Stefna á að engin mengun komi frá Hellisheiðarvirkjun innan fárra ára Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. júní 2019 13:00 Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur segir að stefnt sé að því að Helliheiðarvirkjun verði sporlaus sem þýðir að engin mengandi efni komi til með að berast frá virkjuninni. vísir/vilhelm Orkuveita Reykjavíkur stefnir að því að gera Hellisheiðarvirkjun algjörlega sporlausa innan fárra ára og verður þá eina jarðhitavirkjun í heiminum sem er algjörlega hrein. Nú þegar hafa sparast þrettán milljarðar króna vegna aðferðar sem bindur koltvísýring í jörð að sögn forstjóra fyrirtækisins. Stóriðjan undirritaði í gær viljayfirlýsingu við stjórnvöld og Orkuveitu Reykjavíkur um að taka þátt í að þróa áfram aðferð sem kallast CarbFix eða „Gas í grjót“ sem hefur verið notuð til að binda kolefni með afar góðum árangri í Hellisheiðarvirkjun síðustu fimm ár. Aðferðin gengur út á að koldíoxíð er fangað úr jarðhitagufu og leyst upp í vatni undir þrýstingi. Vatninu er svo dælt niður í jörðina þar sem efnið binst varanlega í berggrunninn. Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur býst við að það taki um fimm til tíu ár að þróa aðferðina svo hún nýtist stóriðjunni. Aðferðin gagnist vel í Hellisheiðarvirkjun vegna styrks koltvísýrings í útblæstri en hann sé mun minni hjá stóriðjunni. „Munurinn á Hellisheiðarvirkjun og álverunum er að styrkur koltvísýrings í útblæstri er um 2% þar en hann er 20-30% í Hellisheiðarvirkjun og þar gengur aðferðin eins og í sögu. Þannig að fyrsta verkefnið er að þróa aðferð til að auka styrk gasins hjá stóriðjunni áður en hægt er að beita aðferðinni þar sem við notum,“ segir BjarniÆtla að koma í veg fyrir alla mengun frá Hellisheiðarvirkjun Orkuveitan stefnir á gera Hellisheiðarvirkjun algjörlega hreina á næstu árum. „Þetta er ný aðferð á heimsvísu. Það er engin önnur jarðhitavirkjun sem gerir þetta. Við ætlum að gera Hellisheiðarvirkjun algjörlega sporlausa innan fárra ára og þá er það eina virkjunin af þessum toga í heiminum sem er algjörlega hrein þ.e. engin mengandi efni berast í loft, jörð eða grunnvatn,“ segir Bjarni.Milljarða sparnaður Miklir fjármunir hafi sparast með CarbFix- aðferðinni en sparnaðurinn felst í að hefðbundnar aðferðir við hreinsun brennisteinsvetnisins hefðu verið mun dýrari en CarpFix-aðferðin. „Þessi aðferð er nú þegar búin að spara Orkuveitunni um þrettán milljarða króna,“ segir Bjarni. Orkumál Umhverfismál Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Orkuveita Reykjavíkur stefnir að því að gera Hellisheiðarvirkjun algjörlega sporlausa innan fárra ára og verður þá eina jarðhitavirkjun í heiminum sem er algjörlega hrein. Nú þegar hafa sparast þrettán milljarðar króna vegna aðferðar sem bindur koltvísýring í jörð að sögn forstjóra fyrirtækisins. Stóriðjan undirritaði í gær viljayfirlýsingu við stjórnvöld og Orkuveitu Reykjavíkur um að taka þátt í að þróa áfram aðferð sem kallast CarbFix eða „Gas í grjót“ sem hefur verið notuð til að binda kolefni með afar góðum árangri í Hellisheiðarvirkjun síðustu fimm ár. Aðferðin gengur út á að koldíoxíð er fangað úr jarðhitagufu og leyst upp í vatni undir þrýstingi. Vatninu er svo dælt niður í jörðina þar sem efnið binst varanlega í berggrunninn. Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur býst við að það taki um fimm til tíu ár að þróa aðferðina svo hún nýtist stóriðjunni. Aðferðin gagnist vel í Hellisheiðarvirkjun vegna styrks koltvísýrings í útblæstri en hann sé mun minni hjá stóriðjunni. „Munurinn á Hellisheiðarvirkjun og álverunum er að styrkur koltvísýrings í útblæstri er um 2% þar en hann er 20-30% í Hellisheiðarvirkjun og þar gengur aðferðin eins og í sögu. Þannig að fyrsta verkefnið er að þróa aðferð til að auka styrk gasins hjá stóriðjunni áður en hægt er að beita aðferðinni þar sem við notum,“ segir BjarniÆtla að koma í veg fyrir alla mengun frá Hellisheiðarvirkjun Orkuveitan stefnir á gera Hellisheiðarvirkjun algjörlega hreina á næstu árum. „Þetta er ný aðferð á heimsvísu. Það er engin önnur jarðhitavirkjun sem gerir þetta. Við ætlum að gera Hellisheiðarvirkjun algjörlega sporlausa innan fárra ára og þá er það eina virkjunin af þessum toga í heiminum sem er algjörlega hrein þ.e. engin mengandi efni berast í loft, jörð eða grunnvatn,“ segir Bjarni.Milljarða sparnaður Miklir fjármunir hafi sparast með CarbFix- aðferðinni en sparnaðurinn felst í að hefðbundnar aðferðir við hreinsun brennisteinsvetnisins hefðu verið mun dýrari en CarpFix-aðferðin. „Þessi aðferð er nú þegar búin að spara Orkuveitunni um þrettán milljarða króna,“ segir Bjarni.
Orkumál Umhverfismál Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira