Borgarstjórn samþykkti varanlegan regnboga í Reykjavík Sylvía Hall skrifar 4. júní 2019 19:53 Frá Hinsegin dögum árið 2018. Á myndinni sjást Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og Gunnlaugur Bragi Björnsson mála Skólavörðustíginn í regnbogalitum. Nú munu Reykvíkingar fá varanlegan regnboga. Vísir/Vilhelm Í kvöld samþykkti borgarstjórn tillögu borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna um varanlegan regnboga í Reykjavík. Áætlað er að regnboginn komi til framkvæmda í sumar og verður umhverfis- og skipulagssviði falið að gera tillögu að staðsetningu. Tillagan var samþykkt einróma og fagnar Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, regnbogagötunni í færslu sem hún birtir á Facebook-síðu sinni. „Í senn er þetta falleg og skemmtileg tillaga en hún er líka grjóthörð samstaða með fjölbreytileika mannlífsins og baráttu hinsegin fólks því þannig er Reykjavík. Hún er borg fyrir okkur öll. Hún er hinsegin borg,“ skrifar Líf og óskar borgarbúum til hamingju.Tímabært að skrifa tilveru hinsegin fólks aftur inn í söguna Gunnlaugur Bragi Björnsson, varaborgarfulltrúi Viðreisnar og formaður Hinsegin daga, flutti tillöguna og sagði hana vera þýðingarmikla fyrir hinsegin samfélagið á Íslandi. „Það er engin tilviljun að tillagan sé lögð fram í júnímánuði 2019 enda eru bæði þessi mánuður og árið í ár þýðingarmikið fyrir hinsegin fólk og réttindabaráttu þess,“ sagði Gunnlaugur og vísaði þar til Stonewall uppreisnarinnar þar sem gestir LBTGQ-barsins Stonewell risu upp gegn lögreglunni eftir að þeir réðust inn. Atburðurinn er sagður hafa markað kaflaskil í réttindabaráttu hinsegin fólks um allan heim. Allar götur síðan hefur 27. júní markað alþjóðlegan baráttudag hinsegin fólks og er mánuðurinn tileinkaður þeim.Regnbogagatan hefur verið fastur liður í dagskrá Hinsegin daga ár hvert.Vísir/Vilhelm Hann segir enn langt í land í baráttunni fyrir réttindum hinsegin fólks um allan heim. „Lengst af var tilvera hinsegin fólk skráð út úr sögunni en nú er tímabært að skrifa hana inn aftur. Ekki vegna þess að baráttan sé unnin. Langt því frá. Á hverjum degi glímir hinsegin fólk við ýmis konar áreiti og mismunun í samfélaginu. Líkamsárásir og hatursorðræða vegna kynhneigðar, kynvitundar, kyntjáningar og kyneinkenna tíðkast enn. Fullu lagalegu jafnrétti hefur ekki verið náð. Og þannig mætti áfram telja.“ Þá segir hann að með því að samþykkja hinn varanlega regnboga myndi Reykjavík bætast í hóp þeirra borga sem þegar hafa farið í slíkar framkvæmdir og yrði hann til marks um það að í frjálslyndu og víðsýnu borgarsamfélagi sé pláss fyrir okkur öll. „Það væru því ekki bara litríkar, heldur einnig táknrænar og virðingarverðar, kveðjur borgarstjórnar til hinsegin samfélagsins í þessum sögulega júnímánuði, að samþykkja þá tillögu sem hér liggur fyrir.“ Borgarstjórn Hinsegin Jafnréttismál Reykjavík Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Í kvöld samþykkti borgarstjórn tillögu borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna um varanlegan regnboga í Reykjavík. Áætlað er að regnboginn komi til framkvæmda í sumar og verður umhverfis- og skipulagssviði falið að gera tillögu að staðsetningu. Tillagan var samþykkt einróma og fagnar Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, regnbogagötunni í færslu sem hún birtir á Facebook-síðu sinni. „Í senn er þetta falleg og skemmtileg tillaga en hún er líka grjóthörð samstaða með fjölbreytileika mannlífsins og baráttu hinsegin fólks því þannig er Reykjavík. Hún er borg fyrir okkur öll. Hún er hinsegin borg,“ skrifar Líf og óskar borgarbúum til hamingju.Tímabært að skrifa tilveru hinsegin fólks aftur inn í söguna Gunnlaugur Bragi Björnsson, varaborgarfulltrúi Viðreisnar og formaður Hinsegin daga, flutti tillöguna og sagði hana vera þýðingarmikla fyrir hinsegin samfélagið á Íslandi. „Það er engin tilviljun að tillagan sé lögð fram í júnímánuði 2019 enda eru bæði þessi mánuður og árið í ár þýðingarmikið fyrir hinsegin fólk og réttindabaráttu þess,“ sagði Gunnlaugur og vísaði þar til Stonewall uppreisnarinnar þar sem gestir LBTGQ-barsins Stonewell risu upp gegn lögreglunni eftir að þeir réðust inn. Atburðurinn er sagður hafa markað kaflaskil í réttindabaráttu hinsegin fólks um allan heim. Allar götur síðan hefur 27. júní markað alþjóðlegan baráttudag hinsegin fólks og er mánuðurinn tileinkaður þeim.Regnbogagatan hefur verið fastur liður í dagskrá Hinsegin daga ár hvert.Vísir/Vilhelm Hann segir enn langt í land í baráttunni fyrir réttindum hinsegin fólks um allan heim. „Lengst af var tilvera hinsegin fólk skráð út úr sögunni en nú er tímabært að skrifa hana inn aftur. Ekki vegna þess að baráttan sé unnin. Langt því frá. Á hverjum degi glímir hinsegin fólk við ýmis konar áreiti og mismunun í samfélaginu. Líkamsárásir og hatursorðræða vegna kynhneigðar, kynvitundar, kyntjáningar og kyneinkenna tíðkast enn. Fullu lagalegu jafnrétti hefur ekki verið náð. Og þannig mætti áfram telja.“ Þá segir hann að með því að samþykkja hinn varanlega regnboga myndi Reykjavík bætast í hóp þeirra borga sem þegar hafa farið í slíkar framkvæmdir og yrði hann til marks um það að í frjálslyndu og víðsýnu borgarsamfélagi sé pláss fyrir okkur öll. „Það væru því ekki bara litríkar, heldur einnig táknrænar og virðingarverðar, kveðjur borgarstjórnar til hinsegin samfélagsins í þessum sögulega júnímánuði, að samþykkja þá tillögu sem hér liggur fyrir.“
Borgarstjórn Hinsegin Jafnréttismál Reykjavík Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent