Óvissustigi vegna Öræfajökuls aflýst 5. júní 2019 15:55 Öræfajökull. Fréttablaðið/Vilhelm Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi ákveðið að aflýsa óvissustigi almannavarna vegna aukinnar virkni í Öræfajökli. Verulega hefur dregið úr jarðskjálftavirkni í Öræfajökli undanfarna mánuði en vikulegur fjöldi þeirra frá því í febrúar síðastliðnum hefur verið undir 20. Flestar vikur á þessu tímabili hafa jarðskjálftar verið færri en 10 sem er mun minni virkni en misserin þar á undan. Jarðskjálftar stærri en 2.0 hafa ekki orðið í Öræfajökli frá því í febrúar og frá svipuðum tíma hefur losuð orka í skjálftum lítið vaxið.Þá hefur hægt á landrisi eða þenslu af völdum kvikuhreyfinga og merki um landris sem sést á GPS mælistöðvum í grennd við Öræfajökul virðist fyrst og fremst stafa af fargbreytingum vegna rýrnunar jökla. Á undanförnum mánuðum hefur rennsli í ám umhverfis Öræfajökul verið í góðu samræmi við úrkomu og lofthita, ekki hefur orðið vart við jarðhitavatn í Kotá, Kvíá og Virkisá. Rafleiðni í þessum ám hefur einnig verið innan eðlilegra marka. Þegar órói hófst í Öræfajökli haustið 2017 var net vöktunarmæla á svæðinu þétt til muna. Jarðskjálftamælum og GPS tækjum sem nema jarðskorpuhreyfingar var fjölgað og rennslis- og leiðnimælum í ám var komið upp. Allir þessir mælar streyma gögnum til Veðurstofu Íslands þar sem náttúruvársérfræðingar Veðurstofunnar fylgjast með gögnunum allan sólarhringinn. Bætt vöktunarkerfi eykur líkurnar á því að hægt sé að vara við yfirvofandi eldgosi í tíma og rekstur slíks kerfis í byggð sem stendur svo nærri eldfjalli er lífsnauðsyn. Óvissustigi vegna aukinnar virkni í Öræfajökli var lýst yfir þann 17. nóvember 2017 vegna aukinnar jarðskjálftavirkni í fjallinu, flóða í Kvíá og brennisteinslyktar frá henni og myndunar sigketils í ísnum í öskju á toppi Öræfajökuls. Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar Sjá meira
Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi ákveðið að aflýsa óvissustigi almannavarna vegna aukinnar virkni í Öræfajökli. Verulega hefur dregið úr jarðskjálftavirkni í Öræfajökli undanfarna mánuði en vikulegur fjöldi þeirra frá því í febrúar síðastliðnum hefur verið undir 20. Flestar vikur á þessu tímabili hafa jarðskjálftar verið færri en 10 sem er mun minni virkni en misserin þar á undan. Jarðskjálftar stærri en 2.0 hafa ekki orðið í Öræfajökli frá því í febrúar og frá svipuðum tíma hefur losuð orka í skjálftum lítið vaxið.Þá hefur hægt á landrisi eða þenslu af völdum kvikuhreyfinga og merki um landris sem sést á GPS mælistöðvum í grennd við Öræfajökul virðist fyrst og fremst stafa af fargbreytingum vegna rýrnunar jökla. Á undanförnum mánuðum hefur rennsli í ám umhverfis Öræfajökul verið í góðu samræmi við úrkomu og lofthita, ekki hefur orðið vart við jarðhitavatn í Kotá, Kvíá og Virkisá. Rafleiðni í þessum ám hefur einnig verið innan eðlilegra marka. Þegar órói hófst í Öræfajökli haustið 2017 var net vöktunarmæla á svæðinu þétt til muna. Jarðskjálftamælum og GPS tækjum sem nema jarðskorpuhreyfingar var fjölgað og rennslis- og leiðnimælum í ám var komið upp. Allir þessir mælar streyma gögnum til Veðurstofu Íslands þar sem náttúruvársérfræðingar Veðurstofunnar fylgjast með gögnunum allan sólarhringinn. Bætt vöktunarkerfi eykur líkurnar á því að hægt sé að vara við yfirvofandi eldgosi í tíma og rekstur slíks kerfis í byggð sem stendur svo nærri eldfjalli er lífsnauðsyn. Óvissustigi vegna aukinnar virkni í Öræfajökli var lýst yfir þann 17. nóvember 2017 vegna aukinnar jarðskjálftavirkni í fjallinu, flóða í Kvíá og brennisteinslyktar frá henni og myndunar sigketils í ísnum í öskju á toppi Öræfajökuls.
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar Sjá meira