Samþykktu gjaldtöku vegna fiskeldis Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. júní 2019 17:41 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra. Vísir/vilhelm Alþingi samþykkti á þingfundi nú á fimmta tímanum í dag stjórnarfrumvarp Kristján Þórs Júlíussonar, sjávarútvegsráðherra, um gjaldtöku vegna fiskeldis. Frumvarpið felur einnig í sér að stofnaður verði fiskeldissjóðir og að Fiskistofa annist framkvæmd laganna. Frumvarpið var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum, eða 40. Sextán þingmenn stjórnarandstöðunnar úr Pírötum, Samfylkingu og Viðreisn greiddu ekki atkvæði. Sjö rekstraraðilar starfrækja eldi á laxi og regnbogasilungi í sjókvíum á Vestfjörðum og Austfjörðum. Tilgangur laganna er að tryggja ríkissjóði beint endurgjald vegna nýtingar hafsvæða í íslenskri lögsögu. Rekstrarleyfishafi fiskeldisstöðvar í sjó skal greiða gjald í ríkissjóð en Fiskistofa ákvarðar og birtir fjárhæð gjaldsins með auglýsingu eigi síðar en 1. desember ár hvert. Fjárhæð gjalds á hvert kg. slátraðs lax skal miðast við nýjasta 12 mánaða meðaltal alþjóðlegs markaðsverðs á Atlantshafslaxi fyrir ákvörðunardag og nema því hlutfalli af þeim stofni 3,5% þegar verð er 4,8 evrur á kg eða hærra, 2% þegar verð er 4,3 evrur á kg. eða hærra og 0,5% þegar verð er lægra en 4,3 evrur á kg. Samkvæmt nýju lögunum er gert ráð fyrir að þriðjungur tekna af gjaldinu renni til fiskeldissjóðs frá og með árinu 2021. Ætlunin er að auglýsa og úthluta styrkjum til sveitarfélaga til verkefna sem eru til þess fallin að byggja upp innviði á þeim svæðum þar sem fiskeldi í sjókvíum er stundað. Gjaldið grundvallast á þeirri afstöðu að handhafar rekstrarleyfa til sjókvíaeldis njóti takmarkaðra réttinda til hagnýtingar auðlinda. Þá er hoft til þess að tekjur sem falla munu til geti staðið á móti rannsóknum í þágu fiskeldis, kostnaðar við styrkingu stjórnsýslu og til eflingar byggða þar sem áhrifa fiskeldisstarfsemi gætir. Leyfishöfum gildandi rekstrarleyfa í sjókvíaeldi útgefnum af Matvælastofnun, sem ala lax og regnbogasilung, er gert að greiða gjald vegna nýtingar á eldissvæðum sem miðast við framleiðslumagn. Annað fiskeldi er undanskilið gjaldinu þar sem það ýmist er á tilraunastigi eða það smátt í sniðum að ekki þykir rétt að mæla fyrir um gjaldtöku. Þrátt fyrir að fiskeldisstöð missi rekstrarleyfi sitt tímabundið þá leysir það hana ekki undan gjaldskyldunni. Alþingi Fiskeldi Sjávarútvegur Tengdar fréttir Vonar að fiskeldisfrumvörp fæðist fyrir febrúarlok Sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra vonast til að geta lagt fram lagafrumvörp um fiskeldi innan tveggja vikna. 17. febrúar 2019 18:45 Segir löngu tímabært að setja lög og reglur um fiskeldi Áætlað er að tekjur ríkissjóðs af fiskeldi verði einn milljarður króna árið 2023 samkvæmt frumvarpsdrögum sjávarútvegsráðherra. Hátt í tuttugu umsagnir eru um frumvarpið í Samráðsgátt stjórnvalda meðal annars frá Arnarlaxi sem gerir athugasemdir við gjaldið og segir það íþyngjandi og ótímabært. Varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis segir löngu tímabært að setja lög og reglur um fiskeldi hér á landi. 15. febrúar 2019 13:15 Fyrirhugað gjald á fiskeldisfélög ýmist sagt allt of hátt eða of lágt Skiptar skoðanir eru á ágæti fyrirhugaðrar gjaldtöku á fiskeldisfyrirtæki. Gjaldið mun leggjast á framleiðsluheimild en ekki raunverulega framleiðslu. Mun skila milljarði en veiðifélög telja það ekki nóg. 14. janúar 2019 08:30 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Alþingi samþykkti á þingfundi nú á fimmta tímanum í dag stjórnarfrumvarp Kristján Þórs Júlíussonar, sjávarútvegsráðherra, um gjaldtöku vegna fiskeldis. Frumvarpið felur einnig í sér að stofnaður verði fiskeldissjóðir og að Fiskistofa annist framkvæmd laganna. Frumvarpið var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum, eða 40. Sextán þingmenn stjórnarandstöðunnar úr Pírötum, Samfylkingu og Viðreisn greiddu ekki atkvæði. Sjö rekstraraðilar starfrækja eldi á laxi og regnbogasilungi í sjókvíum á Vestfjörðum og Austfjörðum. Tilgangur laganna er að tryggja ríkissjóði beint endurgjald vegna nýtingar hafsvæða í íslenskri lögsögu. Rekstrarleyfishafi fiskeldisstöðvar í sjó skal greiða gjald í ríkissjóð en Fiskistofa ákvarðar og birtir fjárhæð gjaldsins með auglýsingu eigi síðar en 1. desember ár hvert. Fjárhæð gjalds á hvert kg. slátraðs lax skal miðast við nýjasta 12 mánaða meðaltal alþjóðlegs markaðsverðs á Atlantshafslaxi fyrir ákvörðunardag og nema því hlutfalli af þeim stofni 3,5% þegar verð er 4,8 evrur á kg eða hærra, 2% þegar verð er 4,3 evrur á kg. eða hærra og 0,5% þegar verð er lægra en 4,3 evrur á kg. Samkvæmt nýju lögunum er gert ráð fyrir að þriðjungur tekna af gjaldinu renni til fiskeldissjóðs frá og með árinu 2021. Ætlunin er að auglýsa og úthluta styrkjum til sveitarfélaga til verkefna sem eru til þess fallin að byggja upp innviði á þeim svæðum þar sem fiskeldi í sjókvíum er stundað. Gjaldið grundvallast á þeirri afstöðu að handhafar rekstrarleyfa til sjókvíaeldis njóti takmarkaðra réttinda til hagnýtingar auðlinda. Þá er hoft til þess að tekjur sem falla munu til geti staðið á móti rannsóknum í þágu fiskeldis, kostnaðar við styrkingu stjórnsýslu og til eflingar byggða þar sem áhrifa fiskeldisstarfsemi gætir. Leyfishöfum gildandi rekstrarleyfa í sjókvíaeldi útgefnum af Matvælastofnun, sem ala lax og regnbogasilung, er gert að greiða gjald vegna nýtingar á eldissvæðum sem miðast við framleiðslumagn. Annað fiskeldi er undanskilið gjaldinu þar sem það ýmist er á tilraunastigi eða það smátt í sniðum að ekki þykir rétt að mæla fyrir um gjaldtöku. Þrátt fyrir að fiskeldisstöð missi rekstrarleyfi sitt tímabundið þá leysir það hana ekki undan gjaldskyldunni.
Alþingi Fiskeldi Sjávarútvegur Tengdar fréttir Vonar að fiskeldisfrumvörp fæðist fyrir febrúarlok Sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra vonast til að geta lagt fram lagafrumvörp um fiskeldi innan tveggja vikna. 17. febrúar 2019 18:45 Segir löngu tímabært að setja lög og reglur um fiskeldi Áætlað er að tekjur ríkissjóðs af fiskeldi verði einn milljarður króna árið 2023 samkvæmt frumvarpsdrögum sjávarútvegsráðherra. Hátt í tuttugu umsagnir eru um frumvarpið í Samráðsgátt stjórnvalda meðal annars frá Arnarlaxi sem gerir athugasemdir við gjaldið og segir það íþyngjandi og ótímabært. Varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis segir löngu tímabært að setja lög og reglur um fiskeldi hér á landi. 15. febrúar 2019 13:15 Fyrirhugað gjald á fiskeldisfélög ýmist sagt allt of hátt eða of lágt Skiptar skoðanir eru á ágæti fyrirhugaðrar gjaldtöku á fiskeldisfyrirtæki. Gjaldið mun leggjast á framleiðsluheimild en ekki raunverulega framleiðslu. Mun skila milljarði en veiðifélög telja það ekki nóg. 14. janúar 2019 08:30 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Vonar að fiskeldisfrumvörp fæðist fyrir febrúarlok Sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra vonast til að geta lagt fram lagafrumvörp um fiskeldi innan tveggja vikna. 17. febrúar 2019 18:45
Segir löngu tímabært að setja lög og reglur um fiskeldi Áætlað er að tekjur ríkissjóðs af fiskeldi verði einn milljarður króna árið 2023 samkvæmt frumvarpsdrögum sjávarútvegsráðherra. Hátt í tuttugu umsagnir eru um frumvarpið í Samráðsgátt stjórnvalda meðal annars frá Arnarlaxi sem gerir athugasemdir við gjaldið og segir það íþyngjandi og ótímabært. Varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis segir löngu tímabært að setja lög og reglur um fiskeldi hér á landi. 15. febrúar 2019 13:15
Fyrirhugað gjald á fiskeldisfélög ýmist sagt allt of hátt eða of lágt Skiptar skoðanir eru á ágæti fyrirhugaðrar gjaldtöku á fiskeldisfyrirtæki. Gjaldið mun leggjast á framleiðsluheimild en ekki raunverulega framleiðslu. Mun skila milljarði en veiðifélög telja það ekki nóg. 14. janúar 2019 08:30