Viðurkennir ósigur bláu blokkarinnar en vill halda forsætisráðherrastóli Margrét Helga Erlingsdóttir og Sylvía Hall skrifa 5. júní 2019 22:23 Forsætisráðherra viðurkennir ósigur bláu blokkarinnar og heldur á fund drottningar á morgun til að biðjast lausnar. Vísir/ap Í ávarpi sem Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, flutti í Kristjánsborgarhöll þegar rétt undir 99% atkvæða voru talin viðurkenndi hann ósigur bláu blokkarinnar en sagðist þó vonast eftir ríkisstjórn þvert yfir miðjuna með sig áfram sem forsætisráðherra. Lars sagði að þrátt fyrir að Venstre hefði fengið ágætis kosningu sé ljóst að í Danmörku hefði orðið ákveðin valdatilfærsla frá hægri væng yfir á þann vinstri. Hann er búinn að hringja í Mette Frederiksen, formann Jafnaðarmannaflokksins, og viðurkenna ósigur. Hann hyggst halda á fund drottningarinnar á morgun og biðjast lausnar ríkisstjórnarinnar. Venstre, flokkur forsætisráðherra, bætti við sig fjórum prósentustigum í fylgi og níu þingsætum frá síðustu þingkosningum en það voru aðrir hægri flokkar sem biðu afhroð og urðu til þess að ekki líklega verður ekki hægt að mynda ríkisstjórn til hægri. Þannig tapaði Danski þjóðarflokkurinn 21 af 37 þingsætum sínum á milli kosninga. Bláa blokkin er með 75 þingsæti en sú rauða 91 þegar 99 % atkvæða eru talin.Mette stendur með pálmann í höndunum.Vísir/gettyMette stendur með pálmann í höndunum Mette, sem útlit er fyrir að verði yngsti forsætisráðherra Danmerkur frá upphafi, er eini formaður stjórnmálaflokks sem á eftir að halda ávarp. Hún er nú á leiðinni til Kristjánsborgarhallar til að bregðast við niðurstöðum dönsku þingkosninganna. Jafnaðarmannaflokkurinn, með Mette í broddi fylkingar, þykir augljós sigurvegari kosninganna en flokkurinn hlaut 25,9% og tryggði sér 48 þingsæti í kosningunum. Mette er því í öflugri stöðu fyrir komandi stjórnarmyndunarviðræður því að félagshyggjuflokkarnir eru með öruggan meirihluta. Mette hefur lýst því yfir í kosningabaráttunni að hún hefði hug á því að mynda eins flokks minnihlutastjórn. Danmörk Þingkosningar í Danmörku Tengdar fréttir Minnstu munaði að Løkke fengi þakplötu í höfuðið Þakplatan féll úr um tólf metra hæð og hafnaði um metra frá forsætisráðherranum. 3. júní 2019 12:14 Stefnir í sigur bandalags rauðu flokkanna í Danmörku Danir ganga að kjörborðinu á miðvikudaginn í næstu viku. 30. maí 2019 14:39 Allt bendir til sigurs vinstri blokkarinnar í Danmörku Útgönguspár í dönsku þingkosningunum sýna að stjórn Lars Løkke Rasmussen sé fallin og vinstri blokkin nái þingmeirihluta. 5. júní 2019 18:20 Rauða blokkin er með góða forystu Danir ganga að kjörborðinu næstkomandi miðvikudag. Allt bendir til þess að stjórnarskipti verði að loknum kosningunum og rauða blokkin fái góðan meirihluta. 1. júní 2019 08:45 Danir ganga að kjörborðinu Kjörstaðir opnuðu klukkan sex í morgun að íslenskum tíma. Fyrstu tölur ættu að liggja fyrir um klukkan 21:00 í kvöld. 5. júní 2019 07:35 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Sjá meira
Í ávarpi sem Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, flutti í Kristjánsborgarhöll þegar rétt undir 99% atkvæða voru talin viðurkenndi hann ósigur bláu blokkarinnar en sagðist þó vonast eftir ríkisstjórn þvert yfir miðjuna með sig áfram sem forsætisráðherra. Lars sagði að þrátt fyrir að Venstre hefði fengið ágætis kosningu sé ljóst að í Danmörku hefði orðið ákveðin valdatilfærsla frá hægri væng yfir á þann vinstri. Hann er búinn að hringja í Mette Frederiksen, formann Jafnaðarmannaflokksins, og viðurkenna ósigur. Hann hyggst halda á fund drottningarinnar á morgun og biðjast lausnar ríkisstjórnarinnar. Venstre, flokkur forsætisráðherra, bætti við sig fjórum prósentustigum í fylgi og níu þingsætum frá síðustu þingkosningum en það voru aðrir hægri flokkar sem biðu afhroð og urðu til þess að ekki líklega verður ekki hægt að mynda ríkisstjórn til hægri. Þannig tapaði Danski þjóðarflokkurinn 21 af 37 þingsætum sínum á milli kosninga. Bláa blokkin er með 75 þingsæti en sú rauða 91 þegar 99 % atkvæða eru talin.Mette stendur með pálmann í höndunum.Vísir/gettyMette stendur með pálmann í höndunum Mette, sem útlit er fyrir að verði yngsti forsætisráðherra Danmerkur frá upphafi, er eini formaður stjórnmálaflokks sem á eftir að halda ávarp. Hún er nú á leiðinni til Kristjánsborgarhallar til að bregðast við niðurstöðum dönsku þingkosninganna. Jafnaðarmannaflokkurinn, með Mette í broddi fylkingar, þykir augljós sigurvegari kosninganna en flokkurinn hlaut 25,9% og tryggði sér 48 þingsæti í kosningunum. Mette er því í öflugri stöðu fyrir komandi stjórnarmyndunarviðræður því að félagshyggjuflokkarnir eru með öruggan meirihluta. Mette hefur lýst því yfir í kosningabaráttunni að hún hefði hug á því að mynda eins flokks minnihlutastjórn.
Danmörk Þingkosningar í Danmörku Tengdar fréttir Minnstu munaði að Løkke fengi þakplötu í höfuðið Þakplatan féll úr um tólf metra hæð og hafnaði um metra frá forsætisráðherranum. 3. júní 2019 12:14 Stefnir í sigur bandalags rauðu flokkanna í Danmörku Danir ganga að kjörborðinu á miðvikudaginn í næstu viku. 30. maí 2019 14:39 Allt bendir til sigurs vinstri blokkarinnar í Danmörku Útgönguspár í dönsku þingkosningunum sýna að stjórn Lars Løkke Rasmussen sé fallin og vinstri blokkin nái þingmeirihluta. 5. júní 2019 18:20 Rauða blokkin er með góða forystu Danir ganga að kjörborðinu næstkomandi miðvikudag. Allt bendir til þess að stjórnarskipti verði að loknum kosningunum og rauða blokkin fái góðan meirihluta. 1. júní 2019 08:45 Danir ganga að kjörborðinu Kjörstaðir opnuðu klukkan sex í morgun að íslenskum tíma. Fyrstu tölur ættu að liggja fyrir um klukkan 21:00 í kvöld. 5. júní 2019 07:35 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Sjá meira
Minnstu munaði að Løkke fengi þakplötu í höfuðið Þakplatan féll úr um tólf metra hæð og hafnaði um metra frá forsætisráðherranum. 3. júní 2019 12:14
Stefnir í sigur bandalags rauðu flokkanna í Danmörku Danir ganga að kjörborðinu á miðvikudaginn í næstu viku. 30. maí 2019 14:39
Allt bendir til sigurs vinstri blokkarinnar í Danmörku Útgönguspár í dönsku þingkosningunum sýna að stjórn Lars Løkke Rasmussen sé fallin og vinstri blokkin nái þingmeirihluta. 5. júní 2019 18:20
Rauða blokkin er með góða forystu Danir ganga að kjörborðinu næstkomandi miðvikudag. Allt bendir til þess að stjórnarskipti verði að loknum kosningunum og rauða blokkin fái góðan meirihluta. 1. júní 2019 08:45
Danir ganga að kjörborðinu Kjörstaðir opnuðu klukkan sex í morgun að íslenskum tíma. Fyrstu tölur ættu að liggja fyrir um klukkan 21:00 í kvöld. 5. júní 2019 07:35