Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. júní 2019 19:15 Sama áhætta er á gróðureldum á höfuðborgarsvæðinu og í dreifbýli vegna veðursældar, meiri gróðurs og þurrkatíðar. Aðstoðarslökkviliðsstjóri segir að huga þurfi að brunahólfum sem koma í veg fyrir að eldur breiðist út. Varlega þurfi að fara með allan opinn eld. Birgir Finnsson aðstoðarslökkviliðsstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir aðstæður undanfarið á höfuðborgarsvæðinu fela í sér sömu hættu á gróðureldum og annar staðar á landinu. „Í þessari þurrkatíð og með þennan mikla gróður þá er í rauninni sama hættan hér á höfuðborgarsvæðinu og í strjábýli, þ.e. hér gróður, það blæs aðeins og það er eldhætta,“ segir Birgir. Hann segir hins vegar að yfirleitt sé önnur staða uppi á höfðuborgarsvæðinu þegar kemur að flóttaleiðum en á sumarhúsasvæðum eins og t.d. í Skorradal. Mikilvægt að vakning verði um eldshættu Hann nefnir að víða í borginni séu gróðursæl útivistarsvæði í nálægð við byggð sem umgangast beri af varúð. „Við erum með Elliðaárdalinn sem er innan um byggð, Hellisgerði og Hvaleyrarvatn svo dæmi séu tekinn og svo erum við líka með útivistasvæði sem fela í sér mikil verðmæti en eru ekki í nálægð við byggð,“ segir Birgir. Hann telur mikilvægt að vakning verði um þessi mál. „Þetta er áhætta sem við Íslendingar þurfum að fara að huga meira að þá bæði við þessir opinberu aðilar og almenningur,“ segir Birgir. Íhuga þarf að setja upp brunahólf Birgir segir að eftir þurrkanna á Norðurlöndum síðasta sumar og gróðurelda samfara þeim sé víða verið að undirbúa brunahólf eða varnalínur þar. „Þetta er líka hlutir sem við þurfum að horfa til og kanna vel hvort ekki eigi að setja upp slíkar varnalínur hér á landi. Við megum ekki gera lítið úr því Íslendingar að þetta geti bara ekki gerst hér á landi.“ segir Birgir. Hann brýnir fyrir fólki að fara afar varlega með allan opinn eld og að vera ekki með grill of nálægt íbúðahúsum en heldur ekki of nálægt gróðri. Þá bendir hann á til umhugsunar að síðasta sumar hafi verið bannað að nota einnotagrill í Noregi vegna þurrka. Borgarbyggð Slökkvilið Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Varðeldur í fjöru í Skorradal veldur íbúum áhyggjum: "Þetta er frekar óhugnanleg hegðun“ Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Vesturlandi vegna hættu á gróðureldum eftir langvinna þurrka á svæðinu. 16. júní 2019 11:24 Tilræði við almannaöryggi að kveikja elda í Skorradal Varaslökkviliðsstjóri Borgarbyggðar biðlar til fólks að kveikja ekki elda í Skorradal. 16. júní 2019 12:49 Sumarhúsaeigendur í Skorradal ósáttir við ummæli varaslökkviliðsstjóra Stjórn sumarhúsafélagsins Fitjahlíðar í Skorradal gagnrýnir ummæli varaslökkviliðsstjóra Borgarbyggðar um að óbreyttir borgarar þvælist fyrir við slökkvistarf. Fjölmörg dæmi séu um að almenningur hafi skipt sköpum þegar eldar hafa kviknað í dalnum. 17. júní 2019 13:30 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Sjá meira
Sama áhætta er á gróðureldum á höfuðborgarsvæðinu og í dreifbýli vegna veðursældar, meiri gróðurs og þurrkatíðar. Aðstoðarslökkviliðsstjóri segir að huga þurfi að brunahólfum sem koma í veg fyrir að eldur breiðist út. Varlega þurfi að fara með allan opinn eld. Birgir Finnsson aðstoðarslökkviliðsstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir aðstæður undanfarið á höfuðborgarsvæðinu fela í sér sömu hættu á gróðureldum og annar staðar á landinu. „Í þessari þurrkatíð og með þennan mikla gróður þá er í rauninni sama hættan hér á höfuðborgarsvæðinu og í strjábýli, þ.e. hér gróður, það blæs aðeins og það er eldhætta,“ segir Birgir. Hann segir hins vegar að yfirleitt sé önnur staða uppi á höfðuborgarsvæðinu þegar kemur að flóttaleiðum en á sumarhúsasvæðum eins og t.d. í Skorradal. Mikilvægt að vakning verði um eldshættu Hann nefnir að víða í borginni séu gróðursæl útivistarsvæði í nálægð við byggð sem umgangast beri af varúð. „Við erum með Elliðaárdalinn sem er innan um byggð, Hellisgerði og Hvaleyrarvatn svo dæmi séu tekinn og svo erum við líka með útivistasvæði sem fela í sér mikil verðmæti en eru ekki í nálægð við byggð,“ segir Birgir. Hann telur mikilvægt að vakning verði um þessi mál. „Þetta er áhætta sem við Íslendingar þurfum að fara að huga meira að þá bæði við þessir opinberu aðilar og almenningur,“ segir Birgir. Íhuga þarf að setja upp brunahólf Birgir segir að eftir þurrkanna á Norðurlöndum síðasta sumar og gróðurelda samfara þeim sé víða verið að undirbúa brunahólf eða varnalínur þar. „Þetta er líka hlutir sem við þurfum að horfa til og kanna vel hvort ekki eigi að setja upp slíkar varnalínur hér á landi. Við megum ekki gera lítið úr því Íslendingar að þetta geti bara ekki gerst hér á landi.“ segir Birgir. Hann brýnir fyrir fólki að fara afar varlega með allan opinn eld og að vera ekki með grill of nálægt íbúðahúsum en heldur ekki of nálægt gróðri. Þá bendir hann á til umhugsunar að síðasta sumar hafi verið bannað að nota einnotagrill í Noregi vegna þurrka.
Borgarbyggð Slökkvilið Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Varðeldur í fjöru í Skorradal veldur íbúum áhyggjum: "Þetta er frekar óhugnanleg hegðun“ Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Vesturlandi vegna hættu á gróðureldum eftir langvinna þurrka á svæðinu. 16. júní 2019 11:24 Tilræði við almannaöryggi að kveikja elda í Skorradal Varaslökkviliðsstjóri Borgarbyggðar biðlar til fólks að kveikja ekki elda í Skorradal. 16. júní 2019 12:49 Sumarhúsaeigendur í Skorradal ósáttir við ummæli varaslökkviliðsstjóra Stjórn sumarhúsafélagsins Fitjahlíðar í Skorradal gagnrýnir ummæli varaslökkviliðsstjóra Borgarbyggðar um að óbreyttir borgarar þvælist fyrir við slökkvistarf. Fjölmörg dæmi séu um að almenningur hafi skipt sköpum þegar eldar hafa kviknað í dalnum. 17. júní 2019 13:30 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Sjá meira
Varðeldur í fjöru í Skorradal veldur íbúum áhyggjum: "Þetta er frekar óhugnanleg hegðun“ Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Vesturlandi vegna hættu á gróðureldum eftir langvinna þurrka á svæðinu. 16. júní 2019 11:24
Tilræði við almannaöryggi að kveikja elda í Skorradal Varaslökkviliðsstjóri Borgarbyggðar biðlar til fólks að kveikja ekki elda í Skorradal. 16. júní 2019 12:49
Sumarhúsaeigendur í Skorradal ósáttir við ummæli varaslökkviliðsstjóra Stjórn sumarhúsafélagsins Fitjahlíðar í Skorradal gagnrýnir ummæli varaslökkviliðsstjóra Borgarbyggðar um að óbreyttir borgarar þvælist fyrir við slökkvistarf. Fjölmörg dæmi séu um að almenningur hafi skipt sköpum þegar eldar hafa kviknað í dalnum. 17. júní 2019 13:30