Ástæðan fyrir því að Michael Jordan yppti öxlum fyrir nákvæmlega 27 árum síðan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júní 2019 21:45 Michael Jordan of Clyde Drexler í úrslitunum 1992. Getty/John W. McDonough Á þessum degi árið 1992 bauð Michael Jordan upp á eina af sínum merkilegri frammistöðum á stærsta sviðinu. Fyrir 27 árum síðar var Michael Jordan mættur með Chicago Bulls í lokaúrslit NBA-deildarinnar í annað skiptið á ferlinum. Árið áður hafði hann losað heilt hlass af gagnrýendnum af bakinu með því að vinna sinn fyrsta NBA-titil. Að þessu sinni var Chicago Bulls liðið komið í úrslitaeinvígi á móti Portland Trail Blazers og fyrsti leikurinn var 3. júní í Chicago Stadium í Chicago.In #NBAFinals Game 1 history... "THE SHRUG" in 1992! Michael Jordan finished with 35 PTS on 6 3PM in the first half. #NBABreakdown : GSW/TOR, Game 1 : 9pm/et : ABC : Sportsnet pic.twitter.com/s1mkAuIsul — NBA History (@NBAHistory) May 30, 2019Í aðdraganda leiksins var mikið talað um einvígi Michael Jordan og Clyde Drexler. Eitt af því fáa sem Clyde Drexler átti að gera betur en Jordan var að hitta úr þriggja stiga skotum. Þetta tímabil var Clyde Drexler með að meðaltali í deildarkeppninni 25,0 stig, 6,6 fráköst, 6,7 stoðsendingar, 1,8 stolna bolta og 1,5 þrista auk þess að vera með 34% þriggja stiga nýtingu og 79% vítanýtingu. Jordan var aftur á móti með meðaltali í deildarkeppninni 30,1 stig, 6,4 fráköst, 6,1 stoðsendingar, 2,3 stolna bolta og 0,3 þrista auk þess að vera með 27% þriggja stiga nýtingu og 63% vítanýtingu. Það er því kannski ekkert skrýtið að menn bentu á að Drexler væri betri þriggja stiga skytta en Jordan enda með 87 fleiri þriggja stiga körfur á tímabilinu og mun betri nýtingu. Málið er að Jordan leit á þetta sem áskorun og afsannaði þetta síðan með ótrúlegum fyrri hálfleik í leik eitt. Jordan setti alls niður sex þriggja stiga skot í hálfleiknum og var kominn með 35 stig í hálfleik. Bæði var nýtt met í lokaúrslitum NBA. Frægasta myndbrotið er þegar Jordan skellir niður sjötta þristinum og yppti síðan öxlum á leið sinni til baka í vörnina. Hann skildi ekki lengur í þessu sjálfur enda fór allt ofan í körfuna hjá honum í þessum magnaða fyrri hálfleik. Það er síðan hægt að reyna að ímynda sér hvernig mótherjum hans leið enda var þarna mesti háloftafugl NBA-deildarinnar allt í einu farinn að raða niður langskotunum líka.27 years ago today, MJ gave us “The Shrug.” He had 35 points including SIX threes in the FIRST HALF of the Finals. (via @NBATV) pic.twitter.com/GHEG3XXRwo — Complex Sports (@ComplexSports) June 3, 2019Michael Jordan endaði leikinn með 39 stig og 11 stoðsendingar á 34 mínútum og Chicago Bulls vann Portland 122-89. Portland Trail Blazers jafnaði reyndar metin í næsta leik en Chicago Bulls vann einvígið 4-2. Jordan var með 35,8 stig og 6,5 stoðsendingar að meðaltali og hitti úr 43% prósent þriggja stiga skota sinna. Clyde Drexler var með 24,8 stig og 5,3 stoðsendingar að meðaltali í leik en hitti aðeins úr 15 prósent þriggja stiga skota sinna í úrslitaeinvíginu. Michael Jordan vann þarna sinn annan titil en þeir áttu eftir að verða sex talsins. Í öll sex skiptin var hann kosinn besti leikmaður lokaúrslitanna.“I started running for the 3PT line. It felt like a FT.” - OTD (92) Michael Jordan's "Shrug Game” 39 PTS, 11 AST, 1 TO in 34 MINS 35 PTS & 6 straight 3PTS in the 1st half 33-Point win pic.twitter.com/tWxwKl50Y4 — Ballislife.com (@Ballislife) June 3, 2019On this day in 1992, Michael Jordan's shrug became one of the most iconic images in #NBAFinals history... pic.twitter.com/Bmcpntxzmu — NBA Africa (@NBA_Africa) June 3, 2019 NBA Mest lesið Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Fleiri fréttir Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Sjá meira
