Breiðablik er á toppnum í Pepsi Max-deild karla eftir að þeir grænklæddu unnu 3-1 sigur á grönnum sínum í Stjörnunni í kvöld.
Stjarnan komst yfir í leiknum en Ævar Ingi Jóhannesson kom þeim yfir á 48. mínútu. Fyrri hálfleikurinn var afar bragðdafur.
Aroni Bjarnasyni var skipt inn á hjá Blikum á 58. mínútu og eftir það breyttist leikurinn. Aron jafnaði metin með frábæru marki á 65. mínútu er hann skrúfaði boltann yfir Harald Björnsson í marki Stjörnunnar.
Annað mark Blika var ekki verra en þá skoraði Guðjón Pétur Lýðsson úr glæsilegri aukaspyrnu. Alexander Helgi Sigurðarson skoraði þriðja og síðasta markið í uppbótartíma, eftir frábæran sprett Arons.
Öll mörkin má sjá í spilaranum efst í fréttinni.
Sjáðu glæsimörk Arons og Guðjóns sem skutu Blikum á toppinn
Tengdar fréttir

Leik lokið: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │ Innkoma Arons skaut Blikum á toppinn
Aron Bjarnason átti frábæra innkomu þegar Breiðablik vann 1-3 útisigur á Stjörnunni.