Íhugar að gefa Þjóðminjasafninu símann sem innihélt Klaustursupptökurnar Sylvía Hall skrifar 4. júní 2019 23:45 Bára Halldórsdóttir þurfti að eyða upptökunni sem hún tók af samtali þingmanna á Klaustur bar í nóvember. Vísir/Vilhelm „Ég held það breyti rosalega litlu, þetta er til út um allan fréttaheim,“ sagði Bára Halldórsdóttir þegar hún var spurð hvernig tilfinningin væri að þurfa að eyða hinum frægu Klaustursupptökum. Bára eyddi upptökunum við hátíðlega athöfn á Gauknum í kvöld. Hún segist hafa ákveðið að gera skemmtilegan viðburð í kringum upptökurnar en í maí úrskurðaði Persónuvernd að upptökurnar brytu í bága við persónuverndarlög. Hún sé glöð að geta loksins gert eitthvað skemmtilegt í kringum þetta „leiðindamál“.Sjá einnig: O Fortuna spilað þegar Bára eyddi upptökunum Bára sá til þess að allt færi rétt fram og var Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmaður hennar, með henni uppi á sviði þegar hún eyddi upptökunum og skrásetti það með sínum eigin síma. Það var því enginn vafi á því að Bára hafði í raun og veru eytt upptökunum. Aðspurð hvað yrði um símann sagði Bára að hún hefði hugsað sér að senda símann með upptökunum til Þjóðminjasafnsins. Nú þegar upptökurnar eru ekki lengur á símanum þurfi hún að gera upp við sig hvað verði um símann. „Annað hvort ætla ég að eiga eða senda hann á Þjóðminjasafnið eða ef það er eitthvað góðgerðarmálefni set ég hann á uppboð,“ sagði Bára en bætti við að hann yrði í það minnsta varðveittur á einhvern hátt.Rætt var við Báru í kvöldfréttum Stöðvar 2 og má sjá viðtalið við hana hér að neðan. Menning Persónuvernd Reykjavík Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Ég tók þetta á mig algjörlega viljandi“ Bára segist í samtali við fréttastofu vera í veikindafríi þessa dagana enda hafi málið tekið mikinn toll af henni. Hún hyggst á allra næstu dögum ráðfæra sig við sína lögmenn um hvernig best sé að eyða hljóðupptökunum því í úrskurði Persónuverndar kemur fram að Bára þurfi að sýna fram á að þeim hafi verið eytt með réttum hætti. 27. maí 2019 11:59 Boðað til Báramótabrennu Bára Halldórsdóttir ætlar að eyða Klaustursupptökunum svonefndu með viðhöfn á Gauknum annað kvöld. Það er Margrét Erla Maack sem boðar til viðburðarins og segist munu fá að leika brennuna og vítisloga eyðileggingar. 3. júní 2019 16:13 Bára braut persónuverndarlög og þarf að eyða upptökunum af Klaustri Stjórn Persónuverndar komst að þeirri niðurstöðu á fundi sínum í dag en Báru var þó ekki gert að greiða sekt. 22. maí 2019 19:46 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Ég held það breyti rosalega litlu, þetta er til út um allan fréttaheim,“ sagði Bára Halldórsdóttir þegar hún var spurð hvernig tilfinningin væri að þurfa að eyða hinum frægu Klaustursupptökum. Bára eyddi upptökunum við hátíðlega athöfn á Gauknum í kvöld. Hún segist hafa ákveðið að gera skemmtilegan viðburð í kringum upptökurnar en í maí úrskurðaði Persónuvernd að upptökurnar brytu í bága við persónuverndarlög. Hún sé glöð að geta loksins gert eitthvað skemmtilegt í kringum þetta „leiðindamál“.Sjá einnig: O Fortuna spilað þegar Bára eyddi upptökunum Bára sá til þess að allt færi rétt fram og var Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmaður hennar, með henni uppi á sviði þegar hún eyddi upptökunum og skrásetti það með sínum eigin síma. Það var því enginn vafi á því að Bára hafði í raun og veru eytt upptökunum. Aðspurð hvað yrði um símann sagði Bára að hún hefði hugsað sér að senda símann með upptökunum til Þjóðminjasafnsins. Nú þegar upptökurnar eru ekki lengur á símanum þurfi hún að gera upp við sig hvað verði um símann. „Annað hvort ætla ég að eiga eða senda hann á Þjóðminjasafnið eða ef það er eitthvað góðgerðarmálefni set ég hann á uppboð,“ sagði Bára en bætti við að hann yrði í það minnsta varðveittur á einhvern hátt.Rætt var við Báru í kvöldfréttum Stöðvar 2 og má sjá viðtalið við hana hér að neðan.
Menning Persónuvernd Reykjavík Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Ég tók þetta á mig algjörlega viljandi“ Bára segist í samtali við fréttastofu vera í veikindafríi þessa dagana enda hafi málið tekið mikinn toll af henni. Hún hyggst á allra næstu dögum ráðfæra sig við sína lögmenn um hvernig best sé að eyða hljóðupptökunum því í úrskurði Persónuverndar kemur fram að Bára þurfi að sýna fram á að þeim hafi verið eytt með réttum hætti. 27. maí 2019 11:59 Boðað til Báramótabrennu Bára Halldórsdóttir ætlar að eyða Klaustursupptökunum svonefndu með viðhöfn á Gauknum annað kvöld. Það er Margrét Erla Maack sem boðar til viðburðarins og segist munu fá að leika brennuna og vítisloga eyðileggingar. 3. júní 2019 16:13 Bára braut persónuverndarlög og þarf að eyða upptökunum af Klaustri Stjórn Persónuverndar komst að þeirri niðurstöðu á fundi sínum í dag en Báru var þó ekki gert að greiða sekt. 22. maí 2019 19:46 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Ég tók þetta á mig algjörlega viljandi“ Bára segist í samtali við fréttastofu vera í veikindafríi þessa dagana enda hafi málið tekið mikinn toll af henni. Hún hyggst á allra næstu dögum ráðfæra sig við sína lögmenn um hvernig best sé að eyða hljóðupptökunum því í úrskurði Persónuverndar kemur fram að Bára þurfi að sýna fram á að þeim hafi verið eytt með réttum hætti. 27. maí 2019 11:59
Boðað til Báramótabrennu Bára Halldórsdóttir ætlar að eyða Klaustursupptökunum svonefndu með viðhöfn á Gauknum annað kvöld. Það er Margrét Erla Maack sem boðar til viðburðarins og segist munu fá að leika brennuna og vítisloga eyðileggingar. 3. júní 2019 16:13
Bára braut persónuverndarlög og þarf að eyða upptökunum af Klaustri Stjórn Persónuverndar komst að þeirri niðurstöðu á fundi sínum í dag en Báru var þó ekki gert að greiða sekt. 22. maí 2019 19:46