Stefna á að engin mengun komi frá Hellisheiðarvirkjun innan fárra ára Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. júní 2019 13:00 Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur segir að stefnt sé að því að Helliheiðarvirkjun verði sporlaus sem þýðir að engin mengandi efni komi til með að berast frá virkjuninni. vísir/vilhelm Orkuveita Reykjavíkur stefnir að því að gera Hellisheiðarvirkjun algjörlega sporlausa innan fárra ára og verður þá eina jarðhitavirkjun í heiminum sem er algjörlega hrein. Nú þegar hafa sparast þrettán milljarðar króna vegna aðferðar sem bindur koltvísýring í jörð að sögn forstjóra fyrirtækisins. Stóriðjan undirritaði í gær viljayfirlýsingu við stjórnvöld og Orkuveitu Reykjavíkur um að taka þátt í að þróa áfram aðferð sem kallast CarbFix eða „Gas í grjót“ sem hefur verið notuð til að binda kolefni með afar góðum árangri í Hellisheiðarvirkjun síðustu fimm ár. Aðferðin gengur út á að koldíoxíð er fangað úr jarðhitagufu og leyst upp í vatni undir þrýstingi. Vatninu er svo dælt niður í jörðina þar sem efnið binst varanlega í berggrunninn. Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur býst við að það taki um fimm til tíu ár að þróa aðferðina svo hún nýtist stóriðjunni. Aðferðin gagnist vel í Hellisheiðarvirkjun vegna styrks koltvísýrings í útblæstri en hann sé mun minni hjá stóriðjunni. „Munurinn á Hellisheiðarvirkjun og álverunum er að styrkur koltvísýrings í útblæstri er um 2% þar en hann er 20-30% í Hellisheiðarvirkjun og þar gengur aðferðin eins og í sögu. Þannig að fyrsta verkefnið er að þróa aðferð til að auka styrk gasins hjá stóriðjunni áður en hægt er að beita aðferðinni þar sem við notum,“ segir BjarniÆtla að koma í veg fyrir alla mengun frá Hellisheiðarvirkjun Orkuveitan stefnir á gera Hellisheiðarvirkjun algjörlega hreina á næstu árum. „Þetta er ný aðferð á heimsvísu. Það er engin önnur jarðhitavirkjun sem gerir þetta. Við ætlum að gera Hellisheiðarvirkjun algjörlega sporlausa innan fárra ára og þá er það eina virkjunin af þessum toga í heiminum sem er algjörlega hrein þ.e. engin mengandi efni berast í loft, jörð eða grunnvatn,“ segir Bjarni.Milljarða sparnaður Miklir fjármunir hafi sparast með CarbFix- aðferðinni en sparnaðurinn felst í að hefðbundnar aðferðir við hreinsun brennisteinsvetnisins hefðu verið mun dýrari en CarpFix-aðferðin. „Þessi aðferð er nú þegar búin að spara Orkuveitunni um þrettán milljarða króna,“ segir Bjarni. Orkumál Umhverfismál Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Sjá meira
Orkuveita Reykjavíkur stefnir að því að gera Hellisheiðarvirkjun algjörlega sporlausa innan fárra ára og verður þá eina jarðhitavirkjun í heiminum sem er algjörlega hrein. Nú þegar hafa sparast þrettán milljarðar króna vegna aðferðar sem bindur koltvísýring í jörð að sögn forstjóra fyrirtækisins. Stóriðjan undirritaði í gær viljayfirlýsingu við stjórnvöld og Orkuveitu Reykjavíkur um að taka þátt í að þróa áfram aðferð sem kallast CarbFix eða „Gas í grjót“ sem hefur verið notuð til að binda kolefni með afar góðum árangri í Hellisheiðarvirkjun síðustu fimm ár. Aðferðin gengur út á að koldíoxíð er fangað úr jarðhitagufu og leyst upp í vatni undir þrýstingi. Vatninu er svo dælt niður í jörðina þar sem efnið binst varanlega í berggrunninn. Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur býst við að það taki um fimm til tíu ár að þróa aðferðina svo hún nýtist stóriðjunni. Aðferðin gagnist vel í Hellisheiðarvirkjun vegna styrks koltvísýrings í útblæstri en hann sé mun minni hjá stóriðjunni. „Munurinn á Hellisheiðarvirkjun og álverunum er að styrkur koltvísýrings í útblæstri er um 2% þar en hann er 20-30% í Hellisheiðarvirkjun og þar gengur aðferðin eins og í sögu. Þannig að fyrsta verkefnið er að þróa aðferð til að auka styrk gasins hjá stóriðjunni áður en hægt er að beita aðferðinni þar sem við notum,“ segir BjarniÆtla að koma í veg fyrir alla mengun frá Hellisheiðarvirkjun Orkuveitan stefnir á gera Hellisheiðarvirkjun algjörlega hreina á næstu árum. „Þetta er ný aðferð á heimsvísu. Það er engin önnur jarðhitavirkjun sem gerir þetta. Við ætlum að gera Hellisheiðarvirkjun algjörlega sporlausa innan fárra ára og þá er það eina virkjunin af þessum toga í heiminum sem er algjörlega hrein þ.e. engin mengandi efni berast í loft, jörð eða grunnvatn,“ segir Bjarni.Milljarða sparnaður Miklir fjármunir hafi sparast með CarbFix- aðferðinni en sparnaðurinn felst í að hefðbundnar aðferðir við hreinsun brennisteinsvetnisins hefðu verið mun dýrari en CarpFix-aðferðin. „Þessi aðferð er nú þegar búin að spara Orkuveitunni um þrettán milljarða króna,“ segir Bjarni.
Orkumál Umhverfismál Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Sjá meira