Líkir sögu skóla án aðgreiningar við kennitöluflakk Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 5. júní 2019 13:03 Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands. Vísir/Vilhelm Formaður Kennarasambands Íslands segir að hugtakið „skóli án aðgreiningar“ sé viss átakaflötur innan skólakerfisins og þar þurfi að gera betur. Skortur á kennurum með sérhæfingu í sérkennslu er orðinn meiri en hjá almennunum kennurum. Grípa þurfi til aðgerða vegna þessa. Í fréttum Stöðvar tvö í gær sagði Dr. Gunnlaugur Magnússon, lektor í menntavísindum við Uppsala háskóla, að skóli án aðgreiningar hafi aldrei verið nægilega vel skilgreindur hér á landi til að virka sem skyldi. Til séu dæmi að kerfið sé nýtt til sparnaðar. Mikilvægt sé að ná betur utan um hugtakið því þeir aðilar sem vinna í kerfinu, pólitíkin og þeir sem nýta kerfið líti á það mismunandi augum. Skóla án aðgreiningar sé iðulega lýst sem fallegri hugmynd sem virki ekki. Því þurfi að breyta. Mikilvægt sé að standa vörð um skóla án aðgreiningar en ráðast þurfi í hreinskipta umræðu um málið. Ragnar Þór Pétursson formaður Kennarasambands Íslands, tekur í sama streng. Hann segir að á heimsvísu séum við að standa okkur vel, en við getum gert betur. „Þetta er í fyrsta skipti í langan tíma sem ég heyri talað svona hispurslaust um skóla án aðgreiningar. Vegna þess að skóli án aðgreiningar hefur dálítið gengið í gegnum kennitöluflakk hér á Íslandi. Hann hét fyrst skóli fjölbreytileikans, svo menntun fyrir alla. Menn hafa dálítið forðast að tala um þetta vegna þess að það eru ýmis vandamál sem hafa fylgt þessu. Þetta er orðið að átakaflötum. Við höfum kannski ekki verið nógu stolt af þessari grunnhugmyndafræði til að halda henni í öndvegi þar sem hún á að vera,“ segir hann. Vantað hafi upp á að hægt sé að mæta þörfum allra, það skapi núning og oft sektarkennd meðal kennara.Nú hefur borið svolítið á kennaraskorti - hefur það ekki áhrif á þetta og dregur úr þjónustu við þessi börn? „Jú jú, það er bara neyðarástand. Þess vegna eru aðgerðir í gangi til að reyna að snúa því við. Við verðum að reyna að snúa kennaraskortinum við. Kennaraskortur er veruleikinn í öllum löndum sem við berum okkur saman við. Ef það er ekki tekið á því þá verður það mjög alvarlegt mál. Sérstaklega þegar kemur að kennurum með sérhæfingu í sérkennslu. Skortur á þeim hefur vaxið hraðar en á almennum kennurum,“ segir Ragnar. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Dæmi um að skólar án aðgreiningar séu notaðir til sparnaðar í menntakerfinu Skóli án aðgreiningar hefur ekki verið skilgreindur nægilega vel hér á landi til að virka sem skyldi samkvæmt lektor í menntunarfræðum. Til séu dæmi um að kerfið sé nýtt sem sparnaðaraðgerðir. 4. júní 2019 21:15 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Sjá meira
Formaður Kennarasambands Íslands segir að hugtakið „skóli án aðgreiningar“ sé viss átakaflötur innan skólakerfisins og þar þurfi að gera betur. Skortur á kennurum með sérhæfingu í sérkennslu er orðinn meiri en hjá almennunum kennurum. Grípa þurfi til aðgerða vegna þessa. Í fréttum Stöðvar tvö í gær sagði Dr. Gunnlaugur Magnússon, lektor í menntavísindum við Uppsala háskóla, að skóli án aðgreiningar hafi aldrei verið nægilega vel skilgreindur hér á landi til að virka sem skyldi. Til séu dæmi að kerfið sé nýtt til sparnaðar. Mikilvægt sé að ná betur utan um hugtakið því þeir aðilar sem vinna í kerfinu, pólitíkin og þeir sem nýta kerfið líti á það mismunandi augum. Skóla án aðgreiningar sé iðulega lýst sem fallegri hugmynd sem virki ekki. Því þurfi að breyta. Mikilvægt sé að standa vörð um skóla án aðgreiningar en ráðast þurfi í hreinskipta umræðu um málið. Ragnar Þór Pétursson formaður Kennarasambands Íslands, tekur í sama streng. Hann segir að á heimsvísu séum við að standa okkur vel, en við getum gert betur. „Þetta er í fyrsta skipti í langan tíma sem ég heyri talað svona hispurslaust um skóla án aðgreiningar. Vegna þess að skóli án aðgreiningar hefur dálítið gengið í gegnum kennitöluflakk hér á Íslandi. Hann hét fyrst skóli fjölbreytileikans, svo menntun fyrir alla. Menn hafa dálítið forðast að tala um þetta vegna þess að það eru ýmis vandamál sem hafa fylgt þessu. Þetta er orðið að átakaflötum. Við höfum kannski ekki verið nógu stolt af þessari grunnhugmyndafræði til að halda henni í öndvegi þar sem hún á að vera,“ segir hann. Vantað hafi upp á að hægt sé að mæta þörfum allra, það skapi núning og oft sektarkennd meðal kennara.Nú hefur borið svolítið á kennaraskorti - hefur það ekki áhrif á þetta og dregur úr þjónustu við þessi börn? „Jú jú, það er bara neyðarástand. Þess vegna eru aðgerðir í gangi til að reyna að snúa því við. Við verðum að reyna að snúa kennaraskortinum við. Kennaraskortur er veruleikinn í öllum löndum sem við berum okkur saman við. Ef það er ekki tekið á því þá verður það mjög alvarlegt mál. Sérstaklega þegar kemur að kennurum með sérhæfingu í sérkennslu. Skortur á þeim hefur vaxið hraðar en á almennum kennurum,“ segir Ragnar.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Dæmi um að skólar án aðgreiningar séu notaðir til sparnaðar í menntakerfinu Skóli án aðgreiningar hefur ekki verið skilgreindur nægilega vel hér á landi til að virka sem skyldi samkvæmt lektor í menntunarfræðum. Til séu dæmi um að kerfið sé nýtt sem sparnaðaraðgerðir. 4. júní 2019 21:15 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Sjá meira
Dæmi um að skólar án aðgreiningar séu notaðir til sparnaðar í menntakerfinu Skóli án aðgreiningar hefur ekki verið skilgreindur nægilega vel hér á landi til að virka sem skyldi samkvæmt lektor í menntunarfræðum. Til séu dæmi um að kerfið sé nýtt sem sparnaðaraðgerðir. 4. júní 2019 21:15