Á þessum degi árið 1992 bauð Michael Jordan upp á eina af sínum merkilegri frammistöðum á stærsta sviðinu. Fyrir 27 árum síðar var Michael Jordan mættur með Chicago Bulls í lokaúrslit NBA-deildarinnar í annað skiptið á ferlinum. Árið áður hafði hann losað heilt hlass af gagnrýendnum af bakinu með því að vinna sinn fyrsta NBA-titil. Að þessu sinni var Chicago Bulls liðið komið í úrslitaeinvígi á móti Portland Trail Blazers og fyrsti leikurinn var 3. júní í Chicago Stadium í Chicago.In #NBAFinals Game 1 history... "THE SHRUG" in 1992! Michael Jordan finished with 35 PTS on 6 3PM in the first half. #NBABreakdown : GSW/TOR, Game 1 : 9pm/et : ABC : Sportsnet pic.twitter.com/s1mkAuIsul — NBA History (@NBAHistory) May 30, 2019Í aðdraganda leiksins var mikið talað um einvígi Michael Jordan og Clyde Drexler. Eitt af því fáa sem Clyde Drexler átti að gera betur en Jordan var að hitta úr þriggja stiga skotum. Þetta tímabil var Clyde Drexler með að meðaltali í deildarkeppninni 25,0 stig, 6,6 fráköst, 6,7 stoðsendingar, 1,8 stolna bolta og 1,5 þrista auk þess að vera með 34% þriggja stiga nýtingu og 79% vítanýtingu. Jordan var aftur á móti með meðaltali í deildarkeppninni 30,1 stig, 6,4 fráköst, 6,1 stoðsendingar, 2,3 stolna bolta og 0,3 þrista auk þess að vera með 27% þriggja stiga nýtingu og 63% vítanýtingu. Það er því kannski ekkert skrýtið að menn bentu á að Drexler væri betri þriggja stiga skytta en Jordan enda með 87 fleiri þriggja stiga körfur á tímabilinu og mun betri nýtingu. Málið er að Jordan leit á þetta sem áskorun og afsannaði þetta síðan með ótrúlegum fyrri hálfleik í leik eitt. Jordan setti alls niður sex þriggja stiga skot í hálfleiknum og var kominn með 35 stig í hálfleik. Bæði var nýtt met í lokaúrslitum NBA. Frægasta myndbrotið er þegar Jordan skellir niður sjötta þristinum og yppti síðan öxlum á leið sinni til baka í vörnina. Hann skildi ekki lengur í þessu sjálfur enda fór allt ofan í körfuna hjá honum í þessum magnaða fyrri hálfleik. Það er síðan hægt að reyna að ímynda sér hvernig mótherjum hans leið enda var þarna mesti háloftafugl NBA-deildarinnar allt í einu farinn að raða niður langskotunum líka.27 years ago today, MJ gave us “The Shrug.” He had 35 points including SIX threes in the FIRST HALF of the Finals. (via @NBATV) pic.twitter.com/GHEG3XXRwo — Complex Sports (@ComplexSports) June 3, 2019Michael Jordan endaði leikinn með 39 stig og 11 stoðsendingar á 34 mínútum og Chicago Bulls vann Portland 122-89. Portland Trail Blazers jafnaði reyndar metin í næsta leik en Chicago Bulls vann einvígið 4-2. Jordan var með 35,8 stig og 6,5 stoðsendingar að meðaltali og hitti úr 43% prósent þriggja stiga skota sinna. Clyde Drexler var með 24,8 stig og 5,3 stoðsendingar að meðaltali í leik en hitti aðeins úr 15 prósent þriggja stiga skota sinna í úrslitaeinvíginu. Michael Jordan vann þarna sinn annan titil en þeir áttu eftir að verða sex talsins. Í öll sex skiptin var hann kosinn besti leikmaður lokaúrslitanna.“I started running for the 3PT line. It felt like a FT.” - OTD (92) Michael Jordan's "Shrug Game” 39 PTS, 11 AST, 1 TO in 34 MINS 35 PTS & 6 straight 3PTS in the 1st half 33-Point win pic.twitter.com/tWxwKl50Y4 — Ballislife.com (@Ballislife) June 3, 2019On this day in 1992, Michael Jordan's shrug became one of the most iconic images in #NBAFinals history... pic.twitter.com/Bmcpntxzmu — NBA Africa (@NBA_Africa) June 3, 2019
NBA Mest lesið Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Fleiri fréttir Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Sjá meira