Ástæðan fyrir því að Michael Jordan yppti öxlum fyrir nákvæmlega 27 árum síðan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júní 2019 21:45 Michael Jordan of Clyde Drexler í úrslitunum 1992. Getty/John W. McDonough Á þessum degi árið 1992 bauð Michael Jordan upp á eina af sínum merkilegri frammistöðum á stærsta sviðinu. Fyrir 27 árum síðar var Michael Jordan mættur með Chicago Bulls í lokaúrslit NBA-deildarinnar í annað skiptið á ferlinum. Árið áður hafði hann losað heilt hlass af gagnrýendnum af bakinu með því að vinna sinn fyrsta NBA-titil. Að þessu sinni var Chicago Bulls liðið komið í úrslitaeinvígi á móti Portland Trail Blazers og fyrsti leikurinn var 3. júní í Chicago Stadium í Chicago.In #NBAFinals Game 1 history... "THE SHRUG" in 1992! Michael Jordan finished with 35 PTS on 6 3PM in the first half. #NBABreakdown : GSW/TOR, Game 1 : 9pm/et : ABC : Sportsnet pic.twitter.com/s1mkAuIsul — NBA History (@NBAHistory) May 30, 2019Í aðdraganda leiksins var mikið talað um einvígi Michael Jordan og Clyde Drexler. Eitt af því fáa sem Clyde Drexler átti að gera betur en Jordan var að hitta úr þriggja stiga skotum. Þetta tímabil var Clyde Drexler með að meðaltali í deildarkeppninni 25,0 stig, 6,6 fráköst, 6,7 stoðsendingar, 1,8 stolna bolta og 1,5 þrista auk þess að vera með 34% þriggja stiga nýtingu og 79% vítanýtingu. Jordan var aftur á móti með meðaltali í deildarkeppninni 30,1 stig, 6,4 fráköst, 6,1 stoðsendingar, 2,3 stolna bolta og 0,3 þrista auk þess að vera með 27% þriggja stiga nýtingu og 63% vítanýtingu. Það er því kannski ekkert skrýtið að menn bentu á að Drexler væri betri þriggja stiga skytta en Jordan enda með 87 fleiri þriggja stiga körfur á tímabilinu og mun betri nýtingu. Málið er að Jordan leit á þetta sem áskorun og afsannaði þetta síðan með ótrúlegum fyrri hálfleik í leik eitt. Jordan setti alls niður sex þriggja stiga skot í hálfleiknum og var kominn með 35 stig í hálfleik. Bæði var nýtt met í lokaúrslitum NBA. Frægasta myndbrotið er þegar Jordan skellir niður sjötta þristinum og yppti síðan öxlum á leið sinni til baka í vörnina. Hann skildi ekki lengur í þessu sjálfur enda fór allt ofan í körfuna hjá honum í þessum magnaða fyrri hálfleik. Það er síðan hægt að reyna að ímynda sér hvernig mótherjum hans leið enda var þarna mesti háloftafugl NBA-deildarinnar allt í einu farinn að raða niður langskotunum líka.27 years ago today, MJ gave us “The Shrug.” He had 35 points including SIX threes in the FIRST HALF of the Finals. (via @NBATV) pic.twitter.com/GHEG3XXRwo — Complex Sports (@ComplexSports) June 3, 2019Michael Jordan endaði leikinn með 39 stig og 11 stoðsendingar á 34 mínútum og Chicago Bulls vann Portland 122-89. Portland Trail Blazers jafnaði reyndar metin í næsta leik en Chicago Bulls vann einvígið 4-2. Jordan var með 35,8 stig og 6,5 stoðsendingar að meðaltali og hitti úr 43% prósent þriggja stiga skota sinna. Clyde Drexler var með 24,8 stig og 5,3 stoðsendingar að meðaltali í leik en hitti aðeins úr 15 prósent þriggja stiga skota sinna í úrslitaeinvíginu. Michael Jordan vann þarna sinn annan titil en þeir áttu eftir að verða sex talsins. Í öll sex skiptin var hann kosinn besti leikmaður lokaúrslitanna.“I started running for the 3PT line. It felt like a FT.” - OTD (92) Michael Jordan's "Shrug Game” 39 PTS, 11 AST, 1 TO in 34 MINS 35 PTS & 6 straight 3PTS in the 1st half 33-Point win pic.twitter.com/tWxwKl50Y4 — Ballislife.com (@Ballislife) June 3, 2019On this day in 1992, Michael Jordan's shrug became one of the most iconic images in #NBAFinals history... pic.twitter.com/Bmcpntxzmu — NBA Africa (@NBA_Africa) June 3, 2019 NBA Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Sjá meira
Á þessum degi árið 1992 bauð Michael Jordan upp á eina af sínum merkilegri frammistöðum á stærsta sviðinu. Fyrir 27 árum síðar var Michael Jordan mættur með Chicago Bulls í lokaúrslit NBA-deildarinnar í annað skiptið á ferlinum. Árið áður hafði hann losað heilt hlass af gagnrýendnum af bakinu með því að vinna sinn fyrsta NBA-titil. Að þessu sinni var Chicago Bulls liðið komið í úrslitaeinvígi á móti Portland Trail Blazers og fyrsti leikurinn var 3. júní í Chicago Stadium í Chicago.In #NBAFinals Game 1 history... "THE SHRUG" in 1992! Michael Jordan finished with 35 PTS on 6 3PM in the first half. #NBABreakdown : GSW/TOR, Game 1 : 9pm/et : ABC : Sportsnet pic.twitter.com/s1mkAuIsul — NBA History (@NBAHistory) May 30, 2019Í aðdraganda leiksins var mikið talað um einvígi Michael Jordan og Clyde Drexler. Eitt af því fáa sem Clyde Drexler átti að gera betur en Jordan var að hitta úr þriggja stiga skotum. Þetta tímabil var Clyde Drexler með að meðaltali í deildarkeppninni 25,0 stig, 6,6 fráköst, 6,7 stoðsendingar, 1,8 stolna bolta og 1,5 þrista auk þess að vera með 34% þriggja stiga nýtingu og 79% vítanýtingu. Jordan var aftur á móti með meðaltali í deildarkeppninni 30,1 stig, 6,4 fráköst, 6,1 stoðsendingar, 2,3 stolna bolta og 0,3 þrista auk þess að vera með 27% þriggja stiga nýtingu og 63% vítanýtingu. Það er því kannski ekkert skrýtið að menn bentu á að Drexler væri betri þriggja stiga skytta en Jordan enda með 87 fleiri þriggja stiga körfur á tímabilinu og mun betri nýtingu. Málið er að Jordan leit á þetta sem áskorun og afsannaði þetta síðan með ótrúlegum fyrri hálfleik í leik eitt. Jordan setti alls niður sex þriggja stiga skot í hálfleiknum og var kominn með 35 stig í hálfleik. Bæði var nýtt met í lokaúrslitum NBA. Frægasta myndbrotið er þegar Jordan skellir niður sjötta þristinum og yppti síðan öxlum á leið sinni til baka í vörnina. Hann skildi ekki lengur í þessu sjálfur enda fór allt ofan í körfuna hjá honum í þessum magnaða fyrri hálfleik. Það er síðan hægt að reyna að ímynda sér hvernig mótherjum hans leið enda var þarna mesti háloftafugl NBA-deildarinnar allt í einu farinn að raða niður langskotunum líka.27 years ago today, MJ gave us “The Shrug.” He had 35 points including SIX threes in the FIRST HALF of the Finals. (via @NBATV) pic.twitter.com/GHEG3XXRwo — Complex Sports (@ComplexSports) June 3, 2019Michael Jordan endaði leikinn með 39 stig og 11 stoðsendingar á 34 mínútum og Chicago Bulls vann Portland 122-89. Portland Trail Blazers jafnaði reyndar metin í næsta leik en Chicago Bulls vann einvígið 4-2. Jordan var með 35,8 stig og 6,5 stoðsendingar að meðaltali og hitti úr 43% prósent þriggja stiga skota sinna. Clyde Drexler var með 24,8 stig og 5,3 stoðsendingar að meðaltali í leik en hitti aðeins úr 15 prósent þriggja stiga skota sinna í úrslitaeinvíginu. Michael Jordan vann þarna sinn annan titil en þeir áttu eftir að verða sex talsins. Í öll sex skiptin var hann kosinn besti leikmaður lokaúrslitanna.“I started running for the 3PT line. It felt like a FT.” - OTD (92) Michael Jordan's "Shrug Game” 39 PTS, 11 AST, 1 TO in 34 MINS 35 PTS & 6 straight 3PTS in the 1st half 33-Point win pic.twitter.com/tWxwKl50Y4 — Ballislife.com (@Ballislife) June 3, 2019On this day in 1992, Michael Jordan's shrug became one of the most iconic images in #NBAFinals history... pic.twitter.com/Bmcpntxzmu — NBA Africa (@NBA_Africa) June 3, 2019
NBA Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti